Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS T"** —9 ^ 537 álfar taki mönnum mjög fram um andlegt atgerfi. Nú tekur aftur við há hlíð með björgum efst og skriðum hið neðra. Hún heitir Nýpurhlíð og nær frá Tindum að Nýpurá, sem kemur fram úr dálítilli dalhvos. Niður við sjóinn, frara undan Búðardal, er bærinn Hvalgrafir, síðan er nokk- urt undirlendi inn með hlíðinni. Ut anvert í hlíðinni, á svokölluðum Tindamel, eru þrír steinar sem heita Hringsteinar. Þar eru landa- merki Skarðs. þess vegna helt Sigurður Vigfiisson að þetta væri Klofasteinar þeir, sem getið er í Landnámu. En þeir hafa engin }iau einkenni að slíkt nafn fest- ist við þá, enda munu Klofastein- ar vera niður undir sjó, eins og fyr er getið. Steinar þessir standa í hvirfing, en gatan liggur þröngt á milli þeirra. 1 sóknarlýsingu seg ir að í Hringsteina ,.eru klappaðar holur og tjást þar til skamms tíma hafa verið járnhringar frá forntíð og fyrrum járnhlekkir á milli“. Nú eru þar hvorki hringar nje hlekkir, en holur sjást í stein- unum. Næstu bæir eru Heinaberg og Nýp. Stendur Ileinaberg niður undir sjó og er þar reisuleg bygg- ing. Þarnar var það að Einar Þor- gilssyni hefndist fyrir ójöfnuð sinn og ofmetnað. Segir svo frá í Sturlungu: — Tveim vetrum eftir lát Sturlu (í ITvammi) reið Einar Þor gilsson til Heinabergs við sjöunda mann og kallaði til fjár við Guð- björgu; en hún synjaði þess þver- lega. Eftir það rjeðu þeir Einar til fjársins og ætluðu brott að reka. Þá hlupu konur heiman og sveinn- inn Þorleikur; hann var eigi als tvítugur, og lítill vexti; annar hjet Snorri, fóstri þeirra, og var hann yngri. Hlupu konur til fjárins og vilja elta iir höndum þeim; en Guðbjörg og sveinarnir snúa að Einari. Tók Guðbjörg tveim hönd- um í kápuna og helt honum á baki, en sveinarnir hjuggu til hans báðir senn; kom annað höggið í höfuðið fyrir ofan eyra, en annað á kinnina, og var það meira ásýnd um. Eftir það hlupu menn til, en sveinarnir á brott. Þar var unnið á konu þeirri, er Valgerður hjet, dóttir Brands læknis. Þeir Einar fóru heim, en láta eftir fjeð. Þetta var um haustið nær Mikaelsmessu. Einar lá í sárum og var Helgi prestur Skeljungsson að græða hann. Greru fyrst sárin; en fyrir jólaföstu sló í verkjum, og rifn- uðu aftur sárin. Hann andaðist 2 nóttum eftir Magníismessu (1185)“. Þau urðu svipuð afdrif þeirra stórbokkanna, Ljóts hins spaka, Víga-Styrs og Einars Þorgilssonar, að ungmenni urðu þeim öllum að bana. Sögurnar harma ekki örlög þeirra; miklu fremur finst anda þeim skilningi af frásögunum, að mátulegt hafi þótt fyrir ofsa þeirra, að svo lítið legðist fyrir þá. Og sama sinnis virðist höfðinginn Jón Loftsson hafa verið, er hann spurði lát Einars. En það sýnir glögt hugsunarháttinn á þeirri öld, er hann segir: „En þó þykir mjer í óvænt efni komið, ef það skal eigi rjetta, er skillitlir menn drepa niður höfðingj,a“. Fram undan Nýpurhlíð, um viku sjávar, eru Akureyjar, 13 að tölu og 10 smáhólmar. Voru þær áður taldar einhverjar arðsömustu eyj- ar á Breiðafirði, sökum heyskap- ar, fjárbeitar, æðarvarps, fugla- tekju og seladráps, haust og vor. Þar hafa og í fornöld verið sáð- lönd stór. * Nvi fer undirlendi að minka. Er hjer skamt milli fjalls og fjöru, og enn gnæfa himinháir hamrar yfir veginn. Heitir hjer Ytra- Fagradalsfjall. Grýtt er hjer og gróðurlítið. En í björgunum sjer maður sums staðar grænar tór og stalla. Þarna var áður talsvert máva- og svartbaksvarp, en fje var sett til höfuðs fuglinum og hann skotinn miskunnarlaust í björgun- um, þangað til hann flýði. Og nú eru björgin í eyði, nema hvað hrafnar kunna að hafa gert sjer þar bólstaði. Leiðin er annars til- breytingalítil að öðru leyti en því að björgin skifta altaf um svip, þótt þau sýnist öll eins tilsýndar. Svo kemur maður að Fagradaí. Þeir eru margir dalirnir hjer á landi, sem bera það nafn. En aðal fegurðin, sem hreif huga þeirra, er nöfnin gáfu, er víðast hvar horf in í þeim fögru dölum. Það er skógurinn. Skógi klæddar hlíðar yfir grænum grundum, með tærum bergvatns am, hafa ráðið nöfnun- um. Þarna eru enn eftir græpar grundir og bergvatns á og háár hlíðar umhverfis. Og þarna er enn fegurð að finna, þótt hún komist ekki til jafns við það, sem áður var. Áin er ekki mikil, en neðar- lega í henni er foss, sem Gullfoss heitir. Þeir eru undarlega margir gullfossarnir hjer við Gilsfjörð. Einn er í Djúpadal, annar í Þorska firði, sá þriðji hjá Kleifum og sá fjórði hjer. Það er sjálfsagt eitt- hvað sjerstakt sem veldur þessum nafngiftum, þótt vjer vitum nú ekki hvað það er. í Fagradal eru þrír bæir, Ytri- og Innri-Fagradalur og Tunga. Þarna nam Steinólfur lági land, en auk þess Saurbærinn og Bæjar- dal í Króksfirði. Þórarinn, sem nam Króksfjörð, deildi við hann út af því og veitti honum eitt sinn eftirför yfir fjörðinn. Börðust þeir þá á eyri nokkurri, sem gengur fram í sjóinn, skamt frá Fagra- dalsárós. Ber nú ekki sögum sam- an um þ%ð hve margir menn fcllu þar, en Þorskfirðingasnga segir, að þeir hafi verið 14, „en mannföll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.