Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 10
670 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hin einkennilegu arabisku skip (Dhow) abakonurnar eru nú til dæmis ekki jafn bundnar og áður, þegar þær fóru aðeins tvisvar út úr húsi: þeg- ar þær giftu sig, og þegar þær voru bornar til grafar. Mörgum þykir Aden óvistlegur og hrjóstrugur staður. Og satt er það, að aðalbyggðin er niðri í gömlum eldgíg. En þarna eiga þó 47.000 manna heima og þar er al- menn velmegun vegna verslunar og iðnaðar. Nýlendan nær yfir tvo dldbrunna fjallaskaga, og á milli þeirra er höfnin. Á öðrum skaganum er Aden, en á hinum Litla Aden. Aden er í tvennu lagi. Meðfram ströndinni er byggð, sem kölluð er Steamer Point, en aðalbyggðin er uppi í hinum gamla eldgíg og sést ekki frá höfninni. Á Steamer Point eru stjórnarbyggingarnar og hús þeirra fyrirtækja, sem reka þar viðskifti. En að baki þeirra er Ar- ababyggð. Um aldarskeið hefur Aden verið með mestu siglingaborgum. Höfn- in er djúp og góð. Þarna eru kola og olíubirgðir fyrir skip, og þar geta skip fengið allar viðgerðir. En auk þess er þetta fríhöfn, og því fer um hana geysimikið af varn- ingi til umskipunar. Þarna eru þó engar hafnarbryggjur, og verður að flytja kol og olíu milli skipa og lands í ferjubátum. Mikið er unnið þar af salti úr sjó, og nokkur iðn- aður er þar og einkum framleiddar sígarettur. Aden er talinn einhver heitasti staður á jörðinni, en samt sem áður er staðurinn heilsusamlegur. Vegna þess að engar tjarnir eða mýrar eru þar í nánd, eru þar engar moskító-flugur til að bera mýra- köldu, og þar þurfa menn ekki að sofa í skjóli flugnanetja. Og yfir- leitt er þar lítið um kvilla. Vatnsskortur hefur þó lengi ver- ið þar bagalegur. Fram til ársins 1929 var allt drykkjarvatn unnið úr sjó. En uppi í fjallinu voru gam'lir vatnsgeymar, sem Arabar höfðu gert á 6. eða 7. öld. Það voru gríð- armikil ker hlaðin úr grjóti á stöll- um, þannig að hvert var upp af öðru. Þegar rigndi steyptist rign- ingavatnið niður fjallshlíðina og lenti í efsta kerinu, og þegar það var fullt svo að út af flóði, þá fór vatnið niður í næsta ker, og þann- ig koll af kolli. Þessu mannvirki hafði ekki verið haldið við, og um langan aldur höfðu kerin verið full af sandi. Brezk yfirvöld létu hreinsa kerin og það er eina vatns- ból borgarinnar. Bretar hafa gert samninga við alla innlenda höfðingja í næstu ríkjum og tekið að sér að vernda þau ríki svo að erlendar þjóðir leggi þau ekki undir sig. Með þessu eru þessi smáríki þó ekki svift sjálfstæði sínu, því að frelsið er þeim fyrir öllu. í stríði verður að treysta á Aden sem einu víggirtu hafnarborgina á siglingaleiðinni frá Egyptalandi til Bombay. Á friðartímum er hún nauðsynlegur viðkomustaður allra skipa, sem sigla milli heimsálfanna. Og á meðan skip brenndu aðeins kolum, máttu þau eiga víst að geta fengið nægar birgðir af þeim í Aden, hvenær sem þau komu þang- að. En svo fóru fleiri og fleiri skip að nota olíu til kyndingar, og þá gerðist nauðsynlegt að nægar olíu- birgðir væri einnig í Aden, því að rúmlega 4500 skip koma þangað ár- lega til að taka birgðir. Löngu áður en olíudeilan hófst í Persíu, hafði það komið til orða að gera olíuhreinsunarstöð í Aden. Þetta mál varð þýðingarmeira með svo að segja hverjum degi, því að alltaf fjölgaði hinum olíukyntu skipum. Menn sáu að það var bæði tímaþjófur og peningaþjófur að flytja hina óhreinsuðu olíu frá Austurlöndum fyrst til Englands og hreinsa hana þar, og flytja hana svo til Aden. Úr þessu varð ekki bætt nema með olíuhreinsunarstöð þar á staðnum. Og svo var ráðizt í verkið og stöðinni valinn staður á Litla Aden. Það er ekki neitt áhlaupaverk að koma upp slíkri stöð. — Vegna þrengsla varð að gera þar mikla uppfyllingu. Grjót til bygginganna varð að sækja inn í land og til þess þurfti að leggja 30 mílna (nær 50

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.