Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 499 Rignir blóði FRA alda öðli hafa gengið sögur um að rignt hafi blóði, og þótti það ætíð fyrir stórtíðindum. Homer, Virg- ill og Plutark geta allir um blóð- regn. Plutark- segir að blóðskúrir komi eftir mannskæðar orustur. Hygg- ur hann að blóðið af vígvöllunum gufi upp í loftið, verði þar að ský- um og falli síðan sem regn til jarðar. Sagnir eru um blóðregn á íslandi. Fyrir Fróðárundur rigndi blóði og segir svo frá í Eyrbyggju: En er mjög leið að nóni, kom skýflóki svartur á himininn norður yfir Skor og dró skjótt yfir himin og þangað beint yfir bæinn. Þóttust menn sjá að regn mundi í skýinu. Þóroddur’ bað menn raka upp heyið, en Þórgunna rifjaði þá sem óðast sitt hey. Ský- flókann dró skjótt yfir og er hann kom yfir bæinn að Fróðá, fylgdi hon- um myrkur svo mikið, að menn sáu eigi úr túninu á brott og varla handa sinna skil. Úr skýinu kom svo mikið regn, að heyið varð allt vott, það um fyrir borð, ef ske kynni að við næðum botni, því að þetta var á grynningum milli álanna. Fórum við svo fjórir útbyrðis, en tveir voru eft- ir í bátnum, Bjarni og Jón, því að þeir voru mikið minni en við hinir. Eg greip fötu sem eg hafði meðferðis, um leið og eg fór út. Við botnuðum allir, en báturinn maraði nú í kafi. Lagði eg þá til að við skyldum reyna að halda honum uppi, þótt djúpt væri á okkur, og fekk Bjarna fötuna og skipaði þeim að ausa. Við streittumst við að lyfta undir bátinn, og kom brátt að því að hann gat flotið með þá tvo, og að lokum var báturinn þurausinn. Þá sá eg að við myndum geta bjargast úr þessum háska, og skýrði eg félögum mínum frá hug- mynd minni, en hún var sú, að við skyldum ekki reyna að komast upp í bátinn aftur; Bjarni og Jón skyldu reyna að róa honum suður í Sela- tanga, en við hinir fjórir vera utan er flatt lá. Flókann dró skjótt af og lýsti veðrið. Sáu menn að blóði hafði rignt í skúrinni. Um kveldið gerði þerri góðaíi, og þornaði blóðið skjótt í heyinu öllu öðru en því er Þórgunna þurrkaði. Það þornaði eigi og aldrei þornaði hrífan, er hún hafði hald- ið á. í Njálu er sagt frá því, að blóð kom ofan á messuhökul prests að Svína- felli daginn sem Brjánsbardagi var háður, „og varð hann úr að fara“. í Darraðarljóðum kemur og frSm skoðun Plutarks um að blóð gufi upp og safnist í ský: Nú er ógurlegt um að litast, er dreyrug ský dregur með himni. Mun loft litað lýða blóði. Þessi tiðindi gerast öðru hvoru, og ekki er ýkja langt síðan að blóði rigndi í Clermont í Frakklandi. Fólk borðs og halda okkur í bátinn. Þeir fellust þegar á þetta. Allt lauslegt, sem við höfðum með- ferðis, hafði skolast úr bátnum, nema tvær árar og fatan, sem eg greip. Reru þeir Bjarni og Jón síðan suður sundið, stefnuna á Selatanga. Gekk þetta sæmilega og gaf ekki á, enda þótt við værum fyrir flötu. Náðum við svo landi um síðir. Þar settum við bátinn upp á sand á Selatanga og hvolfdum honum. Lögðum svo á stað gangandi austur Reynisfjöru og náðum í Reynishverfið um miðnætti. Bjami Pálsson gisti hjá okkur í Reynisdal um nóttina, því að hann var hálfdasaður, en hinir heldu áfram til Vikur. Eftir helgina fórum við út í Dyr- hólaey og sögðum okkar farir eigi sléttar. En þeir Kristján og Briem ætluðu ekki að trúa því að við hefð- um verið svona hætt komnir. Gunnar Magnússon frá ReynisdaL þar varð skelfingu lostið og taldi víst að heimsendir væri kominn! En svo stytti upp aftur, og heimurinn var hinn sami og hann hafði áður verið. Seint í júní 1928 rigndi blóði í Mongólíu einmitt um sama leyti og landfarsótt var þar. Fólk er þar fá- frótt og hjátrúarfullt, og flýði hver sem mátti eitthvað, undan þessum ógnum. Regnið stóð í þrjár stundir, en óttanum linnti ekki fyrir því. Um kvöldið skutu konur kornabörn- um sínum út fyrir tjaldskörina. Skyldi það vera fóm til goðanna til þess að mýkja skap þeirra. — Nú er vitað, að ekki getur rignt blóði, en þrátt fyrir það kemur stund- um rauð rigning. Telja menn að það stafi af því, að mikið sé í loftinu af rauðu sanddufti, sém borizt hefirmeð vindum utan af eyðimörkum. Þegar þetta duft blandast rigningunni, verð- ur regnvatnið rautt á litinn. ___*<★)*—, Molar NÝLEGA hefir fundizt „rykbelti", sem umlykur jörðina í hér um bil 18 km. hæð og er belti þetta um 5 km. á þykkt. Sýnishorn, sem flugvélar og loftbelgir hafa tekið úr þessu belti, voru aðallega smáir „ammonium sul- fate“ krystallar, blandaðir silicon og járni. Halda vísindamenn að gufur upp frá jörðinni muni breytast og krystaliast þegar þær verða fyrir sterku sólarljósi. I þessu belti koma oft fram einkennilegir litir eftir að sól er sezt, eða áður en hún kemur upp á morgnana. — o — BANDARÍSKUR maður, George W. Bryan, hefir fundið upp útvarps- senditæki, sem er einstakt í sinni röð. Þegar menn tala í tækið, breyt- ast hljóðbylgjur raddarinnar í raf- straum, sem nægir til útvarpsins, svo það þarf enga sérstaka rafhlöðu. Tekist hefir að útvarpa með þe^u á 100 metra færi, þannig að vel héyrð- ist, en búist er við að hægt sé að endurbæta tækið mikið og verði það mjög ódýrt. Talið er að það muni geta komið að góðu gagni í björgun- arbátum er stundir líða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.