Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 5
 ÓTTINN viö afbrigöilegar skoö- anir er einkennilegt félagslegt fyrirbrigöi % íslenzku þjóölífi og getur vart stafaö af ööru en and- legu sleni eöa hreinum heiguls- 4 hœtti, nema hvort tveggja sé. Menn vilja helzt hugsa eftir beinum lín- um og mynda sér skoöanir eftir til- teknum kerfum. Þetta er vitaskuld ákaflega þœgilegt og firrir menn allri andlegri fyrirhöfn, en hitt œtti líka aö vera Ijóst, aö þaö leiöir til aigers kyrkings í andlegu lífi þjóö- arinnar. Það viröist raunar mörg- um vera aukaatriöi. v - Hinn almenni og vinsœli línu- i 4 hugsunarháttur birtist m.a. í furöu . 2 ýmissa íslendinga á þvi, aö viö sama dagblaö i skuli starfa menn, seni hafa ólíkar skoöanir á ýmsum al- mennum mál- Er jafn- I ra um. vel talaö um, aö þetta beri vitni um stefnuleysi ___________________ umræddra \ blaöa. Nú er 1 það jafnan svo, aö þeir sem ympra á afbrigöilegum skoöunum í blöö- ] um gera þaö undir nafni, svo að í i þeirra sjónarmið veröa ekki meö nokkru móti túlkuö sem stefna til- tekinna blaöa: þau boöa stefnu sína í leiöurum og öörum nafn- lausum málefnagreinum. Aö þaö sé dagblaöi óhollt, aö fram komi ólík sjónarmiö á síðum þess, er slíkur fávitaskapur, aö naumast þarf að eyða oröum að því. Ein- sýni og einstrengingsháttur eru alltaf veikleikamerki, þö reynt sé að kalla slíka kvilla fögrum nöfn- um eins og „samheldni", „stefnu- festa" o.s.frv. Til gamans skal upplýst hér, að , þaö dagblaö sem nýtur einna 7 mestrar viröingar og álits, jafnt * austan hafs sem vestan, „New | York Times", hefur á sínum snær- j um tvo stjórnmálaritstjóra, sem i tíöum eru á öndveröum meiöi í J túlkun sinni á pólitík og rökræöa * sjónarmiö sín fram og aftur í blað- I inu. Af þessu skapast einkar frjó- i samur jarövegur fyrir skynsam- , lega og yfirvegaöa skoöanamynd- 7 un, sem á , því miöur mjög langt í land hérlendis. Islenzk blaöamennska er aö því leyti enn mjög frumstœð og van- 11 þróuö, aö blööin eru í álltof ríkum I mœli reyrö á flokksklafa og þora ekki aö láta vinda frjálsra og hispurslausra umrœöna leika um 7 sig. Morgunblaöiö hefur þó riöiö J á vaöiö á þessum vettvangi á und- anförnum árum, eins og sjálfsagt er um blaö svo aö segja állra lands manna, og vonandi draga önnur blöö lœrdóma af því, áöur en langt líöur. A.m.k. œttu þær raddir brátt aö fara aö þagna í íslenzkum blöö- uni, sem tála máli línuhugsunar og þeirra sjónarmiöa sem McCarthy varö kunnastur fyrir á sínum tíma. s-a-m. MIKILL EFAMAÐUR Effir Poul P. M. Pedersen STEINN STEINARR 1 TILEFNI af því, aö von er á fyrsta bindi bókaflokksins „Mod- erne islandsk Lyrikbibliotek" á þessu ári, hefur hinn danski þýöandi bókaflokksins, Poul P. M. Pedersen, ritað eftirfarandi grein um Ijóölist Steins Steinars, og birtist liún í „Berlingske Aftenavis“ 18. des. 1963. 1 þessu fyrsta bindi veröa rúnilega 100 Ijóö eftir Stein Steianrr. LjóÐ Steins Steinars voru snemma þýdd á erlendar tungur: á sænsku birtust ljóð hans m.a. í sýnisbók íslenzkrar ljóðlistar sem kom út árið 1959 hjá Lyri' Vlubb- en. Ári síðar kom út stórt úrval ljóða hans á nýnopsku, og árið 1961 birtust allmörg ljóð eftir hann í dönsku úrvali íslenzkra nútímaljóða. A þessu ári er von á rúmlega 100 ljóðum eftir hann í fyrsta bindi bókaflokks sem nefnist „Modeme islandsk Lyrik- bibliotek11. Þegar skáldið gekk módemismanum á hönd að fullu og öllu, vakti það ákafar og heitar umræður í heimalandi hans. Próf- essor Sigurður Nor.dal gekk fram fyrir skjöldu og varði hina hefð- bundnu ljóðlist. Módemisminn varð að sjálfsögðu ekki stöðvaður, en hefðbundin ljóðlist fékk ekki heldur snöggt andlát, eins og margir höfðu búizt við. Steinn Steinarr er fjarri því að vera eina skáld samtíðar sinnar, sem haft hefur efann að leiðarljósi. Par