Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 11
W tESBÖK MOEGUNBIIAÐSINS JM CMC^CU/CL ( n. LEIKAR OG LEIKFÖNG F VÉR viðurkennum að leikar sé starf barnanna, þá leiðir af sjálfu sér, að leikföngin eru áhöld þeirra. Ef vér skiljum svo ennfremur, að leikur barnanna er látalæti frá sjónarmiði full- orðinna, þá skiljum vér einnig að leikföngin þurfa ekki að vera regluleg verkfæri, eins og verk- færi inna fullorðnu. Flest börn fá of mikið af leik- föngum. Mörg af þessum leik- föngum eru ekki góð verkfæri handa þeim. Þeim er ætlað alveg ákveðið hlutverk í stað þess að þau eiga að vera til margra hluta nytsamleg. Leikföng bamanna verða að vera mismunandi eftir aldri þeirra, og mismunandi eftir því hvernig á að nota þau. Hvort leikfang nær tilgangi sínum sést bezt á því hvort það fullnægir kröfum barnsins og hvort það þroskar hugmyndaflug þess og áhuga. Frá sjónarmiði barnanna á leikfang ekki að hafa neinn ákveðinn tilgang, heldur sé hægt að nota það í margs konar til- gangi. Leikfangið er þeim mun betra sem bamið getur breytt oftar um hlutverk þess. Ef eitt- hvert leikfang getur einu sinni verið skip, öðru sinni hús, eða borð eða stóll, eða þá bíll, sleði, rúm o. s. frv., þá er það mörgum sinnum betra en leikfang, er að- eins getur verið eitt aí þessu. Margbreytileikinn í notkun þess, hæfileiki þess til þess að skifta um hlutverk í hug og höndum barnsins, er höfuðkostur. Þegar foreldrar velja leikföng handa börnum sínum, ætti þeir að byrja á því að líta á það frá sjónarmiði barnsins. Þeir eiga ekki að fara eftir því hvað þeim sjálfum finnst fallegast, því að gildi leikfangsins er algjörlega undir því komið hvernig barninu tekst að nota það. Falleg leik- föng geta verið alveg gagnslaus, vegna þess að þau fullnægja ekki þeim kröfum, sem bamið gerir til leikfangs. Pluto. Hann heldur að Marz hafi orðið fyrir árekstrum af loftstein- um eða smástirnum, og að græni liturinn stafi af gróðri, sem hefur náð að þroskast í skjóli gíganna, sem af þesum árekstrum hafa myndazt. Dean B. McLaughlin prófessor í stjörnufræði við háskólann í Mic- higan hefur nýlega komið fram með þá tilgátu, að þessir dökkvu blettir á Marz muni vera eldfjalla- aska, sem hefur fokið saman. En þetta fær trauðla staðizt, eða hvern -ig ætti vindar að feykja eldfjalla- ösku saman á svo stóru svæði, en láta óhreyfðan rauða sandinn á eyðimörkunum allt um kring? Hvernig stendur á því að rauði sandurinn berst ekki yfir þessa fláka og þekur þá alveg? Og hvem- ig stendur á því að þessir flákar stækka og minnka allavega? Og svo höfum vér engar sannanir fyrir því að nokkur eldfjöll sé til á Marz. Sumir vísindamenn halda því fram, að eldgos geti ekki átt sér stað á hnöttum, sem eru undir ákveðinni stærð. Marz er rétt á takmörkum þessa. Ég fæ ekki betur séð en bezta skýringin á hinum grænu blettum á Marz sé sú, að grænn gróður geti skotið kollinum upp úr rauðum sandinum á vissum tímum. Um 5/8 hlutar af yfirborði Marz er eyði- mörk á borð við Sahara. Og rann- sóknir, sem gerðar voru 1954, sýna að mestur hluti yfirborðsins er þak- inn ryki eða sandi. Svo mikil vatns- þurð er þar, að á meiri hluta hnatt- arins eru engin lífsskilyrði fyrir gróður. Það er aðeins á hinum blá- grænu blettum, er koma fram á sumrin og eru í námunda við vætu frá heimskautinu, að litaskiftf verða á yfirborðinu. Allt það, er vér vitum um Marz, bendir til hrörnunar, og að þessi grænu litbrigði sé vottur um lífið, sem þar er að fjara út og hverfur bráðum. Og þarna sjáum vér hvernig einhverntíma mun fara fyrir jörðinni. - i. -Jt ■ Íl -i.'lÍÖL. ÍS. I jíi Verkfall endar með ósköpum t VETUR sem leið, nánara tiltekið 9. febrúar, hófst allsherjar verkfaU í Sierra Leone á vesturströnd Afriku. Kröfðust verkamenn hærri launa. Ann- ars hafði verið vinnufriður þar í landi í nær 30 ár. Þegar daginn eftir notuðu stjómleys- ingjar og óaldarlýður sér það að hefja óspektir í höfuðborginni Freetown. I skjóli verkfallsins. Æstu þeir múginn til ofbeldisverka og var gerður að- súgur að lögreglunni og var barizt heilan dag. Múgurinn kveikti í lög- reglustöðinni, drap einn lögregluþjón og náði öðrum á vald sitt. Síðan var ráðizt með grjótkasti á glugga, götu- ljósker og bíla. Götur voru rifnar upp svo að vatnsveita borgarinnar eyði- lagðist og borgin varð vatnslaus. Múg- urinn réðist inn í sölubúðir til rána. Komu menn þaðan með fullt fangið af alls konar vörum, en urðu þá fyrir árásum félaga sinna og varð harður bardagi út af ránsfengnum. f þessum æðisgengnu látum særðust 100 menn svo, að flytja varð þá í sjúkrahús, en 17 þeirra dóu. Skothríð kvað stöðugt við í borginni og varð þetta ekki stöðv- að fyr en herlið var kvatt á vettvang. Tjónið var þá metið um 8 milljónir króna. Þegar svo var komið leizt verkfalls- mönnum ekki á blikuna. Þeir aflýstu verkfallinu „til þess að sýna stjóm- inni og þjóðinni, að vér eigum enga hlutdeild í þessum óspektum og hrjrðju -verkum".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.