Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 6
Þau horfðu á mig þögul og hurfu mér sýn inn x nóttina myrkrið og nóttina. L.jóðið er fjarri því að hvetja til baráttu; það lýsir hanmi og trega manns, sem etfast í næðingum tímans. Hugmynd Ijóðsins er sótt til Biblíunnar, en auð- velt er að sjá hvað fyrir skáldinu vakir, að það er myrkur nútímans, sem þau María og Jósef hverfa inn 1 Bæði efnis- meðferð og orðaval þessa ljóðs sýna gtögglega breytingar, sem átt hafa sér stað hjá Snorra, ekki mikilvæg umskipti, •n sanna það að hann hefur færst enn nær þeim tjáningarmáta, sem Ijóðskáld nútímans hafa tileinkað sér. Eins og fýrr segir eru náttúruljóðin mest einkennandi fyrir Snorra. f>au eru hans trúarjátningar, lífssöngur. Málið á þessum ljóðiun feHur að mynd- unum eins og straumþungt fljót hjúfrar sig að víðáttumikiilli sléttu. Snorri kann skálda best list málsins og samsetning myndarinnar. Litum á stutt ljóð, Brot, sem ekki er í hópi merkari ljóða Laufs og stjarna: Lóukvdk og léttfætt lömb á grundum kalla hug minn heim, á hljóðum stundum hvíslar hjartað: geym þann hreina söknuð. Komið er kvöld um fjöll og kyrrðin vöknuð. 1 fyrra erindinu fær skáldið okkur til að trúa með sér á það, sem kallar hug þess heim, skilja söknuðinn; tvær síð- ustu hendingarnar staðfesta þá reynslu, sem ljóðið færir okkur. Við erum stödd i miðri fjallakyrrðinni. Var hægt að orða þetta betur en á þann hátt að kyrrðin væri vöknuð? Mynd og mál er svo samofið í náttúru- kveðskap Snorra, að við lútum tötfrum hans fyrr eða seinna. Sum þessara ljóða geta virst léttvæg við fyrstu kynni, að- eins kunnáttusamlega gerð. En það er eðli þeirra að grípa okkur smám saman römmum tökum á sama hátt og náttúr- an sjáli dregur okkur alltaf heim til sm. Þar með er ekki loku fyrir það sbotið að ljóðin geta líka með tímanum gleymst okkur í fullkomleik sínum, ekki laðað til frekari kynna. Ég hef stundum efast um skáldskap Snorra Hjartarson- ar, átt stundir sem hann hefur verið mér algjörlega framandi. Bók eftir hann hetf ég þá aðeins opnað til að loka henni sem fyrst aftur. Ef til viil sannar dæmið einungis það að ekki er alltaf hægt að vera móttækilegur fyrir góðum skáld- skap. Stundum er skáldskapur gerður af meiri vankunnáttu, eiginlegri til lest- urs, hefur meira að gefa (og segja)? Hin mestu skáld eru stundum otf snjöll fyrir lesendur sína. E itt af því sem mér finnst mark- vert við bók Snorra Hjartarsonar er það, að hann sýnir að náttúrulofgjörð er ekki það eina, 9em hann getur ástundað með árangri. Hann leitar líka í aðrar áttir, og vekur með því forvitni, og stundum meira en hana eina saman. Ljóðin úr Rómarför skáldsins eins og Hús í Róm, og Piazza del Popolo, eru nýjung í skáldskap Snorra, og skemmti- legt að bera þau saman við önnur kvæði hans. Hús í Róm fjallar um John Keats, sem lést þar í borg. Snorri hefur otft bent á hve mikla þýðingu enskur gkáld- skapur hatfi haft fyrir hann. í þessu Ijóði helguðu minningu Keats dregur hann upp einfalda en sterka mynd frá umhverfi skáldsins enska: Dimmt og hljótt í húsinu við Trinita dei Monti líkt og þá hvít þrepin upp hœðina ómandi af fjöllitu ungu lífi yfir kvöldhiminn og stórar fáar stjörnur Og síðar í Ijóðinu segir: hér hvarf hann í myrkrið hinn ungi elskhugi jarðarinnar sem fegurst kvað En John Keats hverfur ekki í tómt myrkur í ljóði Snorra, heldur í myrk- rið til stjarnanna. Þar er fólgin von skáldsins, sigur þess. Þetta ljóð er ákaf- lega hljóðlátt og varfærnislegt, en stend- ur fyrir sínu, verður minnisstætt