Lager- kvist vegur salt milli efa og trúar, hjá Erik Lindegren er efinn enn mátt- ugri, og af skáldsagnahöfundum skal einungis minnt á Kafka og Eyvind Johnson. En Steinn Steinanr er trú- lega sá, sein af ríkastri einbeitni og samkvæmni hefur krufið tilfinningu efans til mergjar. Eitt af æskuljóðum Steins Steinars, „í vor“, um unga stúlku sem gengur ein niður malbikað strætið með flaks- andi hór og rauðan silkiklút um háls- inn, birtist í íyrstu ljóðabók hans, „Rauður loginn brann“, árið 1934. í>ví lýkur á þessum línum: Kannske hefir þú áldrei veriö til, aldrei gengiö eftir rykugu strœtinu, meö rauöan klút um hálsinn. Ég veit þgö ekki. Þegar í þessu Ijóði hreyfir Steinn Steinarr við því stefi efans, sem hann átti eftir að leika í ijóðlist sinni með altækara og samkvæmara hætti en noklsurt annað skáld í bókmenntum aldarinnar. í Ijóðum hans birtist líf- ið í æ rikara mæli sem uppgerðar- líf, blekking, skynvilla: sjónhverfing- ar sem ómögulegt sé að brjótast und- an. Honum finnst tilveran hafa runn- ið út í sandinn. Dauðinn verður sá sem eftir lifir, hið óhagganlega lög- mál. Frá tóminu gegnum sjónhverf- ingarnar og aftur til tómsins, þannig lítur hann á örlagabraut mannsins. Vökudraumar mannsins rætast aldrei. Fyrsta bók Steins Steinars kom út og ljóöin í henni voru ort á tímum kreppu og atvinnuleysis í Reykjavík. Hann kyrmtist sultinum af eigin raun. Nokkur af ljóðunum í fyrstu bókinni eru baráttuljóð gegn eymd þessara ára og eiga rætur í henni. Þau eru mjög ljóðræn og orðfleiri en flest ljóð hans í hinu samiþjappaða formi, sem brátt varð sérkenni hans. En einnig í þessum ljóðum, sem sprottin voru úr neyðinni, er eins og liinn kyrri hvíti logi efans brenni með meira krafti en hinn <rauði logi uppreisnarinnar. N x I ÆSTA bók hans, sem nefndist „Ljóð“, kom út árið 1937. Þar eru eng- in þjóðfélagsleg baráttuljóð. Hið mikla stef efans er fyrirferðarmikið. Hugur- inn beinist inn á við. Skáldið hefur nú náð fullu valdi á hinu knappa og gagnorða formi. Bókin hefst á fögru og sérkennilegu kvæði u.m Krist: boð- skapurinn u,m að frelsari sé fæddur speglast í hugum tveiggja fátæikra barna fyrir tvö þúsund árum. í bók- inni eru nokkur ljóð, sem eru hyll- ing til og hugleiðingar um frægar per- sónur úr goðsögnum eða mannkyns- sögunni: Prometheus, Don Quijote, Columbus, Hamlet. í Ijóðinu um Columbus harmar hinn mikli sæfari ekki eins og í ljóði Johannesar V. Jensens, að upp kemur heimur milli hans og hins yzta hafs, þar sem mörk veraldar eru við hyldýpið, sem innsta þrá hans stefnir til. í ljóði Steins Steinars er Columbus harmi þrunginn einmitt vegna þess að hann verður að halda áfram að sigla endalaust án þess að finna nýtt meginland. Hjá báð- um skáldunum leitar hinn einmana skipstjóri eilífrar hamingju, fullkomn unarinnar. Og hann verður hennar ekki aðnjótandi. Hjá danska skáldinu er það landið sem veldur því, hjá ís- lenzka sltáldinu finnur hann ekki meginlandið sem hann hefur dreymt um og gefur för hans merkingu. Ilann finnur aðeins auða veröld: #• Svo sigldu þá, skipstjóri, án sátta viö drottin og fjandann! Þaö er sál þín, sem kallar úr djúpsins hrapandi röst jafn friölaus og þjáö eins og foröum: Hvaö er fyrir handan? Hjá Steini Steinarr verður hinn ve- sæli skipstjóri að halda áfram að sigla um óákveðinn tíma, kannski um allar aldir án þess að fá svör við hinni brýnu spurn. Hjá báðum skáldunum lifir eftirvæntingarfullt hjarta og sál farmannsins eiliflega í þungum öldu- gangi hafsins. EfINN um tilgang lífsins keraiur skýrt og umbúðalaust fram í einu Ijóð- inu framan til í bókinni; það heitir „Ekkert": Nóttin er að skella á. Gam- all maður situr við giuggann. Úti ear LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5 1€. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.