Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 5
wl stefna í íslenzkum bdkmenntum Fyrri hluti FRAMSÖGUERINDI SigurS- ar A. Magnússonar á um- ræðufundi Stúdentafélags Reykjavíkur 23. febrúar. óðir hálsar! Ég vona að enginn skilji þá bíræfni mína að koma hér fram og tala um efnið, sem til umræðu er, svo, að ég telji mig þess umkominn að gera því nokkur viðhlítandi skil. Til þess er það í fyrsta lagi alltof flókið og yfirgrips- mikið. Og í annan stað er tíminn naum- ur og getan,takmörkuð. Þó ég skrifi öðru hverju um bækur í íslenzk blöð og hafi jafnvel tekið próf í bókmenntum við er- lendan háskóla, tel ég mig engan sér- fræðing um bókmenntir, og á það ekki sízt við um íslenzkar bókmenntir, þó ég hafi reynt að fylgjast með þeim eftir föngum síðustu árin samhliða tímafreku blaðamannsstarfi. , Ég hef því hugsað mér að rabba hér -þá Stuttu stund, sem mér er skömmtuð, um ýmsar meira og minna sundurlaus- ar hugmyndir sem skotið hafa upp koll- inum þegar ég velti fyrir mér stöðu og etefnu í nútímabókmenntum íslendinga. Kannski geta þessir þankar orðið ein- hverjum hvöt til að taka efnið til frjórri og rækilegri yfirvegunar; í öllu falli ættu þeir að geta stuðlað að frekari um- ræðum um mjög tímabært vandamál. Hvort umræður sem þessar bera nokkurn áþreifanlegan árangur, er mik- ið vafamál. Þær valda sennilega litlu um breytingar eða framvindu í bók- menntunum, því listin er eins og lífið, óháð öllum vangaveltum um eðli og inn- tak, blómgast þegar aðstæður leyfa og þörfin knýr á; þegar skapendurnir sjálf- dr finna sinn vitjunartíma og sín við- fangsefni. Allt um það eru umræður nytsamlegar að því leyti sem þær skýra ýmsar meira og minna óljósar línur, veita víðari yfirsýn og örva til gagn- legs samanburðar á verðmælum og van- rækslum, hugsjónum og veruleik, nú- tíð og fortíð. barátta, menntunarskorlur, ójafnræði og úrkostaleysi. Þetta er úr sögunni að miklu eða öllu leyti og þá jafnframt sá hugsunarháttur sem skapaðist og mótað- ist af þessum aðstæðum. Að sjálfsögðu höfum við ekki farið varhluta af vandamálum þarfyrir — þau eru enn fyrir hendi í ríkum mæli, en þessi vandamál eru ný af nálinni, áður óþekkt, og við erum á báðum átt- um hvernig við þeim beri að bregðast. Þessi rissmynd er að vísu gróf í drátt- um og einfölduð, en ég held hún sé ekki mjög ýkt eða afskræmd. Nú er það vitað mál, að bókmennt- •ir og aðrar iistir eiga rætur sínar í því mannlífi sem lifað er á hverjum tíma, í þeim hugsjónum, hefðum og lífsviðhorf- um sem ríkjandi eru á hverju skeiði. Þetta sjáum við glöggt, ef við horfum í sjónhendingu yfir tindana á bókmennt- um íslendinga á liðnum öldum. íslend- Jón Trausti •A ður en lengra er haldið vil ég leyfa mér að rekja í mjög stuttu máli aðdraganda þeirra aðstæðna sem við bú- um við nú, í bókmenntaheiminum, eins og þær horfa við frá minum bæjardyr- um. Hver sem niðurstaðan verður um ríkjandi ástand, þá fer ekki milli mála ®ð það á sér margvíslegar rætur í for- tíðinnL Það er orðin margþvæld og kannski leiðigjörn staðhæfing, að kynslóðin sem nú er á miðjum aldri hafi lifað sneggri og gertækari aldahvörf