Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 527 Skakki turninn í Pisa ER KOMINN GREIN þessi er eftir ferðamann, sem kom til Pisa í sumar, og hefir hún birzt í bandaríska tímaritinu „This Week Magazine". TURNINN í Pisa var reistur árið 1174 og hann byrjaði að hallast undir eins og hann var kominn upp úr jörðinni. En einmitt vegna þess að hann virðist hafa lögmál að- dráttaraflsins að engu, koma þang- að 150.000 ferðamanna á hverju ári til þess að skoða hann og furða sig á halla hans. Nú er hann þó kominn að því að falla. Verkfræðingarnir í Pisa hafa stundað hann eins og læknir stund- ar sjúkling með mestri nákvæmni og hafa gefið honum ógurlegar inn- spýtingar af steinlími. En ekkert virðist duga. Hallinn á turninum er nú orðinn 17 fet og eykst um 1 þuml. á hverjum 40 árum. Mestu aðdáendur hans eru nú farnir að óttast, að hann muni ekki þola 1 þumlungs halla í viðbót og hann muni því fallinn fyrir árið 2000. Og þeir sem eiga að sjá um viðhald hans, láta alveg eins og sjúklingurinn sé þegar kominn að því að taka andvörpin. Inni í turninum hafa verkfræð- ingar komið fyrir jarðhræringa- mæli til þess að athuga hvers kon- ar skjálfta eða hnykki, sem geta ófyrirsynju komið á turninn. Það er kunnugt að jarðvegurinn þarna er slíkur, að hann skelfur aðeins við það að kirkju- klukkum sé hringt, bílar þeyti horn sín, eða skellinaðra fari þar fram hjá. Það lá nærri að illa færi þeg- ar orustan var háð við Arno árið 1944. Þá kom kúla á turninn og hann riðaði háskasamlega. Þrjár AÐ HRUNt súlur á þriðju hæð brotnuðu og jarðhræringamælirinn sýndi „jarð- skjálfta“. — ir — Við komum nýlega til Pisa til þess að skoða þetta undur veraldar. Og það sem við tókum fyrst eftir var þetta, að þegar turninn fellur, þá kemur hann beint niður á Café Duomo, en það er veitingastaður þar sem alltaf er fullt af ferðafólki og borgarbúum. Það þarf ekki ann- að en líta út um gluggann á veit- ingastaðnum til þess að . sjá að þannig muni fara. Við spurðum veitingamanninn hvernig í ósköp- unum hann þyrði að hafast þarna við. —Hafast hérna við! át hann furðu lostinn upp eftir okkur. Við teljum það forréttindi okkar. Við viljum lifa í sífelldri hættu. Ef turninn fellur ofan á okkur og drepur okkur, þá verða nöfn okk- ar ódauðleg! En svo bætti hann við: — Það 'er nú ekki mikil hætta á því að turninn hrynji á meðan vindurinn stendur í hann. Þetta var 1 fyrsta en ekki síðasta sinn sem við heyrðum frá því sagt, að vindurinn, sem stendur utan af Miðjarðarhafi hjálpaði til þess að halda turninum uppi. Ef hann hefði hallast í hina áttina og feng- ið vindinn í bakið, þá mundi hanr. hafa verið hruninn löngu áður en Galileo fleygði tveimur málmkúl- um niður af honum árið 1589, til þess að rannsaka fallhraða hlut- anna. — 'k — Við áttum tal við Signor Gius- eppe Ramalli, sem er nafnkunnur lögfræðingur og formaður í „turn- nefndinni“. — Nefndin vátryggir alls ekki þá sem fara inn í turninn, og er því ekki skaðabótaskyld vegna þeirra er þar kunna að vera þegar turn- inn íellur, sagði hann. Það er að- eins ef menn kynni að verða fyrir steinum er falla kunna úr turnin- um, að nefndin er skaðabótaskyld. En skyldi nú hið ótrúlega ske, að turninn falli og fólk sé inni í hon- um, þá er hægurinn hjá að fara í mál við ítölsku stjórnina. Þetta vita ráðamenn í Róm, og þess vegna er allt gert sem unnt er til þess að koma í veg fyrir slys. — Nú sem stendur höllumst vér helzt að tillögu, sem prófessor Donato við háskólann 1 Pisa hefir gert. Hann vill að reistur sé ann- ar turn, alveg beinn, við hliðina á skakka turninum og svo séu þeir spenntir saman með járnviðjum. Og þegar gamli turninn hefir feng- ið þennan stuðning og er engin hætta búin, þá á að steypa innan í hann steinsúlu, sem nær frá grunni og upp á brún. En þegar því er lokið, þá verða járnviðjarnar teknar af, nýi turninn rifinn — og þá mun gamli turninn njóta frægð- ar sinnar um aldur og ævi. Við spurðum Ramalli hvort ekki væri betra að rétta skakka turninn við, svo að hann stæði beinn. Aldrei hefi eg séð mann þjóta upp jafn snögglega. — Rétta hann við! æpti Signor Ramalli og eldur brann úr augum hans. Eruð þér genginn af göflun- um? Aldrei að eilífu mundum vér fallast á slíkt. Getið þér ekki í- myndað yður hvernig færi, ef turn- inn væri gerður beinn? Vér mund- um verða til athlægis um víða veröld! SEINNA sátum við á grasflötinni fyrir framan turninn og skegg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.