Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 2
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS r 518 álmunnar, en þar hefur verið kom- ið fyrir til bráðabirgða vatnsböð- um. Næsta verkefnið er að byggja viðbótarálmu, sem rúmi minnst 40 sjúklinga og fullkomna baðstofu fyrir vatns- og leirböð og ef til vill fleiri tegundir baða. Er mikill áhugi fyrir að koma þessum fram- kvæmdum í gang hið allra fyrsta, en fjárskortur mun verða Þrándur í götu, — í bili, en ábyggilega ekki nema í bili, því N.L.F.Í. á fjöl- marga velunnara, sem munu ýta málinu fast fram til sigurs fyrr en varir. ÞARNA GLTL R ÖLLUM I IÐFÐ VE-L Hælið tók til starfa 24. júlí s.l. og var þá þegar fullsetið. Það var og þá að undirritaður ásamt konu sinni fluttist þar austur til nokk- urra vikna gistingar. Dvölin varð í bili 5 vikur fullar og varð hún okkur hjónum engin vonbrigði. Menn hafa margsinnis spurt mig hvort hægt sé að lifa á þessu fæði eingöngu, sem þarna er á boðstól- um, og hvort menn séu ekki alltaf svangir. Það er rétt, að fyrir þann, sem ekki er vanur þessu fæði, hlýtur það að kosta nokkurt erfiði og sjálfsafneitun að neyta þessa ein- göngu, en það held ég taki ekki nema nokkra daga að „læra átið“, eins og sagt er um lömbin. Ég hafði nokkra reynslu af grænmet- ísáti og þurfti því enga sjálfsafneit- un að sýna. Og mér fannst ég aldrei wa virkilega svangur mílli mál- tíða. Þarna er ekkert kjötmeti, eng- inn fiskur, ekkert kaffi. Vínnotkun í hverri mynd sem er, er stranglega bönnuð. Einnig eru tóbaksreyking- ar bannaðar bæði inni og á stétt- um utan við hælisbygginguna. Þessar vxkur, sem ég var þarna, var þessum reglum vel fylgt. Þarna getur Öllum Ixðdð vel, sem heilbrigðir eru. En þangað leita að- eins þeir, sem þurfa bót meina sinna, og mörgum mun sjálfsagt finnast batinn hægfara, en gleyma oft að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Hinn landskunni læknir Jónas Kristjánsson er þarna hælislæknir, enda faðir náttúrulækningastarf- seminnar á íslandi. Býr hann nú þarna í hælinu hálf níræður og getur hlaupið eins og ungur maður ennþá, enda þótt hann hafi yfir hálfa öld stundað læknisstarfið og lengi i erfiðum læknishéruðum úti á landsbyggðinni. Það vildf svo óheppilega til, að emmitt þettá sumar, sem hælið hóf starfsemi sína þarna austurfrá, er sjálfsagt það rigningasamasta, sem menn muna. Gerði það dvöl- ina ekki eins ánægjulega sem skyldi. Velflestir dvalargestirnir voru það rólfærir, að þeir hefðu getað gengið úti sér til hressingar, en tíðin bannaði það allajafna. Þarna dvaldist fólk víðsvegar af landinu, en flest þó úr Reykjavík, og kvillarnir margvíslegir, gigtin almennust. Mér virtist að flestir hefðu þarna of skamma dvöl, og af þeim orsökum minni árangur en ella. En ég hygg að meginástæða fyrir of skammri dvöl þama, hafi verið sú, að sjúkrasamlög taka ekki þátt í kostnaði sjúklinga á hæli þessu. Þetta verður að breytast og er Trvggingarstofnun ríkisins til vansæmdar. Má henni ekki haldast það uppi, að neita afdráttarlaust öllum um fyrirgreiðslu á hæHnu. Veit ég um 2 sjúkrasamlög, sem munu hafa tekið þátt i kostnað- inum. Þá mætti ætla að ríkið styrkti þessa byggingu sem hvert annað sjúkrahús, en svo hefur ekki verið ennþá, en ég veit að forráðamenn- irnir rnunu treysta á skilmng hátt- virts Alþingis, og eigi muni langt að bíða að rétt hjartalag þeirra ráði, góðu máli til gagns. Lítils háttar hjálp mun Alþingi hafa veitt til að koma byggingunni upp, en meira skal til, ef rétt á að vera. FRÓÐLEGUR FYRIRLESTUR Til þess að gera dvalargestum eitthvað til dægrastyttingar eða tilbreytingar, er haldin kvöldvaka á hverju föstudagskvöldi. Er hún borin upp af lækninum fyrst og fremst, dvalargestum sjálfum stundum, eða fengnir góðir gestir úr nágrenninu, þvi í Hveragerði búa nokkrir andans menn, saman- ber nefnið „Skáldabraut“, sem fékk nafnið af viðbygg.jendum gotunnar. En merkilegasta erindi á kvöldvöku þau kvöld er ég var, var flutt af dönskum bónda, sem dvaldist nokkra daga i Hveragerði í tjaldi, ég held alla dagana í slag- viðrisregni, en sem þó hafði fengið ást a gamla Fróni, og ætlar að koma aftur á sömu slóðir næsta ár. Hann er mikíll talsmaður nátt- úrulækningastefnunnar, og þá einnig að rækta bæði jurtir og ávexti til eldis bæði mönnum og húsdýrum á réttan hátt. Hann er hræddur við ofnotkun hins tilbúna áburðar og sagði skemmtilega sögu af rannsóknum, sem gerðar voru fyrir nokkru í Danmörku. Tilrauna -maðurinn sóði í 3 reiti bæði kál- plöntum og ávöxtum. Notaðar voru 3 tegundir áburðar, ein var venju- legur réttblandaður tilbúinn áburð -ur, önnur var húsdýraaburður, þriðji var heimalagaður, svonefnd- ur „Kompost“-áburður. sem nu er viða framleiddur i sveitum erlend- is. Hann samanstendur af jurta- leifum, alls konar úrgangi frá bú- unum o. m. fl., er látinn verða órs- gamall og er, ef rétt er á haldið, talinn hinn bezti áburður, sem völ er á. Uppskera úr reitum þessum varð misjöfn að gæðuœ. Fyrst er þess að geta, að kvikxndx þau, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.