Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 2
102 " LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er þvi ekld ósennilegt að mönnum hafi fundizt höfundar Elisabetar- tímans, svo sem Shakespeare og hans líkar, full skáldlegir og há- stemmdir, líkingamál þeirra of íburðarmikið og hin frjálsa með- ferð þeirra á enskri tungu ekki í samræmi við hinar ströngu kröfur tímans um nákvæmni í því efni. Það er því um langt skeið allhljótt um Shakespeare og verk hans í Englandi og ekki fyrr en líða tekur á 18. öldina að menn fara aftur að gefa skáldritum hans verulegan gaum. Og það er fyrst með róm- antisku stefnunni, að Shakespeare öðlast þann öndvegissess í heims- bókmenntunum, sem honum bar og hann skipar enn með tvímælalaus- um rétti. Utan Englands er hið sama að segja um viðhorf manna til Shake- speares á átjándu öldinni. Menn lásu verk hans og dáðust að snilli hans, en það var ekki fyrr en á síðari tugum aldarinnar að farið var að þýða verk hans á erlendar tungur. í Þýzkalandi eru það höf- uðskáldin Goethe og Schiller og einnig Wieland og Schegel, sem þýða hann, en á Norðurlöndum kemur fjnrsta þýðingin á heilu leik- riti eftir hann (Hamlet) út í Kaup- mannahöfn árið 1777. Þá kemur út í Þrándheimi 1782 kafli úr Júlíusi Cæsar og úr Coriolanusi í Gauta- borg 1796. Eftir aldamótin 1800 koma út á Norðurlöndum ýmsar þýðingar á ritum Shakespeares og' eru þeirra merkastar- þýðingar Pet- ers T, Försoms og P. F, Wulffs á harmleikjunum, er komu út á ár- unum 1807—18 og þýðingar C. A. Hagbergs, prófessors í Lundi í Sví- þjóð, er komu út a árunum 1847— ’51. Á árunum 1861—73 kom svo út aukin og endurbætt útgáía af þýð- ingum þeirra Försoms og Wulffs, er Edvard Lembcke sá um. Breytti Lembcke lítið þýðingum þeirra Forsoms í þessari útgáfu, en hms vegar bætti hann við þýðingum eftir sjálfan sig á þeim leikritum Shakespeares, er vantaði í fyrri út- gáfuna. En því er þessara dönsku og sænsku þýðinga getið hér, að íslenzkir Shakespeare-þýðendur, — að minnsta kosti hinir eldri, — hafa mjög stuðzt við þær þýðingar. II. EKKI verður neitt ixm það sagt með vissu, hvenær íslendingar kynnast fyrst skáldritum Shake- speares, en vafalaust hafa íslenzkir menntamenn og námsmenn í Dan- mörku orðið fyrstir til þess, eftir að farið var að gefa skáldinu gaum í landi þar og þýða verk þess á dönsku. Ekki virðist Shakespeare þó hafa haft djúptæk áhrif á hugi íslendinga fyrst i stað, því að hvergi er nafns hans getið í ritum eða bréfum íslenzkra manna allt fram undir aldamótin 1800 eða næstu ár þar á eftir og ekki voru til nein rit hans í bókasöfnum hér á landi á þeim tímum, svo vitað sé. — En úr þessu fara íslendingar að gefa skáldskap Shakespearos nokkurn gaum. Vitað er, að Bjarni Thorarensen þekkti rit hans og haíði á þeim miklar mætur. Þá mun og Bjarni amt.maður Thor- steinsson, faðir Steingríms skálds, hafa átt rit Shakespeares, líklega í þýðingu P’örsoms og Grímur Thomsen, sem var gagnkunnugur enskum bókmenntum, var mikill aðdáandi Shakespeares og skipar honum öndvegi meðal brezkra skálda.. Ekkert þýddi Grímur þó eftir Shakespeare, en Gísli Brynj- ólfsson og síðar Steingrímur Thor- steinsson þýða báðir nokkur ljóð úr leikritum hans. Þjóðskáldin Steingrimur Thor- steinsson og Matthias Jochumsson hófust fyrstir handa um þýðingar á leikr.itum Shakespeares. Re.ið Steingrímur á vaðið mest fyrir áeggjan Matthíasar, því að x bréfi dags. 15. apríl 1863 hvetur harm Steingrim til að þýða einn eða tvo leiki t .d. „Macbeth eða Otelló, eða þá hvað helzt The Merchant of Venice....“ Ekkert þessara leik- rita þýddi Steingrímur þó, heldur tók hann að þýða Lear konung og mun hann hafa lokið því verki um mitt sumar 1864. En ekki kom sú þýðing þó út fyrr en 1878. Þess má geta, að Matthias hafði um svipað leyti og Steingrímur byrjað að þýða Lear konung, en þegar hann verður þess áskynja að Steingrím- ur sé að þýða leikinn, leggur hann sína þýðingu á hilluna. — Ekki þýddi Steingrímur nema þetta eina leikrit eftir Shakespeare og hafði hpnum þó tekizt þýðingin snilldar- vel. — En nú tekur Matthías við þar sem vinur hans og skáldbróðir hættir og er bæði stórvirkur eins og hann átti skap til og afburða- snjall þýðandi. Og ekki ræðst hann á garðinn þar sem hann er lægstur, fremur en Steingrímur, því að hann þvðir nú hvern af öðrum fjóra stórbrotnustu sorgarleiki Shakespeares, fyrst Macbeth, er gefinn var út 1874 með efnisskýr- ingum og athugasemdum eftir Steingrím Thorsteinsson, þá Ham- iet, útgefmn 1878, með athuga- semdum þýðandans. því næst Ot- helló, er kom út 1882 og loks Romeó og Júlíu, er gefinn var út 1887. Þýðing Steingríms Thorsteins- sonar á Lea.r konungi er afburða- góð, sem vænta mátti um svo há- menntaðan faguríræðing og rnikið skáld, enda. er hún af sumum. talin eirr yandað.asta Shakespeare-þýð- ingin sem við eigum. — Á þvðing- um Matthíasar- er einnig frábær sniUdar.bragur, j þejm meira.dtújc1.- legt. flug og þróttur en í þýðingu Steingrims, enda var þeim ai bragðs vel tekið. Þó skrifaði Eiríkur meist- ari Magmisson í, Cambridge all- harðan ritdóm i þjóðóíf 15. og 22. desember um Othelló-þýðinguna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.