Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 2
SVIP- MVND au fáheyrðu tíðindi hafa gerzt Frakklandi, að fram er kominn maður, sem hyggst etja kappi við Charles de Gaulle um forsetaem- bættið í næstu kosningum, hvenær sem þær verða haldnar. Þessi full- hugi er hinn 55 ára gamli Gaston Defferre, sem stjórnar stærstu hafn- arborg Frakklands - og annarri stærstu borg landsins, Marseilles. Þessi borg er fræg fyrir úfnar kosn- ingahríðir, og eitt sinn lá Defferre rúmfastur í þrjár vikur eftir handa- lögmál við kommúnískan andstæð- ing sinn á kosningadaginn. Hann er sem sagt hvergi smeykur við harða eða kröftuga andstæðinga. Þó ekki sé vitað með vissu, hvenær forseta- kosningarnar fara fram, er talið að það verði í síðasta lagi undir árs- lok 1965. Gaston Defferre á fyrir höndum það erfiða verkefni að sannfæra landa sína um nauðsyn á breyttri stjórn. Flestir hafa talið að það muni verða honum ofvaxið, og í upphafi baráttunnar var á honum að heyra, að hann væri ekki meir en svo öruggur. „Það verður eng- in vanvirða að falla fyrir de Gaulle“, sagði hann í janúar. En hann talar ekki lengur þannig. Eftir að barátta hans hófst í alvöru hélt hann fyrsta kosn- ingafundinn í Bordeaux, og þar kom múgur manns til að hlusta á hann. Eft- ir fundinn kvaðst hann vera sannfærð- ur um sigur. Hann lagði sig mjög fram meðan hann var í Bordeaux, hitti að máli stúdenta, verkamenn, verkalýðs- leiðtoga, bændur, kaupsýslumenn og að sjálfsögðu sósíalista. ■ Að heimsókn hans lokinni spurði blaðamaður stúdentana, hvernig þeim litist á hann. „Hann er ekki sem verst- ur“, svaraði einn þeirra. ',,En hann er orðinn dálítið gamall. Það sem við höf- um hug á er að fá mann á aldur við Kennedy". í landi þar sem ungt fólk fær æ meiri ítök hefur ferill hins látna forseta haft mikil áhrif: á sínum tíma töluðu Frakkar með hálfgerðri öfund um hinn unga leiðtoga B.andaríkjanna. Charles de Gaulle er hinn aldni og vísi • faðir. Þannig lita Frakkar á hinn 73 ára gamla forseta sinn, sem hefur veitt þeim föðurlega forsjá, ýmist með fagurgala eða járnhörku, nálega sex ár. Á þessu skeiði virðist ekki hafa verið um neinn annan einstakling að ræða: það var bara de Gaulle annars vegar og hin nafn- lausa franska alþýða hins vegar. Þetta er furðulegt fyrirbæri í þeim skilningi, að annars vegar er algert vald, en hins vegar hafa flest grundvallaratriði borg- aralegs frelsis verið virt. Aðstaða Defferres er að því leyti erfið, að hann getur ekki talizt vera leiðtogi stjórnarandstöðunnar í sama skilningi og Harold Wilson er það í Bretlandi. Deff- erre vill verða frambjóðandi allra vinstriafla í landinu, en þá kemur upp spurningin um samband hans við kommúnista, sem ráða yfir um 20% allra atkvæða. Þar sem Defferre hefur alla tíð verið harðasti og sigursælasti andstæð- ingur kommúnista í Marseilles, sem er eitt af höfuðvirkjum þeirra, er honum þvert um geð að eiga við þá samstarf á hinum víðari vettvangi þjóðmálanna, en hann hefur eigi að síður mikla þörf fyrir atkvæði þeirra. Kommúnistar hafa heimtað sameiginlegt framboð með sósialistum, áður en þeir lýsi yfir stuðn- ingi við Defferre, og þeir hafa hótað að bjóða fram sjálfstætt, ef sósíalistar hafni kröfum þeirra. E n gangi kommúnistar í lið með Defferre er hætt við að mikið atkvæða- magn miðflokkamanna fari í súginn. Margir miðflokkamenn hafa verið mjög hikandi í stuðningi sínum við Defferre, og stór hluti þeirra mun greiða de Gaulle atkvæði, hvernig sem allt fer. Verkefni Defferres er ennfremur tor- velt af þeim sökum, að hann hefur aldrei átt neinum teljandi vinsældum að fagna meðal þjóðarinnar í heild, enda þótt hann hafi verið ráðherra og sé nú leiðtogi sósíalista á þingi. Þess vegna hefur hann ákveðið framboð sitt nú, þó kosningadagurinn kunni að vera langt undan, kannski rúma 18 mánuði. Þá er og þess að gæta, að hann getur aldrei vitað með vissu hvenær kosningar verða haldnar. De Gaulle gætir spila sinna vel og getur látið fara fram nýjar kosn- ingar einfaldlega með því að segja af sér. Sarnkvæmt stjómarskránni á að halda kosningar 20—35 dögum eftir að forsetinn hefur sagt af sér. Hins vegar lýkur sjö ára kjörtímabili forsetans ekki fyrr en í janúar 1966. í fullu samræmi við alkunna fyrirlitningu de Gaulles á stjórnmálum og stjórnmálamönnum hef- ur hann afráðið, að ekki verði nein