Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 7
ar, en þó eru aðrar sameindir miklu þjmgri. f einni sameind af fitu eru allt að 170 frumeindir og sameindarþungi þeirra er nær 900. Nú getum vér snúið oss að líf- efnis sameind og hvernig hún er t. d. í samanburði við fitu og syk- urs sameindir. En þá ber þess að gæta að til eru óteljandi lífefnis sameindir, en vér getum tekið líf- efni, sem fyrirfinnst í mjólk og hefir verið rannsakað allítarlega. í einni sameind er þar eigi minna en 5941 frumeind, þar af 1864 kol- efnis frumeindir, 3012 vetniseind- ir, 576 súrefniseindir, 468 köfnun- arefniseindir og 21 brennisteins- eind. Sameindarþunginn verður þá um 40.000, eða um 45 sinnum meiri en fitusameindar og 120 sinn- um meiri en sykur sameindar. Er þá rétt að taka þetta lífefni til samanburðar? Ónei, það er of létt. Að meðaltali hafa lífefnasam- eindir þungann 60.000, og mörg eru miklu þyngri. Sumir vírusar eru lífefna sameindir, bar sem þunginn er talinn í milljónum, jafnvel hundruðum milljóna. Til eru sameindir, sem eru eins þungar og lífefni, en gera þó ekki sama gagn og lífefna sameindir. Til dæmis má taka cellulose í timbri. Sameind þess er mjög þung, en það gerir þó ekki annað gagn en herða efnið, sem umlvkur hinar lifandi frumur stofnsins. Annað efni, sem nefnt er glvcogen og finnst í lifrum dýra, hefir mik- inn sameindarþunga, en það gerir þó ekki annað en viðhalda bruna í líkamanum. Á hinn bóginn hafa lífefnin óteljandi hlutverkum að gegna fyrir líkamann. Ef cellulose og glycogen verða fyrir áhrifum af sérstökum sýrum, leysast sameindirnar upp í minni eindir, og þessar minni eindir eru hinar sömu hjá báðum. Það eru glucose-sameindir, en glucose er sykurefni, sem finnst í blóði. Með LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • r öðrum orðum: cellulose sameindin er eins og keðja af glucose-sam- eindum, sem festar eru á band eins og hverjar aðrar perlur, og glyco- gen er eins og keðja úr samskonar perlum, sem aðeins er raðað á ann- an hátt. Gagnsemi cellulose og glycogen virðist því takmarkast af því að sameindimar eru eingöngu úr samskonar eindum. Þetta á og við um aðrar þungar sameindir (nema lífefna eindirnar), því að þær eru oftast nær úr einu og sama efni, en þó stundum tveimur. Þegar lífefni verða fyrir áhrif- um af sýrum, leysast sameindirn- ar líka upp í minni eindir. Þessar minni sameindir eru kallaðar am- ino-sýrur, og þær eru mjög mis- munandi. Það eru til um 20 mis- munandi aminosýrur, en eðlis- þungi sameinda beirra er frá 90 —250. Það má blanda þeim sam- an, en hvernig sem farið er að þá mvnda þær lífefni. Á hve margan hátt er þá hægt að mynda lífefni þannig? Að með- altali munu vera um 500 amino- sýru sameindir í hverri lífefnis sameind, en vér getum byrjað með minna. Setjum svo að vér höfum aðeins tvennskonar aminosýrur, og getum vér þá kallað bær a og b. Þær er hægt að sameina á tvenn- an hátt: ab og ba. Ef vér hefðum þrenns konar amino svrur, a, b og c, má blanda þeim á sex vegu: abc, acb, bac, bca, cab og cba. Ef vér hefðum ferns konar sýrur, má blanda beim á 24 vegu og þetta margfaldast eftir því sem tegund- um fjölgar. 10 mismunandi amino sýrum má blanda á 3.500.000 vegu, og 20 má blanda á 2.500,000,000,000, 000.000 vegu. En nú eru í lífefnis sameind að meðaltali 500 aminosýrur (þótt ekki sé þær allar sérstæðar), en þeim má blanda á svo marga vegu að útkoman yrði að teljast með 1 og 600 núllum á eftir. En þetta er nr- 623 hærri tala en á öllum frumeindum í heiminum. Þegar þess er nú gætt hve fjöl- breytnin getur orðið óendanlega mikil í því hvernig aminosýrum er raðað saman, þá þarf engan að undra að líkaminn hefir yfir að ráða mörgum tegundum lífefna, sem hvert hefir sitt sérstaka hlut- verk, og að aldrei getur orðið skortur á nýum og nýum tegund- um lífefna. Eins er það ekki að undra að út af slíkum sameindum geti líf sprottið. ROTTUR ¥„AÐ er löngu kunnugt, að hljóðbylgj- ¥ ur endurkastast, þegar þær reka sig á. Þetta kallast bergmál. Er nú skammt síðan að menn lærðu að færa sér í nyt þennan eiginleika hljóðbylgj- anna, svo sem með bergmálsdýptar- mælum. En náttúran hefur frá upphafi útbúið ýmis dýr með þekkingu á þessu, svo sem leðurblökur og rottur. Leðurblökur eru alltaf á ferð 1 myrkri og það hafði vakið undrun manna að þær skyldi aldrei reka sig á, þar sem þær voru á flugi í þrengslum. Með athugunum á þessu kom þaö upp að leðurblökurnar reka upp hljóð, sem eru svo hástemmd, að mannlegt eyra heyrir þau ekki. Þessi hljóð endur- kastast, og leðurblakan hefur heymar- tæki sem nema bergmálið. Þær vita því undir eins ef einhver hindrun er fram undan og hve langt hún er fram undan, og geta varað sig á henni. Nú hefur það komið upp úr kafinu við rannsóknir, sem gerðar voru við Kalifomíuháskóla, að rottur eru sama hæfileika gæddar. Þær sjá ekki f myrkri, eins og áður var haldið. heldur er það heyrain, sem leiðbeinir þeim. Þótt rottur væri blindaðar gátu þær farið allra sinna ferða fyrir því. En ef eitthvað var sett í hlustir þeirra, svo að þær gétu ekki heyrt, ráku þær sig alls staðar á, enda þótt sjónin væri í bezta lagi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.