Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 7
Fullvaxinn koli syndir á hllðinni og lyppast áfram fiskurinn háttum sínum og syndir upp á rönd. En eftir tæpan mánuð er hann orðinn að reglulegum flat- fiski. Og á sama tíma hefir smám saman orðið á honum önnur breyt- ing. Vinstra augað, sem fram að þessu hafði verið á sínum rétta stað, í vinstra kjamma, fer að fær- ast til. Það leitar upp á víð og smáskríður þvert y’fir höfuðbeinið þar til það hafnar á hægri kiamm- anum, rétt hjá hægra auganu. Þetta skeður á svo sem hálfum mánuði. Þegar svo er komið, breytir fisk- urinn um sundháttu. Hann syndir ekki lengur upp og ofan, heldur fer nú að hallast á vinstri hliðina, smátt og smátt, þangað til hann leggst alveg á hana, og þá veit hægri hliðin upp með báðum aug- unum. Og í staðinn fjTir að slá sporðinum til hliðar fram og aftur og knýa sig þannig áfram, eins og aðrir fiskar gera, tekur kolinn nú upp nýa sundaðferð. Hann lippar og beygir búkinn og með því kemst hann áfram. Og þegar svo er kom- ið, er dvalartíma hans við yfirborð sjávar lokið. Hann stingur sér og kafar niður að botni. Og við sjáv- arbotn heldur hann sig svo alla ævi. Þar lifir hann síðan á smá- skeljum. Og vegna þess að hann liggur á hliðinni, þá beitir hann meira vinstra kjaftvikinu til þess að ná í fæðuna. Og ef menn athuga kola vel, muiiu þeir sjá að ténn- urnax eru miklu sterkari í honum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 Dulskynfanir Indlána j BÓKINNI „Á landamærum ann- ars heims“ eftir Findley, segir höfundurinn frá því að sér liafi þótt undarlegt að inir framliðnu stjórnendur miðilsins, sem hann hafði, voru Indíánar. Hann segist hafa spurt um hvernig á þessu stæði, og þá hefði annar svarað sér því, að þetta stafaði af því, „að þeir hefði verið spiritistar í jarðlífinu og verið í stöðugu sambandi við framliðna menn. Á jörðinni höfðu þeir lært lögmálin fyrir sambandi milli heimanna, og þegar þeir höfðu sjálfir farið inn f heim fram- liðinna manna, hefði þeim orðið auðveldara en öðrum að komast aftur í samband við jörðina." Þetta getur ef til vill verið skýring á þeim megin heldur en hægra meg- in. Það er hægri hliðin á kolanum, sem er dökk og líkist botninum, þar sem hann er, svo að öðrum fiskum, sem svnda uppi í sjó, veit- ist erfitt að sjá hann. Liturinn er því vörn kolans gegn óvinum. En vinstri hliðin, sem alltaf veit að botni, þar sem engir óvinir eru, er hvít, því að þeim megin þarf kolinn ekki á neinni hulinsblæu að halda. Hægri hliðin breytir oft um lit, allt eftir því hvernig umhverf- ið er í þann og þann svipinn, svo að segja má að kolinn sé nokkurs konar hamskiftingur. Það sem hér er sagt um kolann á við um allan annan flatfisk. Hjá öllum tegundum er þróunin og breytingamar eins. En þó er sá munur á hjá eínstaka tegund, að þar er það hægra augað, sem færist yfir í vinstri kjamman, og hjá þeim snýr þá hægri hliðin niður. þeirri sögu, sem hér skal sögð og vottfest er af kanadiskum lögreglu- mönnum úr riddaraliðinu (Royal Canadian Mounted Police) Sagan hefst á heimili Indíána hjá Assiniboine-ánni. Þetta var á rnið- vikudegi. Konan sendi sex ára gamlan son sinn niður að ánni til þess að sækja vatn, en hann fell í ána og drukknaði. Lík hans fannst ekki, hvernig sem leitað var. Lög- reglan gekk í leitina, en henni varð ekki meira ágengt en öðrum. Svo var það laugardaginn næsta, eða þremur dögum eftir að slysið vildi til, að þangað kemur indíánsk- ur „kunnáttumaður" frá Sandy Bay. Hann gekk undir. nafninu Louis Prince og hafði tekið kunn- áttu sína í arf frá forfeðrunum. Hann var nú fenginn til þess að reyna að komast eftir því hvar lík drengsins væri niður komið. Hann fór til heimilis foreldra drengsins og helt þar nokkurs konar miðils- fund með öðrum Indíánum. Sögðu þeir að honum hefði tekizt að ná sambandi við anda, og hefði þeir heyrt þegar hann talaði við þá. Að fundinum loknum skýrði Prince svo frá, að lík drengsins mundi finnast í ánni „sex hlykkjum neð- ar“ og væri þar fast í trjárótum. Lögreglumönnunum var kunn- ugt um, að Indíánar vita oft Iengra nefi sínu. Þeir töldu þetta því ekki eintóma hjátrú og hindurvitni, eins og mörgum hefði hætt til, heldur gengu þeir niður með ánni, töldu á henni sex hlykki, og þar fundu þeir svo lík drengsins flækt í viðar- rótum, eins og spámaðurinn hafði sagt. Sagan er tekin eftir blaðínu „Leader-Post“, sem gefið er út í Regina í Saakatchevan-háraði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.