Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 6
570 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fratnstafn Grafarkirkjunnar. ir menn segja, að kirkja Konstan- tínusar á þessum stað, Anastasís, upprisan, hafi verið súlnagöng ein, en ekkert þak. Efast jeg ekki um, að það hefir verið fegursta bygg- ingin, sem á þessum stað hefir ver- ið reist um aldirnar. En hvað gerir til um hjúpinn úr því að kjarninn er hinn sami. Þetta háa og víða rúm er alveg tómt. Aðeins einn hlutur er þar. Á miðju gólfi, beint undir ljósopinu, er dálítil kapella reist, skrautleg og íburðarmikil, og horfa dvr mót austri. Þar göngum við inn. Hjer á þessum bletti fann Kon- stantínus mikli hinn litla klett, sem gröf Krists var höggvin í. Kristnir menn höfðu ekki viljað láta af að heimsækja þennan helga stað, og ljet því Hadtían keisari hlaða múr mikinn umhverfis hann og fylla upp í, en ofan á öllu saman ljet hann reisa Venusarhof. Þóttist hann nú vel og vandlega hafa tek- ið fyrir þessa hjátrú. En jafnvel hinn vitri Hadrian mátti ekki við þeirri speki, sem hjer var að verki. Svo fór, að einmitt með þessu varð- veitti hann á tryggilegan hátt þenn an stað meðan kristnin var ung og ómáttug. En Konstantínus ljet byggingameistara sína rífa allt burtu með mestu varúð og horfði Evsebíus sagnaritari sjálfur á það, þegar grafarkletturinn kom í Ijós. Já, hjerna var það, einmitt á þessum bletti. Bara að kletturinn væri hjer óskertur og garðurinn í kring, en hjer er nú allt fágaður og sljettur marmari. Leifar klettsins voru höggnar til og hafa verið fóðr- aðar marmara. Við komum fyrst inn í litla fer- strenda kapellu, sf þ kölluð er kap- ella engilsins. A,ániðju gólfi er marmarastöpull og í hann greipt- ur hluti af steininum, sem velt var frá gröfinni. Hjer logar á mörgum lömpum. Inn úr þessari kapellu eru lágar dyr. Það þarf að beygja sig mikið til þess að komast inn um þær. Og á þessum stað er maður fús að beygja sig í lotningu, því að nú er komið inn að ájálfri gröfinni helgu. Hjer er mjög lítið rúm. Und- ir hægri vegg, þegar inn er komið, er gröfin, jafnlöng veggnum. Um hana lykja marmaraplötur. Hell- an, sem lögð er yfir gröfina, er brotin í miðju og slitin af ástar- atlotum milljóna pílagríma. Við gröfina er lágur knjebeður og geta 3—4 menn kropið þar í einu. Við krupum þegar niður og tím- inn leið------. Hvergi nokkursstaðaar þar sem jeg hef komið, hef jeg fundið til annarar eins helgi staðarins og hjer. Enginn minnsti efi leyndist í hugum okkar, að hjer var gröf frelsarans. Hjer var sannarlega heilög jörð, þar sem ekkert illt, lágt eða ljótt gat þrifist. Hjer var hann lagður til hvíldar þegar mennirnir höfðu gert við hann það, sem þeir vildu og gátu. Hingað kom kraftur- inn að ofan og tók hann úr greip- um heljar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.