Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 4
41L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bílstjórinn kvaðst hafa verið í stöðugum ferðum með forvitna ferðamenn, sem vildu fá að sjá gosið. Hann kvaðst hafa grætt svo vel á þessu, að hann hefði getað keypt sér nýan bíl. Einu sinni sást hvalavaða í grennd við eyna. Margir bátar lögðu á stað til að reyna að reka hvalina á land, eða komast í færi við þá. Um þær mundir var gosið í algleymingi. Sjórinn var grænn af gosösku og brennisteini langt út. Hvalirnir lentu inn í þennan grugguga sjó og urðu villtir og hreyfðu sig ekki. Fleiri bátar komu á vettvang, og ekki er að orðlengja það, að þarna skutluðu þeir 19 stóra hvali og komu þeim á land. Bátarnir voru fullir af ösku, en karlarnir voru kátir. En hinir voru miklu fleiri, sem höfðu misst ailt og komizt á von- arvöl Stjórnin lét flytja burt fólk- ið af gossvæðinu. Flest af því átti kornbirgðir, sem endast því fram í september, en hvað tekur þá við? Fólkið hefir reynt að moka ösk- unni út úr húsum sinum, svo að það geti flutt í þau aftur þegar um hægist. En akrarnir eru eyðilagð- ir. Fyrstu fimm dagana fylgdi gos- inu svo mikið salt, að það verða tvö ár þangað til því hefir skolað aftur burt úr jarðveginum. Bandaríkjamenn sendu matvæli hingað, og þess vegna þarf enginn að svelta. Eg kom í skóla þar sem voru 30 börn og þar var stórc geymsluherbergi fullt af amerísk- um mat. í Portugal hafa farið fram samskot og páfinn hefir gefið fé til hjálpar, svo að stjórn eyanna getur miðlað þeim, sem ekkert hafa. Hún fær mönnum vinnu og borgar þeim venjulegt kaup, 20 es- cudos á dag (það samsvarar um 23 kr. íslenzkum). Kennslukonan í skólanum sagði mér að börnin hefði ekki náð sér eftir það áfall er gosið hófst. Þau væri síhrædd og óttuðust að eyan mundi sökkva. Sjálf kvaðst hún ekki vera hrædd við gosin, en hún væri hrædd við öskuna, sem sífellt hlóðst niður og færði hús og akra á kaf. Sá ótti var ekki ástæðulaus. Viku seinna varð allt fólkið í þessu þorpi að flýja. BRÉF Gubbrands biskups um hindurvitni BRÉF ÞETTA ritaði Guðbrandur biskup Þorláksson 20. marz 1612, og var hann þá sjötugur að aldri: — Fyr meir, þá Jón heitinn lögmað- ur helt Þingeyraklaustur, fór Jón Jóns- son á Helgavatni með drauma, vitranir og spáfarir, hvar af nokkrir hneiksluð- ust og heldu hans drauma fyrir guð- legar og sannar opinberanir, hvað menn þó vita að ei eru nema djöfuls- ins missýningar. Nú kemur enn fyrir mig, að hinn sami Jón kemur upp með enn annáð sérlegt, það ekki er sam- hljóðandi við guðs orðs kenningar, um álfamenn og annað þvílíkt. Og sé þetta sannfregið, þá hæfir ekki að slíkur sé liðinn í kristilegri samkundu, ef hann vill ekki af slíku láta. Ekki hæfir og heldur að honum sé þar byggt í miðri sveit. Hafi hann svo mikil mök og slíkt við álfamenn eður huldufólk, hví gefur hann sig þá ekki til þeirra? Það á ekki saman að hann haíi samlag við kristilega kirkju og kristna menn, og djöfla eður álfafólk. Hér fyrir áminni eg ennnú áðurnefndan Jón að hann leggi af slíka forneskju, og láti sér nægja guðs orð það fyrir honum er kennt og prédikað, og hann sjálfur les og veit. En verði hann að því kunnur eður sannur hér eftir, þá hæfir ekki að honum sé gefið heilagt sakramentum. En hvað iiann fer með annað þá heyr- ir það veraldlegu valdi að straffa eftir lögum og dómi og góðra manna ráði. Bífala eg svo hans presti séra Stein- grími, að lesa þetta bréf fyrir Jóni áð- urnefndum, almennilega, við lcirkju Davíð og Salómon Eftir James Ball Naylor Já, konungurinn Davíð, sá kunni nú að lifa, og konungurinn Salómon, um hann þarf ekki að skrifa, um allar jarðir hjákonur, svo ekki verða taldar, af eiginkonum hundruð, og þær voru nú valdar. En svo kom á þá ellin, með angur sitt og kvíða, og yfirbót var sjálfsögð, hún mátti ekki bíða. Þá orti Davíð Sálmana, í sæti mjúku og hægu, og Salómon, auk Prédikarans, reit OrCsviðina frægu. Og lofðungunum þessum, sem lifðu í svalli og munuó, þeim lýtur nú öll kristnin, um ekkert þvílíkt grunuð. Svo sýnist þér að einhver sé ekki á réttum vegi, er allt að einu líklegt að hann á efsta degi hjá Davíð kóngi setjist með sæmd við hæsta borðið, þú sérð hvað það er trúlegt að þetta geti orðið. Og réttvísin er sjálfsagt í réttar komin hendur ef ráðherra sá gætir er skýtur poka-endur. KÁRI þýddi. eður á þingi, svo hann heyri, og svo líka skikka sér hér eftir og hegða, ef nefndur Jón vill ekki að sér sjá og af- láta. Þetta er mín fullkomin bífaling og þar fyrir set eg mitt vanalegt signet. Guðbrandur T. S., m. e. h. Jón Jónsson á Helgavatni í Vatns- dal, var nefndur „hinn lærði“. Hann var skáld og eru eftir hann nokkur kvæði og sum löng í Landsbókasafni. Sonur hans var Lærði-Gísli í Mel- rakkadal (d. 1670). Eftir hann eru til í British Museum skýringar á Jónsbók. Hann skrifaði og upp mörg eintök af Jónsbók „handa Strandamönnum“. Honum er og eignaður kveðskapur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.