Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 5
Eftir Jóhann Hjálmarsson Flest það merkara í íslensk- um sbáldskap lýsir sam- Bkiptum manns og náttúru. Jörðin verður hið örugga skjóil, landslag hennar og kyrrlátir staðir veita fró og hvíld á þungum dögum. íslensk nútímaskáld hafa ekki síður en eldri sbáld gert þetta að inntaki ljóða sinna. Sbýrasta dæmið er Snorri Hjartarson. Hann segir í kvæðinu Lyng, sem birtist í nýjustu Ijóðabók hans, Laufi og stjörnum: Gott er að leggjast í lyngið, sjá lauf glóa, finna kvik fjaðurmjúk atlot þess, fagna í fegurð jarðar meðan rauð og lág sólin lœkkar og lyngbreiðan er ilmgrœnt haf sem ber þig að hljóðri húmströnd og hylur þig gleymsku. Snorri er skáld hinnar litríku íslensku náttúru. Leiðir einfarans í ljóði hans iiggja allar þangað. N áttúrudýrkunin er jafn rík og einlæg í Laufi og stjörnum og í tveim fyrri bókum Snorra, Kvæðum, og Á Gnitaheiði. En hún er ekiki eins mælsk. Skáldið er hljóðlátara. Að vissu leyti má segja að skáldinu sé ekki eins mikið niðri fyrir og áður, réttur ljóðsins drottni hér yfir öðrum tímabundnari boðskap. Lauf og stjörnur er innhverf. Athyglis- vert er að hin skrautlega stundum of- hlaðna málsköpun, sem áberandi var hjá Snorra, vikur nú fyrir einfaldari beinni tjáningu. I>egar hann talar um fjaLlið í Á Gnitaheiði, segir hann: Flughamrabratt og rökkurdimmurautt ris það úr breiðum öldum laufgrœnna hœða, löðri hvítra blóma í Laufi og stjörnum, stendur þetta um fjallið: Fjarlœgt og eitt rís fjallið úr sinubleikri sléttunni Aðferðin er önnur. Og það sést enn greinilegar ef þessi ljóð eru borin saman i heild. 1- fyrri bókum Snorra eru ljóð, sem verða að teljast „framlög“ til bar- éttumála. í>ar er hann ekki myrkur í rr.álL í Laufi og stjörnum er það helst ljóðið Ég heyrði þau nálgast, sem gefur vísbendingu um áhyggjur skáldsins af samtíð sinni, vegferð hennar: Ég heyrði þau nálgast í húminu, beið á veginum rykgráum veginum.' Hann gengur með hestinum höndin kreppt um tauminn gróin við tauminn. Hún hlúir að barninu horfir föl fram á nóttina stjarnlausa nóttina Og ég sagði: þið eruð þá enn sem fyr á veginum flóttamannsveginum, en hvar er nú friðland hvar fáið þið leynzt með von ykkar von okkar allra? Snorri Hjartarson 1 ágætum sjónvarpsþœtti síöast- liðinn sunnudag leiddi kynnir á- horfendur til gamallar baðstofu, lýsti henni og dró fram ýmsa gamla muni og fá- I séða, sem mörgum mun hafa verið au- ■ fúsa að sjá. 1 lok máls síns I ■ I g I fór hann síðan nokkrum við- [ ™ J ~ J urkenningar- orðum um bað stofuna, og mælti eitthvað á þá leið, að við mœttum ekki gleyma því menningarhlutverki, sem baðstofu- lífið hefði gegnt á liðnum öldum. Hér drap þessi maður á athyglis- vert atriði og endurtók hrapallegan misskilning, sem á umliðnum árum hefur oft komið fram þegar íslenzka baðstofan hefur verið á dagskrá. Af misskilinni þjóðrækni hafa tals- ra menn íslenzkrar menningar oft lof- sungið baðstofuna og talið henni og lífinu þar flest til gildis. Með fjálg- um orðum hafa þeir látið hugann reika um langbönd og sperrur, eða þá að skarsúðin hefur heillað hug- ann, þegar horfið var á vit fortíðar. Stundum hefur gengið svo langt í þessum ræðum, að menn hafa harm- að það klökkum rómi, að þurfa að ferðast um sveitir landsins án þess að geta komið inn í gamla og góða íslenzka skarsúðarbaðstofu, eins og eitt sinn var komizt að orði. Engu er líkara, en þessir menn haldi margir hverjir, að baðstofan íslenzka sé gróðrarstöð menningar liðinna alda. En því fer fjarri, að svo sé. Sú menning, sem við telj- umst hafa lagt til á liðnum öldum, og verulega kveður að, hafði séð dagsins Ijós áður en þjóðin settist að í baðstofunum. Á blómaskeiði ís- lenzkrar menningar gengu menn til baðstofu til að baða sig, en sinntu menningariðkunum í veglegri húsa- kynnum. En þegar fátœktin sótti þjóðina heim, þegar harðindi og drepsóttir herjuðu, erfitt varð um mataröflun og torfengin spýta til bygginga, þá er það að þjóðin settist að í baðstofunum. Sitthvað má að sjálfsögðu finna baðstofunum til gildis sem íveru- húsum. Þær voru tiltölúlega hlýjar á vetrum þrátt fyrir litla upphitun, sem stafaði af því, að gluggar voru fáir og litlir, en þykk torfþök. Og þetta voru ódýr hús í byggingu og kostnaðarlítil í rekstri. Og þegar við bœtist, sem stundum kom fyrir að fjósið var undir baðstofunni þurfti ekki að hafa neinar áhyggj- ur af upphitun. En ókosti baðstofunnar sem íbúð- arhúss ætti ekki að þurfa að rekja fyrir nútímamönnum. Myrkrið, sem sólargeislarnir komust sjaldan inn í, veitti mörgum sóttkveikjunum öruggt aðsetur, og rifurnar, sem alltaf hlutu að myndast inn á milli þils og veggjar eða upp undir súðina gerðu það að verkum, að erfitt eða ógerlegt var að halda þessum hús- um fullkomlega hreinum. Þetta var því fyrst og fremst heilsuspillandi húsnœði og sem slíkt á að tala um það og kynna það fyrir ungu kyn- slóðinni, sem ekki á þess kost að sjá baðstofur annars staðar en á söfnum. Baðstofurnar voru að þessu leyti algerar hliðstæður bragganna illrœmdu, enda mun það oft hafa verið með svipuðu hugarfari. sem fólk flutti úr baðstofu í betra hús- nœði, og braggabúinn nú á dögum flytur í steinhúsið. Það er engum til góðs að litið sé á baðstofulíf liðinna myrkra alda í upphöfnu Ijósi. Því enda þótt ein- hvern tíma hafi verið kastað fram liðlegri stöku úr baðstofufleti eða kveðin lagleg ríma þar við litla týru, þá voru það ekki baðstofurn- ar eða þeir lífshœttir, sem þar mót- uðust, sem reyndust umtalsvert framlag til menningarinnar. Jón Hnefill Aðalsteinsson 12. febrúar 1967 ■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.