fyrir skýra mynd af skáldi skrautkersins. Hitt ljóðið, Piazza del Popolo, fæst einnig við að draga upp mynd: Á torginu miðju eins og stakur sólstafur steinvarðinn mikli frá Níl glœddur fegurð og kynngi hins fyrsta dags Það er mikill vandi að vekja til lífs 1 ljóði það sem ber fyrir auigu ferða- manns í framandi borgum. Hættan er alltaf sú að búa til marklausa upptaln- ingu, sem aðeins hefur gildi fyrir ferða- manninn sjálfan. En jafnvel margþvæld orð eins og fegurð og kynngi um það sem mætir ferðalang, er hægt að fá til að ljóma í réttu umhverfi. Fegurð og kynngi hins fyrsta dags; þessi setning segir hér þá sögu, sem nauðsynlegt er að hafa í huga. Höldum áfram: Tekinn hertaki og horfir enn á aldurhaf strœtanna eilífu himingnæf hvolfþök og turna brotin súlnagöng sokkin hof Skáldið hættir ekki í öðru erindinu að lýsa steinvarðanum mikla, og gerir hann að lokum að hinu eilífa tákni, sem ekk- ert vinnur bug á: Stendur hér krýndur þungu krossmarki alger ósigraður. Þá hefur okkur verið fenginn lykillinn að ljóðinu um Piazza del Popolo. Við finnum að tilgangur skáldsins er ekki einungis sá að gefa hrifningu sinni á fornum hlut byr undir vængi. Ljóðið kallar á aðrar ráðningar. egar Snorri yrkir um riddarann, yrkisefni sem freistað hefur margra, er ekki laust við að aðdáandi ljóða hans lesi það kvæði með nokkurri varúð. Mörg skáld hefur þetta yrkisefni leitt til of vanabundinnar og marklítillar túlkunar. Snorra tekst aftur á móti að blása í það lífi. Riddari kemur að þeim stað, sem honum var stefnt á, og finnur hvergi neitt: nema í efsta salnum var gömúl tafla andlit þitt vökufölt í a.uðn og myrkri. Fleiri ljóð í þessum anda eru í bókinni. Þau eru einhvers konar frásagnarljóð, dæmisögur, lýstar upp af ljóðrænni hugsun, sem fæðist eins og í skyndingu og ríkir yfir sviði tómlátu fyrir kraft hennar, en óhagganlegu, ágeiigu fyrir skýrleika sinn. Myndrænn hæfileiki Snorra er bæði í ætt við Ásgrím Jóns- son og expressjónista, og skyldur súrrea- listískri og symbólskri málaralist; það er einhver einmanakennd, ekki fjarri því að vera örvæntingarfull, sem hefur sest að á fletinum: hrundar súlur myndin hvíta ein og: Gott er hjá hamrinum á eyu myrkurs því langt er til stranda gott að hvílast meðan Ijósið fellur að unz það fellur fram af brúninni og slökkur eldinn Það ætti ekki að vefjast fyrir lesendum ljóða Snorra Hjartarsonar að þessi bók er að sumu leyti veikasta verk hans. En hún verður sterk fyrir veikleika sinn m.a. Hann hefur aldrei verið jafn nálægt okkur. Hann skilur eftir grun í brjóst- um okkar. Hann lætur okkur finna til óeirðar. Lauf og stjörnur er lífvænleg- asta ljóðabók Snorra, og ánægjulegt að hann skuli finna í sér löngun til endur- nýjunar. Honum hetfur tekist hin virð- ingarverða tilraun betur en öllum öðr- um skáldum á hans reki. Ég tel ekki að hér sé kveðið of sterkt að orði. SVIPMYND Framíhald atf hls. 2. Obote heilsar Wilson forsætisráðherra Breta á ráðstefnu í London. annig stóðu málin þegar Kabaka konungur gerði tilraun til að losa sig og landið við stjórn Obotes með þeirn atf- leiðingum, sem áður greinir. Og nú velta menn því fiyrir sér, hve lengi stjórn Obotes muni stamda, hve l'íiklegur hann sé til að hafa hemil á þegnum sín- um. Blaðarmaður, sem áfti viðtal við Obote fyrir skömmu, fékk þetta svar: „Þegar ég var smaladrengur og gætti hjarða minna, varð mér oft hugsa'ð til systkina minna, sem voru I skóla. Þegar þau voru heima í leyfum voru þau oft mjög andstyggileg við mig. Þau sögðu S'tundnm að ég væri 