kosn- ingabarátta eða opinberir frambjóðend- ur, fyrr en kosningadagurinn hefur ver- ið endanlega ákveðinn. Þá og ekki fyrr verða frambjóðendur viðurkenndir, að því tilskildu að fram verði lögð með- mælabréf með 100 undirskriftum. Fyrr fá frambjóðendur ekki heldur að koma fram í útvarpi og sjónvarpi, sem eru í eigu ríkisins. Þetta hefur í för með sér, að Defferre fær ekki að tala til landsmanna í útvarp og sjónvarp, en de Gaulle og ráðherrar hans hafa ótak- markaðan aðgang að þessum áróðurs- tækjum í krafti embætta sinna. Að sjálfsögðu er Defferre ákaflega sár yfir þessu. Þegar hann fær loks að koma fram fyrir alþjóð, má telja víst að það verði honum til ávinnings, því hann kemur sérlega vel fyrir, er myndarlegur álit- um, laglegur og spengilega vaxinn, og hefur eitt viðfelldnasta bros í frönskum stjórnmálum. Annars er hann virðuleg- ur í fasi, allt að því fráhrindandi, og á ákaflega bágt með að halda skapsmun- um sínum í skefjum. Þó er sagt að upp á síðkastið hafi hann lagt mikla rækt við að temja skap sitt, og hann mundi ekki lengur slá menn utan undir á al- mannafæri, eins og hann gerði árið 1946 vegna óvinsamlegra blaðaummæla. Í Marseilles er Defferre vel þekkt- ur undir nafninu „Gaston“, og þar ým- ist sverja menn við nafn hans eða hata hann heilu hatri. Hann á sér langan feril í stjórnmálum borgarinnar og hefur unn- ið sig áfram með hörku og mikilli lagnL Hann er ekki fæddur í Marseilles og er að ýmsu leyti ólíkur hinum frjálsmann- legu og glaðlyndu borgarbúum. Gaston Defferre fæddist 14. september 1910 í Marsillargues, borg í hinu suð- læga vínræktarhéraði Hérault, ekkl langt frá Marseilles-héraðinu. Faðir hana var sæmilega efnaður lögfræðingur og kaupsýslumaður, gæddur talsverðu ráð- ríki sem sonurinn erfði, enda kom þeim illa saman. Gaston tók lögfræðipróf í Aix-en Pro- vence. TvítugUr að aldri hélt hann til Marseilles, eftir afdrifaríka lokasennu við föður sinn. Hann minnist þess, a<5 snemma hneigðist hugur hans að stjórn- málum, og þar sem stjórnmál í Suður- Frakklandi hafa löngum hneigzt til vinstri, skipaði hann sér í flokk með sósíalistum. Hann varð þegár virkur i stjórnmálabaráttunni jafnframt því sem hann stundaði lögfræðistörf. Ný kynslóð franskra leiðtoga kom fram á sjónarsviðið í seinni heimsstyrj- öld í sambandi við andspyrnuna gegn þýzka hernáminu, og Defferre var þar i flokki. Hann var virkur meðlimur neð- anjarðarhreyfingarinnar í Suður-Frakk- landi og í leynilegri framkvæmdastjórn Sósialistaflokksins. Var hann einn þeirra sem héldu úti leyniblaðinu „L/’Espoir“. Hann var nokkrum sinnum sendur i mikilvægum erindagerðum til Lúndúna og Algeirsborgar, þar sem frelsissveitir de Gaulles hershöfðingja höfðu bæki- stöðvar. Þegar Marseilles var frelsuð árið 1944 var Defferre meðal þeirra sem réðust til inngöngu í ráðhús borgarinnar. Sagt er að hann hafi borið silfurgljáandi hjálm slökkviliðsmanna við það tækifæri. Síð- an hefur Defferre verið nátengdur ráð- húsinu í Marseilles, nema hvað borgin féll í hendur gaullista eins og aðrar stór- ar borgir í Frakklandi á tímabilinu 1947 —53. I Marseilles eru það einkum komm- únistar og sósíalistar sem berjast um völdin. Kofnmúnistar hafa heldur bet- ur, og í sumum kosningum hafa þeir fengið allt upp í 39% greiddra atkvæða. Skæðasti fjandmaður þeirra er Defferre og hið víðtæka flokkskerfi sósíalista sem hann hefúr byggt upp. Þar sem hægri- flokkarnir gera sér ljóst, að hann er sterkasta vörnin gegn kommúnistum, hafa þeir tekið saman höndum og veitt honum meirihluta í borgarstjórn. Það er almennt mat manna, að hann hafi verið dugandi og heiðarlegur borgarstjóri þau 11 ár, sem hann hefur farið með völd. Marseilles hefur tekizt að reka af sér hið gamla' slyðruorð, og óvíða í Frakk- landi hefur þróunin og uppbyggingin verið jafnör. Þegar Defferre er ekki í hinni rúm- góðu skrifstofu sinni, sem veit út að lit- ríkri höfn borgarinnar, fylgist hann ná- ið með rekstri stærsta blaðsins í borg- Framh. á bls. 14 Utgefandi: H.f. Arvakur, ReykJavUt. Framkv.stj.: Sígfús Jónsson. Rttstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vlour. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arnl GarSar Krísttnsson. Ritstjórn: Aðalstrætl 6. Sími 22480. 2 LESBOK MORGUNBLAÐSIN5 16. töluiblað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.