Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 Litblinda Hvað er raunveruleiki? ÞAÐ VORU þeir Kopernikus Kepler og Galileo, sem lögðu grundvöllinn að stærðfræðilegum vísindum. Þeir töldu að stærð- fræðin væri lykillinn að alheims- vísindum, og þess vegna væri það eitt raunverulegt, sem hægt væri að útskýra á stærðfræðilegan hátt. Galileo tók þar dýpst í árinni Hann sagði að hlutina væri hægt að mæla, fyrirferð þeirra, lögun, þunga þeirra og hraða ef þeir eru á ferð, hvort þeir eru litlir eða stórir 1 samanburði við aðra hluti o. s. frv. En hitt kæmi ekki málinu við hvort þeir væri hvítir eða rauðir, beizkir eða sætir, þöglir eða gerðu hávaða, vel eða illa lyktandi. Þessir eiginleikar, litur, hljóð, þef- ur o. s. frv. væri eingöngu ímynd- aðir eiginleikar, sem skynfæri mannanna hlfði búið til og síðan gefið nöfn. Það væri aðeins skiln- ingarvitin, sem gæti numið söng fuglanna, ilm blómanna og fegurð kvöldroðans. Hinn raunverulegi heimur sé ekki annað en samsafn efnislíkama, mismunandi að stærð, lögun og þunga, er berast litlausir, þöglir og lyktarlausir um rúm og tíma. Enn eimir eftir af þessari skoð- un, enda þótt heimspekingar hafi sýnt fram á, að hinir „raunveru legu“ eiginleikar hlutanna sé ekki hót raunverulegri en hinir „ímynd- uðu“ Hug mannsins hafi þurft til þess að uppgötva alla eiginleika hlutanna, og það sé ekki rétt að flokka þá í „raunverulega“ og ,ímyndaða“ eiginleika, enda þótt mæli stærðfræðinnar sé hægt að leggja á nokkra þeirra, en aðra ekki. Hér skal nú aðeins minnst á einn BILFERJUR Nauðsynleg samgöngutæki einnig hérlendis Bílferjan „Vangsnes“ á Sogni. EG HEFI áður (að mig minnir) sent Lesbók dálítinn greinarstúf um bílfer'ur í Noregi, sem þar eru smíðaðar (ekki ,,frarnleiddar“) til að .tengja saman bílvegi beggja megin hinna löngu fjarða Vestur- Noregs (Harðangursfjörður 150 km„ Sognsfjörður 180 km„ Þránd- heimsfjörður 150 km.) Einnig ganga bílferjur milli lands og hinna stærri byggðra eyja. Bílferjur þessar eru einskonar „flotbrýr“ um þvera firði og rúma runu af bílum. Taka þá við bryggjur hinumegin. Og síðan er ferðinni haldið áfram. Um hinn langa, fjölfarna Sogn- sæ fara allmargar bílaferjur, og er enn bætt við nýum. Ferjan „Vangsnes“ er nýhlaupin af stokk- unum. Hún rúmar 15 bíla og 150 farþega auk skipshafnar. Ferjan er 28,5 m. löng, 8,57 m. br. og 3,2 m djúp undir þilfari. Tveir 120 ha. hreyflar með 2 skrúfum knýja ferjuna og veita henni 10 mílna ganghraða. Stýrin eru tvö, stjórn- að með vökvaþrýstivél, sem gerir stjórn auðvelda og létta. Ferja þessi ar eign Eimskipafé- lags Firða- og Sygnafylkis, sem hefir fastar ferðir um allt fylkið og suður til Björgvinjar, sérstaklega á sumrum, þegar ferðamanna- straumur er mestur, bæði austan yfir Löngufjöll og langleiðis Vest- anfjalls. Fer mesti fjöldi erlendra ferðamanna um þessar slóðir á sumrum. □ Ósjálfrátt dettur manni í hug: — Hvenær kemur bílferja á ísa- fjarðardjúp, Arnarfjörð og Dýra- fjörð? Helgi Valtýsson. af hinum svokölluðu „ímynduðu" eiginleikum, sem taldir eru stafa af skynjun mannsins. Það er litskynj- anin. En hún verður að teljast mjög „raunveruleg“, að minnsta kosti 1 lífi mannanna. Talið er, að margar lifandi verur skynji ekki liti, enda þótt þær hafi sjón í þeirra augum eru ekki aðrir litir til að hvítt og svart, eða öllu heldur ljós og skuggar. Umnverfi þeirra verður líkast einfaldri ljós-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.