Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 673 börn. Margt af þessu fólki hafði ferðazt tvser eða þrjár dagleiðir til þess að fá að sjá Nehru. Ég heyrði að einn af leynilögregluþjónunum sagði: „Nú vildi ég að hamingjan gæfi að gjallarhornin sé í lagi, því að annars verður hann óður.“ Nehru hóf ræðu sína. Hann talaði upp úr sér, eins og hann er vanur þegar hann flytur tækifærisræður og mælti á tungu Hindúa. Hann lýsti yfir því, að sér væri mikil ánægja að því að vera kominn til Rajasthan, því að þetta land væri nafntogað fyrir listir, þjóðlega menningu og frelsisást. — Hann brýndi fyrir mönnum að mikið starf væri fyrir höndum og bað menn vinna saman í eindrægni innbyrðis og af fullri hollustu við lýðveldið. Hann talaði blátt áfram og stillilega. Að ræðunni lokinni urðum vér svo að brjótast í gegn um mannfjöldann til þess að kom- ast til hallarinnar, þar sem Nehru var búin veizla í hallargarðinum. Garðurinn var allur uppljómað- ur af rafmagnsljósum, er komið var fyrir í laufi trjánna. Þarna voru gosbrunnar og hljómsveit og löng veizluborð á grænni flöt. Engir áfengir drykkir voru á borðum. Menn voru stilltir og ró- legir, nærri því óframfærnir. Nehru hefur haft þessi áhrif á veizlugesti, því að sjálfur er hann óframfær- inn meðal ókunnugra. ---- ★ ----- Klukkan sex næsta morgun var lagt á stað í flugvélinni og nú var flogið til Jaisamler. Tilsýndar var hún eins og gríðarmikil grjót- dyngja. Tré sáust þó á stöku stað, en hvergi vatn. Þarna er forn kast- ali, reistur á 12. öld. íbúarnir eru um 8000, og allir voru þeir komnir til þess að taka á móti Nehru. — Glæsilegir litir voru á búningum fólksins og stungu þeir mjög í stúf við hið gráa umhverfi. Eftir venjulegar móttökur og ræðuhöld, var efnt til kappreiða á úlföldum. Að þeim loknum steig Nehru á bak þeim úlfalda, er sigrað hafði og skokkaði í kring um höll- ina, mjög alvarlegur og vandræða- legur á svip. Skömmu seinna var haldið á stað aftur. Nehru settist við glugga í flugvélinni og horfði um hríð á fólkið, sem þyrpzt hafði þarna að til þess að horfa á burtför hans og beið og beið í steikjandi sólarhit- anum. Ég heyrði Nehru segja hálf- hátt við sjálfan sig: „Þarna standa þeir, og hafa ekkert breytzt í þús- und ár.“ Næsti viðkomustaður var Uda- ipur, sem kallaður er aldingarður Rajasthan. Þar eru stórir trjálundir og tilbúnar tjarnir í lægðum milli grænna hæða. Þarna á flugvellin- um beið okkar sá einkennilegasti maður sem ég hef séð. Hann var bæði gamall og lítill. Búningur hans var þannig að hann var í enskum jakka, sem var honum allt of stór og náði niður fyrir hné, en á höfðinu var hann með skrautleg- an túrban. Svo var hann í nær- skornum hvítum buxum og með il- skó á fótum og voru þeir ekki stærri en á fimm ára barn. Þetta var hans hágöfgi Maharajpramukh. Hann sat í burðarstóli með himni yfir, en að baki hans stóðu í hálf- hring göfugustu mennirnir í ríki hans, allir í fornum búningum eins og þeir væru komnir beint frá 16. öld. Við hlið höfðingjans sat ríkis- erfinginn og hafði á höfði eldrauð- an túrban með silfurskrauti. Þegar móttökunum var lokið, var burðarstóll hans borinn fram, en >tveir risavaxnir menn með rauða túrbana á höfði þrifu höfðingjann og fleygðu honum allhranalega að því er mér fannst, inn í burðar- stólinn. Síðan komu fjórir burðar- karlar og báru hann á stað. Við settumst upp í bíla og ókum á eftir Nehru, en hann varð að fara ákveðna leið, sem leynilögreglan hafði valið, svo að hann lenti ekki í klónum á múgnum. Þetta gramd- ist Nehru. Hann skipaði bílstjóra sínum að snúa við, og jafnharðan var múgurinn kominn utan um bíl- inn, æpandi og hrópandi af fegin- leik. Leynilögreglumaður sneri sér að mér og dæsti: „Sko, þannig er hann alltaf. Hann eyðileggur allar varúð- arráðstafanir okkar.“ Ég svaraði: „Fólkið elskar hann og ég efast um að nokkur maður mundi vilja skerða hár á höfði hans.“ En hann svaraði aðeins: „Fólkið elskaði Gandhi líka.“ Fagnaðarlátunum linnti af sjálfu sér og svo var förinni haldið áfram til nýu vatnsvirkjunarinnar, þar sem forsætisráðherrann átti að halda ræðu og leggja hornstein byggingarinnar. Nehru hóf ræðu sína, en eftir litla stund hætti hann og kvaðst ekki vera viss um að allir heyrðu til sín. Hann bað þá, er heyrðu að rétta upp hönd. Nokkrar hendur komu á loft. Þá bað hann hina, er lítt hevrðu til sín að rétta upp hönd. T>á komu allar hendur á loft. Þá varð Nehru fjúkandi reiður. Hann sneri sér að þeim, er hjá honum stóðu og þrumaði: „Getið þið aldrei gert neitt skammlaust?“ Svo hratt hann frá sér hljóðnem- unum, en fólkið æpti og blístraði. Nehru réðist nú í bræði sinni á hegrann, þar sem hornsteinninn hekk í keðju. Skyldi nú hegrinn vera í lagi? Prestarnir báðust fyrir upphátt (og allir þeir, sem báru ábyrgð á þessum útbúnaði hafa eflaust beð- izt fyrir í hljóði), og þetta hreif þannig, að allt var í lagi. Steinn- inn seig niður og fell auðveldlega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.