'heimskingi atf því að ég kynni ekki að lesa og skritfa, af því að ég væri ekki í skóla. Um þessar mundir var föðurlbnóðir minn, eldrá Ibróðir föður míns, forstjóri mikiis fyrir- itækis og faðir minn var yfirmaður. Ég visisi, að hivorki faðir minn né föður- bróðir minn höfðu gengið í skóla, en samt var þeim falið að líta eftir ann- arra starfi. Ég breytti þess vegna naut- um mínum, kindum og geitum, í mann- legar venur, og ég reyndi — ef svo má segja — að stjórna þeim“. TUNGUMÁUN Framhald atf bls. 4 veraldleg viðfangsefni og gera þeim mögulegt, án nokkurnar fyrirhafnar við tungumál atf þeirra hálfu, að ná til mik- ils manngrúa, sem nú er miklum erfið- leifcum bundið. Það er ákaflega vafasamt að sameigin- legt tungumál mundi leiða til meira sam- ræmis í trúarkenningum. Tungumála. eining mundi ekki leiða af sér trúarein- ingu. En hún er þó fallin til að skýra skoðanamun og ágreining og gera hverja kenningu ljósari bæði fylgjendum henn- ar og andstæðingum. Hér má vitna í nýja skýrslu frá „Brezka og erlenda biblíufélaginú': „Etf maður á að frelsast verður hann að geta nálgazt sannleikann. Hindranir þær sem útiloka hann frá frelsinu eru ekki allar honum sjálfum að kenna, og ein hin óg- urlegasta er tungumálatálminn. Sann- leikur, sem er í varðhaldi framandi tungumáls, megnar ekki að frelsa þá, sem eru fjötraðir af vanþekkingu og synd“. vér skulum nú stuttlega minn- ast á sameiginlegt ritmál fyrir bók- menntir, þegar þar með er ekki talið það sem fjallar um vísindi, viðskipti og stjórnmál. Eins og nú er málum háttað eru bók- menntarit nú venjulega samin á ein- hverri hinna mörgu bókmenntatungna, sem nú eru uppi. Ef þau er talin hafa gildi, eru þau þýdd og gefin út á ný á öðrum tungumálum. Þetta er seinleg, kostnaðarsöm og ófullnægjandi aðíerð. Oft kemur fyrir, að rit með verulegt bókmenntagildi eru ekki þýdd, vegna þess að ekki er búizt við nægum kaup- endafjölda. Og eins oft hendir það, að rit, sem er bókmenntaperla á frummál- inu, missir svo mikið atf ilmi sínum I þýðingunni, vegna þess að verkið er unnið af þýðanda sem er tæknilega en ekfci bókmenntalega fær um það. Sönn bókmenntaþýðing er ekki iðn heldur list. Ein atf hinum algengustu röksemdum andstæðinga alþjóðamáls er sú, að japp- taka þess muni leiða til glötunar bók- menntalegum verðmætum. í raun og veru mundi heimstunga hafa í för með sér aukningu slíkra verðmæta. í stað hins núverandi óáreiðanlega happa- og glappakerfis mundi sérhver bók, sem kæmi út á einhverju þjóðtungumáli, auk þess koma út í einni þýðingu, sem i ódýru vasabókartformi væri til afnota fyrir allan heiminn. Það mundi vera miklu auðveldara að koma upp fjölda aí færum bókmennta- þýðendum á alþjóðamálið heldur en það er nú að útvega hæfa þýðendur á hinar ýmsu bókmenntatungur heimsins. Þegar rit væri komið á alþjóðamálið, væri því lífca frá byrjun tryggð áheyrn og svar heimsins, í stað hins fámenna lesenda- hóps í heimalandinu og óvissunnar um útgáfur á öðrum málum. Það hlyti að verða góðum bókmenntum ávinningur. 0 nnur röksemd er miðar í sömu átt er sú, að alþjóðamál sem ekki sé vaxið upp úr og þroskað við aldagamla mannlega reynslu, mundi vera ófært um að móta og birta bókmenntaleg verð- mæti. Þeesi röksemd beinist aðeins að gervimálunum, en það felst í henni, að ef þjóðtunga væri valin sem iheimsmál, mundi hún bera með sér sinn eigin hefð- bundna bókmenntasvip. Framhald á bls. 14. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. febrúar 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.