en nokkur kyn- slóð önnur síðan land byggðist. Við stöndum uppi með fullar hendur fjár og gnægð stórfenglegra verkefna eftir rót- tæka byltingu í atvinnuháttum og að- búnaði, lífsvenjum og hugsunarhætti. Svo tii öll vandamál feðranna eru úr sogunni: fátækt og bjargarleysi, einangr- un og nesjamennska, ánauð og frelsis- ingasögur birta okkur í meira eða minna stilfærðri mynd inntak þess mannlífs sem hér átti athvarf á Sturlungaöld, bæði veruleikann og hugsjónina. Þær voru andóf gegn þeirri innri hnignun sem var að leiða þjóðina í ógöngur. Passíusálmarnir eru tjáning þeirra kjara, sem þjóðin lifði við á öld Hallgríms Pét- urssonar, og túlkun þeirrar hugsjónar, sem færðu þjóðinni þrótt og lífsvon í hörmungunum. Ljóð þjóðskáldanna á síðustu öld mótuðust af hugsjónunum, sem vöknuðu með þjóðinni í bjarma rís- andi dags, túlkuðu hjartfólgnustu áhuga- mál, vonir og þrár íslendinga, voru „líf- æð aldarinnar“ eins og Halldór Laxness orðar það. Það sem var sameiginlegt þessum sundurleita gróðri í íslenzkum bók- menntum var, að hann átti sér frjósam- an jarðveg í þjóðlífinu og þjóðarsálinni og skjól í hefðbundnum viðhorfum og gamalreyndum andlegum verðmætum. Hér var ekki fyrst og fremst um að ræða ákveðna bókmenntahefð — því hún var í rauninni fjölþætt og oft á reiki — heldur miklu fremur fastmótaða hefð í hugsunarhætti og lífsviðhorfum, hefð sem gengið hafði í arf kynslóð fram af kynslóð og nærzt á hugsjónum eddu og sögu, kristinna lífssanninda og djúp- rættrar heiðinnar þjóðtrúar. E g drep á þetta hér vegna þess að það kynni að auðvelda okkur skilning á hinu nána sambandi þjóðarinnar í heild við bókmenntirnar, allar götur fram á þessa öld. Bókmenntirnar voru ævinlega spegill aldarinnar. Að sjálf- sögðu var hin margþætta bókmenntahefð teygð á ýmsa lund, víkkuð og stækkuð fyrir erlend áhrif eða tilraunir og braut- ryðjendastarf andlegu leiðtoganna, en hún rofnaði aldrei eða greindist frá meg instraumnum, af því samhengið í lífs- venjum og hugsunarhætti þjóðarinnar slitnaði aldrei, hvernig sem allt veltist og byltist. Nýjungar Jónasar Hallgríms- sonar og Einars Benediktssonar í ljóðlist voru að sönnu róttækar á sinn hátt, en högguðu samt hvergi hinum gömlu und- irstöðum, af því efniviðurinn var hinn sami og áður. Nýjungar þessara höfuð- skálda áttu kannski fremur rót að rekja til persónulegra sérkenna þeirra sjálfra en breyttra viðhorfa í sögunni og þjóð- lífinu. Samt er vert að hafa í huga, að báðir þessir menn voru langdvölum með öðrum þjóðum og tileinkuðu sér við- horf sem mótuðu skáldskap þeirra að einhverju leyti, en því var annan veg farið með Grím Thomsen. Segja má að framyfir fyrri heims- styrjöld hafi samhengið í íslenzkri bók- menntahefð verið órofið, þó farvegurinn hafi að vísu til muna breikkað: skáld- sagan kom að nýju til skjalanna með Jóni Thoroddsen, Þorgils gjallanda og Jóni Trausta, leikritið kom inn í bók- menntirnar með Sigurði Péturssyni, Matthíasi Jochumssyni og Indriða Ein- arssyni. að er eftirtektarvert, að fyrstu frávikin frá hinni rótgrónu íslenzku hefð komu með höfundum sem hösluðu sér völl