Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 2
486 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að setja Landsbankann þarna og enn seinna Þjóðleikhúsið, en Matthías Þórðarson mun hafa af- stýrt hvoru tveggja. Og svo reis þama minnismerki Ingólfs Arnarsonar 1924. En fæst- ir þeirra er renna augum til minnismerkisins munu vita, að sú framkvæmd átti sér langan að- draganda, og að saga minnis- merkisins er nú senn orðin 100 ára. Það er að mörgu leyti merki- leg saga, og það er eins og for- lögin hafi dregið hana á langinn þar til íslenzkur maður gat mótað þetta minnismerki. — ★ — Um 1860 var stofnað hér í bæn- um félag, sem nefndist „Leikhús andans“. en fekk seinna nafnið Kvöldfélagið. í því voru nær allir fremstu andans menn bæarins, og komu þeir saman vikulega til þess að kappræða, eða flytja erindi um merkileg málefni. Bar þar margt á góma, en aldrei varð fé- lagið fjölmennt, enda voru íbúar Reykjavíkur þá ekki nema um 1500. Nú var það á fundi hinn 10. jan. 1863, að Jón Árnason þjóð- sagnasafnari, og þá varaformaður félagsins, hreyfði því, að tími væri til kominn að hugleiða hvernig Ingólfs Arnarsonar skyldi minnzt, er 1000 ár væri liðin frá því að hann nam land. Væri nú ekki nema 11 ár til stefnu. Vildi hann að félagið hefði forgöngu í þessu máli. Urðu um þetta miklar umræður og á næsta fundi var ákveðið að Sigurður málari Guðmundsson skyldi flytja erindi í félaginu um þetta mál, en þeir Jón Þorkels- son rektor og Jón Árnason skyldu gera athugasemdir við tillögur hans. Á næstu tveimur fundum flutti Sigurður svo mál sitt, og hefir það eflaust verið langt og ýtar- legt. En tillögur hans voru þessar: Byrja skal á því að semja rit- gerð um Ingólf og skrifa sögu Reykjavíkur frá öndverðu, til þess að skýra þetta málefni fyrir landsmönnum. Síðan skyldi leita samskota um allf land til þess að reist yrði listrænt minnismérki um Ingólf Arnarson. Hér er í fyrsta skifti vakið máls á því, að nauðsynlegt sé að rita sögu Reykjavíkur. Og hér er einnig í fyrsta skifti stungið upp á því að reisa líkneskju af Ingólfi Arnarsyni, og verður Sigurður málari þess vegna að teljast upp- hafsmaður að því. Hér var þá engin slík líkneskja til í bænum (Thorvaldsen kom ekki fyr en 1875). Miklar umræður urðu um mál- ið, en svo virðist sem flestir hafi verið sammála. Var svo kosin nefnd til þess að berjast fyrir málinu og voru í henni Sigurður málari, Sveinn Skúlason alþm., Gísli Magnússon kennari og Jón Þorkelsson rektor. Var þarna ekki valið af verri endanum. í maí um vorið var efnt til rit- gerðasamkeppni um 6 ákveðin efni, þar á meðal Sögu Ingólfs og Reykjavíkur., Einnig var sam- þykkt, að ef margar góðar rit- gerðir bærist um eitthvert efni, en engin um önnur, þá mætti verðlauna þrjár ritgerðir í þeim flokki.. Síðan innti forseti nefnd- ina eftir hvað hún hefði gert í minnisvarðamálinu og hvað henni hefði orðið ágengt. En þá voru svör fremur dauf og kvaðst nefnd- in hafa afráðið að gera ekkert í málinu fyrir næsta alþing, nema að undirbúa það sem bezt. — ★ — Þá um haustið (5. nóv. 1863) birtist í „Þjóðólfi“ grein frá Hall- dóri Kr. Friðrikssyni kennara. Hann mun ekki hafa verið í Leik- félagi andans. Þar minnist hann á að kominn sé tími til þess að hugsa um hvað eigi að gera á 1000 ára afmæli landnámsins. Vill hann að þjóðin geri eitthvert átak til þess að frægja þau tímamót, og stingur upp á því að reist verði Safnahús, einkum þó fyrir Forn- gripasafnið. Skoraði hann á alla íslendinga að skjóta nú saman fé í þessu skyni, helzt árlegu tillagi í þau 11 ár sem sé til stefnu. Líklegt er að þessi tillaga hafi dregið móð úr Si^urði málara, því að honum var Forngripasafnið mjög hjartfólgið. Er og sagt að hann hafi seinna lagzt á sveif með Halldóri Kr. Friðrikssyni. Svo var það í maí næsta ár (1864) að forseti Kvöldfélagsins krafði Ingólfsnefndina sagna um hvað hún hefði gert. Sigurður málari varð fyrir svörum og kvaðst álíta að enn væri ekki kominn tími til að hreyfa þessu opinberlega, en hann hefði ritað hjá sér ýmislegt um þetta efni. Á næsta fundi, sem haldinn var í öndverðum júní, kom Gísli Magnússon svo fram með uppkast að grein til þess að birta í blaði. Kvað hann nefndina sammála um að koma málinu þannig á fram- færi við almenning. Einnig ætl- aði hún sér að koma því á fram- færi við heldri menn, svo sem Jón Guðmundsson ritstjóra, sem þá var formaður bæarstjórnar. Vildi nefndin að hann kallaði saman bæarstjórnarfund og kysi þar í nefnd stiftamtmanninn, bæ- arfógeta og sjálfan sig. — Þetta þótti rétt og var nefndinni falið að gera þetta. — ★ — Hinn 12. ágúst birtust svo tvær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.