Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 6
666 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á hana eina ætlar hann að hlaða öllum þessum gersemum.---------- Þessi var draumheimur sá, er Sæfinnur hfði og hrærðist í. lllEÐ hverju árinu sem leið gerð- * ist Sæfinnur ótútlegri ásýnd- um. Enginn slíkur tötradúði hefir sézt hér í bæ fyr né síðar. Maður sem þekkti hann lýsir honum þannig: „Hann hefir síðan hött á höfði. Hárið hangir í flókaberði dökk- jarpt niður um herðarnar, og skeggið niður á bringu, allt í ein- tómum flyksum. Hann er í þremur eða fjórum vestum, jafn mörgum brókum, jökkum, frökkum eða úlpum, með fyrnin öll af skóm á fótunum, sem allt er margslitið, margötótt og margstagað og hanga tuskurnar alls staðar út úr flíkum þessum. Um mjóaleggina eru bux- urnar margvafðar að fótunum með samanhnvttum snærisspottum“. í ísafold er honum þannig lýst: „Sæfinnur með sextán skó sækir vatn og ber heim mó, er staka, sem allir götustrákar í Reykjavík kunna og kvrja óspart. ' Þeir læra hana á undan fræðun- um. — Allir skilja undir eins að þetta, að ganga á 16 skóm, getur ekki verið eitt einstakt auðkenni á manninum. Það er leiðarvísir að nær ótal einkennum öðrum. Eng- inn gengur með 16 skó á fótunum, hvern utan yfir öðrum, og svo með t. d. eina sokka, einar buxur, eina skyrtu, eina treyju o. s. frv. Nei, sextánföldum skófatnaði fylgir að minnsta kosti áttfaldur annar fatn- aður, eða þá alténd rytjur af átt- földum fatnaði. Og þótt spjarirnar sjálfar sé ekki nema átta, hver ut- an yfir annari, þá má sjálfsagt tvö- falda þá tölu, eða þrefalda, ef farið er að rekja ætt og uppruna hverr- ar flíkur fyrir sig. Ein úlpa er ef til vill samsteypa úr tíu öðrum — úr tíu uppgjafaúlpum, uppgjafafrökk- um og uppgjafatreyjum af mönn- um af öllum stéttum og ýmsum þjóðum. Einn einasti vetlingsþum- all er ef til vill skeyttur saman úr tuttugu þumalgörmum af börnum og fullorðnum og er sjálfur mestur garmurinn. Svona má tína upp all- an fatnaðinn“. Það hefir nú líklega verið orðum aukið, og gert stuðlanna vegna, að segja að hann væri með 16 skó á fótunum. Jón Borgfirðingur, sem þekkti hann vel, segir að hann hafi haft „margfalda skó á fótum, töldu sumir stundum 8 gamla. Bar og við að hann hefði danskan skó- ræfil á öðrum fæti, en íslenzka skóræfla á hinum“. Af lýsingum þessum má marka að Sæfinnur hafi verið all trölls- legur þegar hann var sem mest bú- inn, en enginn hræddist hann, ekki einu sinni börnin. Allir þekktu hann og vissu að hann var sóma- maður og gerði aldrei á hluta nokk- urt manns. Venjulega gekk hann þegjandi fram hjá fullorðnu fólki á götunum, en börnunum heilsaði hann þýðum rómi. Jón Borgfirðingur segir um hann: „Sæfinnur var ráðvandur maður til orða og verka og fáskipt- inn, greindur og skemmtinn í við- tali, ef maður átti einn við. Þótt sérlundaður væri, var hann enginn heimskingi og margt heyrðist manni hann vita. Hann var veður- glöggur og sagði hvernig viðra mundi næstu nótt og dag og reynd- ist það oftast svo. Stundum stóð hann kyr með vatnsföturnar og horfði upp í loft. Einu sinni var hann spurður, hvort hann sæi ekki vetrarfarið fyrir. Kvað hann nei við, mundi það ekki hægt vera, veðráttan væri svo breytileg á þessu eylandi og norður í höfum“. TtflKLAR byltingar urðu meðan Sæfinnur átti heima í Glas- gow. Enska verslunin varð gjald- þrota árið eftir að hann kom þang- að, og þá fluttist Levinsen suður til Keflavíkur. Egill Egilsen keypti Glasgow-húsið á uppboði 1872 fyrir 6000 ríkisdali, en ekki datt honum í hug að amast við byggð Sæfinns í útihúsinu. Á þeim árum var oft mikið um að vera í Glasgow. Þar hafði sjó- mannaklúbburinn bækistöð sína, þar voru leiksýningar, þar voru haldnir opinberir fundir o. s. frv. En þetta fór allt fram hjá Sæfinni, hann var jafn rólegur í kytru sinni fyrir öllum þeim gauragangi. Marg- ir helztu menn bæarins urðu þá einnig svo að segja sambýlismenn hans, svo sem Egill Egilsen, Jón Hialtalín landlæknir og Halldór Daníelsson bæarfógeti. En Sæfinn- ur brevtti í engu háttum sínum fvrir bað, hann helt áfram að draga í búið og lagðist til svefns eft- ir langt dagsverk á hverju kvöldi, sáttur við guð og menn og datt ekki í hug að öfunda nágranna sína af betri húsakynnum en hann hafði. Árið 1888 höfðu þeir Egill Egilsen og Þórður Guðmundsson í Skild- inganesi (faðir Einars prentara) makaskifti á Glasgow og Görðun- um við Skerjafiörð. Þórður var ríkur maður og hafði á sér fornald- arbrag og stórmennskusnið „þegar hann kom til bæarins í skósíðum kalmúksfrakka með beinhörðum soesíum í hnappa stað“, segir Gröndal. Þegar Þórður hafði eignast Glas- gow fór hann að ýfast við Sæfinn og vildi koma honum burt. Þótt- ist hann ætla að breyta útihúsum, en hitt mun þó fremur hafa ráðið, að honum þótti lítill þrifnaður að Sæfinni og slæman þef leggja frá vistarveru hans. Sagði hann Sæ- finni svo upp húsnæðinu, en Sæ- finnur svaraði því engu og sat kyr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.