Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1958, Blaðsíða 8
528 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ræddum við einn af sjö leiðsögu- mönnum, sem sýna ferðalöngum turninn. Hann heitir Gino Lucken- bach og er nú 68 ára að aldri og hefir um 40 ára skeið fylgt ferða- mönnum upp og ofan þau 294 þrep, sem eru í stiga turnsins. Hann hef- ir fylgt mönnum eins og Lloyd Gerge, Alfons Spánarkonungi, Gústaf Svíakonungi, Páli Grikkja- konungi, dr. Jonas Salk og Aga Khan. Hann segist aldrei á ævi sinni hafa fengið eins mikil ómakslaun, eins og hjá þeim Orson Welles og Frank Capra kvikinyndakóngi. Þeir komu til hans askvaðandi fyr- ir nokkrum árum og báðu hann að segja sér allt um turninn á 10 mín- útum. Og svo lögðu þeir 6000 lírur (10 dollara) í lófa hans, og óku svo sína leið. — Þeir litu ekki einu sinni á turninn, sagði gamli maðurinn. En mér skildist á þeim, að þeir ætl- uðu að reisa sams konar turn í Vínarborg. Nú á seinni árum hefir það að- eins komið fyrir einu sinni, að maður var lokaður inni í turninum að kvöldi dags. Það var svissnesk- ur ferðamaður og hann hafði alls ekki veitt því eftirtekt þegar gefið var merki um að loka skyldi. Þá um nóttina bárust draugaleg og nístandi neyðaróp út yfir Piazza del Duomo, köll og vein. Og það var engu líkara en þetta kæmi ein- hvers staðar lengst innan úr turn- inum. Fjöldi fólks safnaðist þarna saman og menn voru mjög ótta- slegnir. Seint og um síðir kom varðmaður með lykil og opnaði dyrnar á turninum. Og út úr turn- inum staulaðist náfölur og skjálf- andi maður, og hann hallaðist ekki minna en turninn er hann tók ítrykið á járnbrautarstöðina. HVERNIG stendur á því að turn- inn hallast? Um það gansa mare- Skakki turninn ar sögur og sumar ærið þjóðsagna- kenndar. Pisabúar og jafnvel er- lendir sérfræðingar hafa trúað því, að turninn hafi verið reistur skakk- ur af ásettu ráði. Byggingameist- ararnir voru tveir. Hét annar Bonnano, en hinn Giovanni, og kallaði hann sig „Giovanni maka- lausa“. Þetta var kroppinbakur, og menn segja að honum hafi verið trúandi til alls. Og franskur forn- fræðingur hefir haldið því fram, að Giovanni hafi gert turninn skakkan, vegna þess að hann var skakkur sjálfur. En þeir sem bezt eiga að vita, leggja ekki trúnað á þetta. Þeir segja að turninn hafi skekkst vegna þess að hann var reistur á ótryggum grundvelli. Þeir segja að byggingameistararnir hafi ekki grafið nógu djúpt fyrir grunni hans, og þess vegna hafi hann mis- sigið. í sjálfri Pisa eru til nægar sann- anir fyrir því, að þetta muni rétt. Þar eru að minnsta kosti til tveir aðrir gamlir turnar, sem Giovanni kom hverei nærri. os beir hafa staðið skakkir og bjagaðir um ald- ir. En þeir komast ekki í hálfkvisti við hinn mikla skakka turn, og þess vegna tekur enginn neitt mark á þeim. Til er sú þjóðsögn, að í jarð- skjálftanum mikla 1846, hafi menn séð að skakki turninn lagðist flat- ur við jörð, en reisti sig svo upp af sjálfsdáðum. Það er því engin furða þótt Piazza del Duomo, þar sem slíkt kraftaverk skeði, sé hald- inn heilagur staður. Og Pisabúar tala um hann sín á milli sem Piazza del Miracoli — Kraftaverkatorgið. » Finnb, J. Arndaí: Bjart er yfir, siglir sunna suðurhimin fagureyg, hennar geislar öllu unna, öllu byrla gleðiveig. Fjallalandsins lindir glitra, ljósbrot yfir fossum hlær, yfir heiðum tíbrár titra, túnin strýkur heitur blær. Hlíðin brosir birtu fegin, bjarkaskógi grænum klædd, sæl hún stendur sólarmegin sýnir blómin endurfædd. Ljóma jökulbungur bjartar bak við fjöllin mikiileit, vötnin blika, blómin skarta, bera ilm um hverja sveit. Lofar allt, sem anda dregur, yndi þrunginn sólarkoss, jafnvel harma votur vegur vefur að sér þetta hnoss. Hvergi ijóma sólar sérðu, sonur íslands, fegri en hér. Hvert svo sem um heiminn ferðu hann mun aldrei gleymast þér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.