Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1958, Blaðsíða 2
522 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Svo var farið að skipuleggja björgunarstarfið heima í Svíþjóð. Björgunarsveitin varð að vera undir stjórn sænskra liðsforingja, og sænska stjórnin lagði til marga flutningavagna og allan útbúnað. Svo voru fengnir vagnar og menn í Danmörk og frá Alþjóða rauða krossinum. Þá þurfti loforð banda- manna um, að flugmenn þeirra skyldi ekki gera árásir á þessa vagna, en til þess þurfti að ein- kenna þá rækilega. Varð það að samkomulagi, að allir vagnar björgunarsveitanna skyldi málaðir hvítir og einkenndir með stórum rauðum krossi. Einn af sænsku liðsforingjunum, sem stjórnaði einni björgunar- sveitinni (en þær voru margar) skrifaði bók um björgunar- starfið. Bókin hét „De vita buss- arna“, og það sem hér fer á eftir er útdráttur úr henni. ----o--- Fyrsta björgunarsveitin lagði á stað frá Svíþjóð 9. marz að kvöldi. Var fyrst haldið til Kaupmanna- hafnar og síðan ekið suður Jót- land og yfir þýzku landamærin hjá Krusaa. Þegar þeir nálguðust Flensborg, tóku þeir eftir því sér til mikillar undrunar, að veifur með þjóðlitum Svía, gulum og bláum, voru alls staðar meðfram veginum. Höfðu þeir ekki átt von á að Þjóðverjar mundu hylla sig á þennan hátt. Það kom líka upp úr dúrnum, að veifurnar merktu annað. Þær voru aðvörun um að loftárás væri vænt- anleg. Þetta voru fyrstu kynni Sví- anna af loftárásum bandamanna, en þeir áttu eftir að kynnast þeim betur. Einhver stærsti skógurinn í Norður-Þýzkalandi heitir Sachsen- wald. Inni í honum er hið gamla óðalssetur Bismarcks, Friedrichs- ruhe. Þar er og þorp með sama nafni, og þar átti björgunarleiðang- urinn að hafa bækistöðvar sínar. Þangað náðu þeir í myrkri, eftir að hafa villzt talsvert, því að vegir voru víða lokaðir vegna loftárása, og yfir sér heyrðu þeir hvininn í hraðfleygum árásarflugvélum bandamanna. ---O---- Fyrsta hlutverk þeirra var að sækja 2300 norræna menn, sem voru í fangabúðunum í Sachsen- hausen hjá Oranienburg, sem er norðan við Berlín. Var sýnt að þeir mundu þurfa að fara margar ferðir þangað. Þegar í fyrstu ferðinni voru settir Gestapomenn í bílana hjá þeim. Þeir áttu ekki að gæta fanganna, heldur Svíanna, og til- kynna allt um framferði þeirra. Skammt frá Spandau varð leið- angurinn að nema staðar, vegna loftárásar ,en þeir séu brátt að árás- inni var ekki beint að þessum stað, og heldu áfram. En er þeir komu í nánd við Oranienburg, sáu þeir að á þann stað hafði árásin verið gerð. Þar geisuðu eldar miklir og sprengingar urðu með stuttu milli- bili. Þar sögðu tímasprengjurnar til sín. Þær voru illar viðureignar, því að þær gátu legið lengi eftir að þær komu til jarðar, en sprungu svo er minnst varði. Og þær voru alltaf að springa allt í kringum bílalest- ina. Vegirnir urðu ófærir og varð að leita hliðarvega. Seinast virtist allt ófært og þeir urðu að setjast að í sprengjugígum og ætluðu að hafast þar við ef önnur loftárás yrði gerð á borgina. Kom þá til þeirra Þjóðverji, sem átti heima í litlu húsi þar í grennd. Hann bauð þeim að koma heim í kjallara sinn, því að þar væri þeir öruggir. Tóku þeir boðinu fegins hendi. Gáfu þeir Þjóðverjanum sígarettur, en konu hans súkkulaði. Varð Þjóðverjinn þá svo hrifinn, að hann sótti sein- ustu vínflösku sína. Hann hafði lumað á henni og ætlaði að gera sér glaðan dag þegar friður kæmi. Nú sagði hann að friðinum bæri varla að fagna, hann yrði Þjóð- verjum tæplega gleðiefni. Nú sátu þeir þarna í kjallaran- um, drukku úr flöskunni og töluðu um stríðið. Þjóðverjinn var ekk- ert myrkur í máli. Hann sagði það ógæfu að Þýzkaland hefði byrjað stríðið og Hitlerstjórnin hefði orðið ógæfustjórn. Þegar loftárásinni slotaði heldu þeir áfram og komust til Sachsen- hausen. Þannig var fyrsti dagur bj örgunarstarf sins. ----O----- Þessar fangabúðir voru mjög ill- ræmdar og fengu þeir ekki að koma inn í þær. En þegar hliðið var opn- að, stóðu þar í fylkingu 350 norræn- ir menn og höfðu orðið að standa þannig hreyfingarlausir í sjö klukkustundir. Stjórn fangabúð- anna hafði raðað þeim þarna þegar von var á hjálparleiðangrinum, en af því að hann tafðist, urðu fang- arnir að standa í sömu sporum og bíða. Þeir andvörpuðu léttilega er þeir sáu bílana, og þegar Svíar skipuðu þeim að fara upp í, hróp- aði einn Norðmannanna: „Guð sé lof að maður skuli fá fyrirskipanir á kristilegu tungumáli!“ Þjóðverj- ar grettu sig, en sögðu ekkert. Þeir fóru með fangana til Neuen- gamme á Luneborgarheiði. Fanga- búðirnar þar voru taldar enn verri en í Sachsenwald. Flutningarnir gengu furðu vel og var farið með 350 manns í hverri ferð. Meðal þeirra, sem þarna var bjargað, var skáldið Arnulf Överland og mátti á honum sjá að hann hafði orðið fyrir harðneskjulejgri meðferð. Annar var Finn Arnesen hæstarétt- arlögmaður og einn af kunnustu lögfræðingum Norðmanna. Enn var þar norski herráðsforinginn Risbeck-Larsen, sem hafði tekið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.