Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 12
112 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS grænmeti entist frain undir iö sið- afita. Og eftir að fór að veiðast var fiskur alltaf á borðum. Hver mað- ur fær fjórar bjórfiöskur í ferð, og eru honum afhentar þær sólar- hring eftir að farið er frá Hull. Annars er ekkert áfengi um borð — nema í vetrarferðunum, því að þá fær hver maður hálfa flösku af rommi til ferðarinnar. Og hver maður getur fengið tollfrjálst tóbak og sígarettur, áður en lagt er úr höfn. Meðan á veiðum stóð vorum við alltaf um 25 sjómflur norðaustur af Bjarnarey, en við vorum svo sem ekki einir. Þar voru um 50 aðrir togarar, brezkir, færeyskir, fransk- ir, þýzkir, hollenzkir, norskir og rússneskir. Rússar eru nýlega byrjaðir á því að veiða á djúpmiðum. En síðan stríðinu lauk hafa þeir eflt mjög fiskiflota sinn. Þeir hafa eigi að- eins smíðað togara sjálfir, heldur hafa þeir látið smíða togara fyrir sig í Þýzkalandi, á Norðuriöndum og í Englandi. Rússar ætla sér að veiða 750.000 smálestir af fiski ár- lega á Hvítahafsmiðum. Og vegna þess að þeir vilja ekki hafa áðra þar, hafa þeir á þessu ári takmark- að mjög veiðisvæði fyrir togara okkar. Árið 1951 ákváðu Norðmenn að hafa hjá sér 4 mflna landhelgi, og er landhelgislínan dregin fyrir ut- an öll nes. Þannig er erlendum tog- unxm bannað að veiða inni í fjörð- um, enda þótt þeir gæti verið þar margar mflur frá sjálfri ströndinni. Og svo komu íslendingar og færðu út landhelgi sína í maí 1952, og það sárnar skipstjórum okkar mest af öllu. Íslendingar settu hjá sér 4 mílna lanc|helgi i stað þriggja áður, og þeir drógu landhelgislínuna þvert yfir firði, nesjanna á milli, og af því leiðir að þar nær landhelgin sums staðar 25 sjómílur út frá ströndinni. Þessi nýa landhelgi flæmir okkur frá mörgum ágæt- um fiskimiðum, svo sem í Faxaílóa, Breiðafirði og Húnaflóa, þar sem Englendingar tóku fyrstir manna upp veiðar. Sjómenn vorir eru mjög gramir út af veiðibanninu og inum háu sektum, sem íslendingar hafa á- kveðið. Sjómennimir benda sér- staklega á, að brezkum togurum sé ekki leyfilegt að hleypa undan ofviðri iim fyrir landhelgi, nema því aðeins að öll veiðarfæri séu búlkuð. Þess vegna kjósa brezkir togarar heldur að hafast við úti á hafi, þótt fárviðri sé, heldur en eiga á hættu að vera sektaðir um 3000 sterhngspund og láta gera upptæk öll sín dýrmætu veiðarfæri. Brezkir togaraeigendur hafa svarað þessu með því að banna ís- lenzkum togurum að setja fisk á land í Englandi, og hafa þar með svift þá helzta fiskmarkaði þeirra. En þeir eru fúsir til að afnema þetta bann, ef íslendingar vildu að- eins hverfa frá inum ströngu veiði- takmörkunum. En það sem brezkir togaraeig- endur vilja, er að sett sé alþjóða ákvæði um sanngjarna landhelgi og veiðireglur alls staðar. Svo mörg eru þau orð. En skrítið er hve fáum orðum er farið um 12 mílna landhelgi Rússa, en býsnast út af 4 mflna landhelgi ís- lendinga, og með rangfærslum. SAMANBURÐUR Maðurinn er 100 sínnum stærri en salamandra; salamandra er 100 sinnum stærri en gerill; gerill er 100 sinnum stærri en mænusóttar- sýldlhnn, og hann er aftur 100 sum- um stærn heldur en atom. Skjaldbökuiell í FYLKINU Alberta í Kanada er fjaU nokkurt, sem nefnist Skjaldbökufell, eða aðeins Skjaldbaka, Nafnið er kom- ið frá Indíánum, þeir sögðu að fjallið mjakaðist hægt áfram, eins og skjald- baka. Og aldrei þorðu þeir að tjalda í nánd við það þegar þeir voru á ferða- lagi þarna, vegna þess, sögðu þeir, að fjallið mundi detta. Ekki er nú gott að vita hvað Indíán- ar hafa haft fyrir sér i þessu, en árið 1903 varð þarna ógurlegt skriðuhlaup. Stór hluti fjallsins — sjötíu milljónir smálesta, gizka menn á — hljóp fram og hentist niður í dalinn. Þar var þá kolanámuþorp, sem Frank hét og áttu 600 menn þar heima. Hrap fjallsins kom beint á bæinn og kaffærði hann gjörsamlega, en 89 menn fórust og fjölda margir hlutu mikil meiðsl. — Kolanáman og járnbraut, sem þar var hurfu undir grjótdyngjuna og einnig 300 hektarar af ræktuðu landi. Nokkrum árum seinna var þorpið endurreist á öðrum stað skammt það- an. Og nú eru menn hræddir um að sömu ósköpin muni endurtaka sig. — Hafa að undanförnu heyrzt dunur og dynkir i fjallinu, og stundum hefir verið óhugnanlegur rykmökkur efst í því, en það er 4000 feta hátt. Þorps- búar eru því ekki í rónni, og vegna ótta þeirra hafa jarðfræðingar verið sendir þangað til þess að athuga hvort hætta sé á ferðiun, en varðmenn úr riddaraJögreglunni (Royal Canadian Mounted Police) hafa haldið vörð þar dag og nótt, til þess að geta aðvarað þorpsbúa, ef nokkur hætta er á ferð- um. — GIFTINGAR OG BÖRN Það er um að gera að fólk giftist snemma, ef það vill eiga börn, segir dr. Fred A. Simmons við Harvard háskólann. Rannsóknir sýna þetta líka.' Af fólki, sem giftist innan 24 ára, eru aðeins 4% af hjónabönd- unum barnlaus. En svo breytist þetta. Af fólki sem giítist á aldrin- um 25—29 ára eru 10% af hjóna- böndunum barnlaus, á aldrinum 30—34 ára er talan 16%, á aldrinum 35—39 ára er talan 31% og á aldr- inum 40—45 ára er talan 63%.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.