erlendis, Jóhanni Sigurjónssyni í ljóðlist, Gunnari Gunnarssyni í skáld- sagnagerð og Guðmundi Kamban í leik- ritun. Þetta orsakaðist að sjálfsögðu af nýjum aðstæðum í ólíkum heimi, en þó var umhverfisbreytingin ekki svo ger- tæk að hún ylli algerri byltingu í skáld- skap þessara höfunda. Þeir voru allir öðrum þræði bundnir hinni fornu ís- lenzku hefð. Með fyrri heimsstyrjöld rennur upp ný öld á íslandi, ekki einungis í póli- tísku tilliti, heldur og efnahagslega og siðferðilega. Stríðsgróðinn, þó skamm- vinnur væri, skapaði strax ný viðhorf við fortíðinni og umheiminum. Ný þjóð- félagsöfl tóku að segja til sín, og ís- lendingar losnuðu smátt og smátt úr viðjum 600 ára einangrunar, bæði and- lega og efnalega. Þessi róttæka röskun á þjóðfélagshátt- um, efnahagslífi og hugarheimi íslend- inga hélzt í hendur við ört vaxandi fólksflutninga í þéttbýlið, þar sem ný samfélagsviðhorf sköpuðust og áður ó- þekkt félagsleg vandamál tóku að Halldór Laxness knýja á. Heimskreppan setti sinn sterka svip á þetta nýja ástand, og óþarft er að rekja þau allsherjarumskipti í ís- lenzku þjóðlífi sem seinni heimsstyrj- öld hafði í för með sér. E nginn hlutur væri eðlilegri ei» að margt af því, sem nú var nefnt, hefði skilið eftir djúp spor í bókmenntum síð- ustu fjögurra áratuga. Ætla mætti, að bókmenntirnar hefðu eðli sínu sam- kvæmt fyrst og fremst endurspeglað þau geigvænlegu andlegu og félagslegu umbrot sem einkenna þetta tímabil og gera það einstætt £ sögu þjóðarinnar. En hvað kemur á daginn, þegar nánar er að gætt? Allt annað en gera mætti ráð fyrir, og blasir það skýrast við á vettvangi skáldsögunnar. f landi þar sem yfirgnæfandi meirihluti fólksins hefur áratugum saman búið í þéttbýl- inu, er skáldsagnagerð að mjög veru- legu ieyti helguð sveitalífslýsingum og sögulegum rómönum. Þetta er furðuleg staðreynd og dapurlegt tímanna tákn. Einhver kynni að vilja halda þvl fram, að umræddir atburðir séu svo ná- lægir okkur í tímanum og nákomnir núlifandi íslendingum, að um þá verði ekki fjallað í skáldskap af hlutlægni eða listrænni yfirsýn fyrr en eftir okk- ar dag. Þetta kunna fljótt á litið að virðast frambærileg rök, en mundi ekki höfundi Sturlungu hafa þótt lítið til þeirra koma? Og hvað á að segja um þá öndvegishöfunda erlenda, sem unnið hafa stórvirki úr efniviði samtímans, menn eins og John Galsworthy, Ernest Hemingway, Albert Camus, Par Lager- kvist, Bóris Pasternak og Norman Mailler, svo nokkrir séu nefndir af handahófi? Önnur skýring og nærtækari kynni að vera sú, að langflestir miðaldra höf- undar og þaðanaf eldri eru vaxnir upp í sveit og eiga sínar dýpstu rætur þar. Þessir menn eiga verðmæta reynslu, sem þeim er umhugað um að vinna úr, og svo má kannski líka gera ráð fyrir að þeir vilji leitast við að sporna við óæskilegri þróun með því að draga fram til varðveizlu það sem bezt var í fortíðir,ni og menningu sveitanna. Allt eru þetta góðar og gildar ástæður, en hvergi nærri fullnægjandi. Framhald á bls. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - 8. tölublað 1963 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.