Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 415 Hjálpræbisherinn fær mikið hrós ÞEGAR UM ÞA£) er að ræða, að hafa upp á fólki, sem hefir horfið, þá kom- ast engir leynilögreglumenn til jafns við félaga Hjálpræðishersins. Þeir eiga met allra tíma á því sviði. Hjálpræðisherinn hefir deildir starf- andi í öllum löndum heims, og eng- in alþjóðastofnun á jafn mörgum slyhg- um „leynilögreglumönnum" á að skipa. í Hernum starfa nú um 27.000 foringj- ar í 85 löndum. Arið 1954 voru þeir beðnir að reyna að hafa upp á 14.000 mönnum um allan heim, sem horfið höfðu. Þeim tókst að hafa upp á 6000. Árið 1955 voru þeir beðnir að reyna að hafa upp á 12.000 horfnum mönnum, og þeir fundu 5000. Þetta er þeim mun markilegra þar sem þeir höfðu sjaldnast neinar áreiðan- legar upplýsingar að fara eftir. í Bretlandi segjast foringjar Hers- ins að meðaltali hafa upp á 40% af því horfnu fólki, sem þeir eru beðmr að leita. Árið 1956 voru þeir beðnir um að reyna að hafa upp á 4000- mönn- um, konum og unglingum, sem horfið höfðu, en það samsvarar rúmlega helm- ingi allra þeirra sem hverfa í Bret- landi, því að talið er, að þar hverfi 20 menn á hverjum degi. Af þessum 4000 mönnum höfðu þeir upp á 1600, og fengu flesta þeirra til að hverfa heim aftur. Hinir afsögðu að fara heim og báðu að segja ekki ætt- ingjum sínum hvar þeir væri niður komnir. Ekki mátti segja annað en þeir væri á lífi og þeim liði vel. í Bretlandi heldur Herinn sérstaka skrá um þá gifta menn, sem hlaupast að heiman. Þeir eru ekki taldir með þessum 4000, sem Herinn leitaði að 1956. En á hverju ári koma 1000—1500 konur til Hersins og biðja íann að leita að mönnum sínum, sem iilaup- ist hafa að heiman. Þegar Hei'jrm hef- ir fundið mennina, reynir hann af fremsta megni að fá þá til að koma heim aftur og bregðast ekki helgustu skyldum sínum. Langoftast tekst þetta og þá byrjar nýtt og betra heimilis- líf. Oft er það þegar einhver hverfur í Bretlandi, að hann hefir farið til út- landa. Þá kemur það sér vel að Her- inn hefir bækistöðvar alls staðar á f Æðsta takmarkið SIÐALÖGMÁLIÐ hefir ekki breyzt öldum saman, að undan- teknum fáeinum smáatriðum. Það er ekki unnt að fullkomna það: annaðhvort er það eða ekki. Það er hægt að þjappa því sam- an í fáeinar siðareglur, og þær hafa birzt á ýmsum tímum, eins og af völdum einhvers krafta- verks, í Austur-, Vestur-, Norður- og Suðurlöndum heims. Og vegna þeirrar staðreyndar bera þær með sér alheims einkenni, sem stafa frá einhverju, sem er ofar mannlegri skynsemi og reynslu. Þessar reglur hljóta að vera ó- uqibreytanlegar, og framför þeirra er aðeins fólgin í út- breiðslu þeirra. Andleg hugsun, sem birtist í persónu Jesú, virðist ekki hafa vaxið, hvorki að dýpt né á yfir- borði. En við þessu var að búast, því að hún getur aðeins þróast í verum, sem hafa klifið hátt upp í hæðir siðferðilegrar fullkomn- unar. Vér höfum ekki ennþá náð slíku þroskastigi. Vér erum aug- sýnilega langt frá því. En það er eigi að síður æðsta takmark mannkynsins. Þróunin er framar öllu komin undir framförum siðgæðisins, með öðrum orðum: útbreiðslu þess til alls þorra manna, því að grundvallar hugmyndir siðgæð- isins eru algerðar og verða ekki fullkomnaðar frekar. Ef mannkynið leggur þetta erf- iði á sig, stuðlar það að vexti æðri samvizku, sem býr í haginn fyrir hinn hreina, andlega kyn- stofn, sem koma skal einhvern tíma síðar. (Stefnumark mannkyns). 4----------------------------------«> meginlandinu og eins í Kanada og Ástralíu, en þangað fer flest af þessu „strokufólki", enda er auðveldast að komast þangað og hverfa í sæg innflytj- endanna. En austan járntjalds getur Herinn ekkert gert. Oftast nær eru heldur bágbornar þær upplýsingar, sem Herinn hefir að fara eftir í leit sinni. Hér er eitt dæmi: Fjölskylda nokkur sneri sér til Hers- ins og kvaðst hafa misst sjón á únni konu úr ættinni, en hún hefði átt heirna einhversstaðar í Midlands um 1920. Þetta voru allar upplýsingarnar. Þó komst Herinn brátt að því. að konan hafði farið til Ameríku fyrir 10 árum. Og svo hafði hann upp á henni í Tor- onto. Hún þóttist fyrst ekkj vilja sjá ættingja sína, en seinna snerist henni þó hugur og fekkst til þess að skrifa heim. Önnur saga: Sextán ára drengur, sem alist hafði upp í munaðarieysingja hæli, bað Herinn að reyna að hafa upp á ættingjum sínum. Eftir langa leit fann Herinn föður hans suður í Rhode- síu í Afríku. Maðurinn hafði hlaupist að heiman áður en drengurinn fæddist og vissi ekkert um hann. En nú greiddi hann fargjald fyrir piltinn til Rhodesíu og þar beið hans allt önnur og betri framtíð en í Englandi. Þriðja saga: Stúlka, sem alist hafði upp í munaðarleysingjahæli í Midlands, fekk allt í einu óstjórnlega löngun til þess að hitta bróður sinn, sem hún hafði ekki séð síðan hún var barn. Ekki var hún viss um hvað þess: bróð- ir hét, minnti að hann hefði heitið Arthur eða Bert. Herinn tók málið að sér og eftir langa leit fann hann ekki aðeins Arthur, heldur einnig ann- an bróður stúlkunnar, sem Georg hét, en hafði verið kallaður Bert í æsku. Oftast nær eru það angir menn og ungar stúlkur, sem Herinn leitar uppi. En þótt leitin heppnist er oft illt í efni. Piltarnir hafa ekki komist eins vel af og þeir höfðu vonað, og þykir þá skömm að því að hverfa heim aftur. Stúlkurnar hafa oft lent á glapstigum. Við þetta fólk verður að beita hinni ýtrustu varfærni og bróðurhug, en þá tekst líka oftast að fá það til að snúa heim og byrja þar nýtt líf. (Úr „Oxford Mail“). Vitið þér — . . . að það er óhugsandi að sígarett- an hafi verið fundin upp fyrir aldamót, því að fyrsta blaðið af Pravda kom ekki út fyr en 1912. . . . að í Rússlandi hefir aldrei verið nein hungursneyð. Að vísu dóu nokkr- ar milljónir manna úr hungri í Ukraníu á NEP-árunum, en það stafaði eingöngu af skorti á farartækjum, svo ekki var hægt að flytja 30 milljónir Ukraníu- manna nógu snemma til Síberíu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.