Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Blaðsíða 6
ÞRIÐJA LEIKHÚSIÐ Framhald af bls. 4. sviði. Afleiðing þessa er sú, að við styðjum, viðmið- unarlaust, leikhús, sem eru gjörsneydd allri örvandi lífsorku og þrótti, og sem menn koma til með venju- legu hugarfari eiginmanna á Wagneróperu, sem dott- andi fórna sér fyrir óseðjandi menningarþorsta kon- unnar. E n um ástandið í Evrópu gegnir allt öðru máli. í Englandi, þar sem leikhúsferðir eru snar þáttur hins daglega lífs, en ekki hefðarkeppikefli eða menn- ingarnauðung, er leikhúsið ein aðaluppspretta sannr- ar listnautnar. Og fólkið sækir ekki síður hin fjár- styrktu stóru leikhús en litlu leikhúsin í West End. Sækir þau til að sjá Paul Scofield og Royal Shake- speare Company kryfja getuleysi ellinnar í „Lear konungi" eða rjúfa skilin milli farsa og martraðar í „Eftirlitsmanni stjórnarinnar"; til að sjá Albert Finney í brezka Þjóðleikhúsinu, ýmist sem hinn ruddal'ega þjón í „Fröken Júlíu“ eða sem kynvillt- an tízkuteiknara í „Svörtum gamanleik“ eða hnetu- salann Duke í „Mikið veður út af engu“; til þess að sjá Robert Stephens, einnie í Þjóðleikhúsinu, sýna glæsilegri túlkun með hverju nýju hlutverki; til að fylgjast með þróun „Marat/Sade“ hjá Royal Shake- speare Company úr tilraunakenndri leikæfingu í glæsilega, fullbúna leiksýningu; til að horfa á Englisn Stage Company í Royal Court-leikhúsinu hætta til- veru sinni með því að ögra valdi leikhúseftirlitsins; jafnvel til að sjá hvernig eitt af hinum tiltölulega ómerkari leikfélögum sviðsetur píslarsöguna með blóðheitum hætti í „Wakefield Cycle Plays“ í Mer- maid-leikhúsinu. — Þetta eru viðburðir sem sýna okkur hvað Synge átti við með „sannri gleði“. Þeir, sem enn kjósa heldur „falska kátínu“ söng- leikjanna, geta hallað sér að „Halló Dolly“, „Funny Girl“ og nokkrum enskurn söngleikjum, en það er i Old Vic og Aldwyoh-leikhúsunum, sem miðarnir renna út og hinnar raunverulegu skemmtunar er að leita. Leikhúsin handan við Ermarsund hafa einnig yfir sér nokkuð af þessum létta blæ, sérstaklega kemur hann fram hjá hinium mikilhæfari leikrita- skáldum í Frakklandi og Þýzkalandi. Að mínu áliti getur varla öllu hispurslausari l'eikritahöfund en Bert- olt Brecht, en listræn ádeila hans hefur orðið ein af mikilvægustu stoðunum undir hinni öru menningar- þróun okkar, svo að ekki sé minnzt á áhrif hans á leiklistarheim samtímans í heild. En það hvarflar víst ekki að neinum, sem sér hinar virðulegu, þung- lamalegu uppfærslur á verkum Brechts, sem hér tíðkast, að hann sé meistari léttrar fyndni og noti revíubrögð, trúðleiki og fjölleikaatriði, er hann byggir upp list sína, eða að sjálfur hafi hann oft notað káta flakkara og klækjarefi til að fara með hlutverk í leikritum sínum. Eugene Ionesco, sem af mörgum er talinn burð- arás framúrstefnu-leikhússins, ber mikinn keim farsahöfundar, og fjarstæður hans eru upprunnar frá Moliére og Marxbræðrum. Samuel Beckett skrifar um fánýti mannlegrar tilveru og notar baksvið söng- leikahúsa og persónur sniðnar eftir gervum Ohaplins og Keatons í þöglu myndunum. Og þegar Peter We;ss eða Jean Genet eða Friedrich Dúrrenmatt vilja setja fram siðfræðilegar eða pólitískar kenningar gera þeir það með frábærum leikhúsaðferðum og stundum allskálkslegum brögðum. Aftur á móti er ameríska leikritið, sem vill telja sér eitthvað til gildis, næstum undantekningarlaust hátíðlegt og grafalvarlegt, eins og höfundurinn óttist að verða vændur um kæruleysi eða tilslökun. Eugene 0‘Neill, sem á svo stóran hlut í því sem er einhvers ifirði í leiklist okkar, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessu. Það var ekki fyrr en undii lok skáldferils hans, að honum lærðist að gera greinarmun á alvöru og illspám. En 0‘Neill átti líka léttleika, og það má sjá í síðari leikritum hans — sérstaklega í „Ah Wilderness“ og „A Touch of the Poet“ — en meðan hann áleit sig útvalinn til að skipa sæti Eskýlosar, fann hann sig knúinn til að bera ákaflega harmi- brungið svipmót andspænis áhorfendum sínum. Arthur Miller er beinn arftaki 0‘Neills hvað þetta inertir, því hann virðist rugla saman alvarlegum tökum á verkefnum sínum og algjörum kímni- skorti. Miller skrifar um „raunveruleikann", án þess að hafa minnstu hugmynd um það, sem er „frábært og óbeizlað í raunveruleikanum“, og þó að leikrit hans sverji sig í ætt við harmleikinn, skortir þau alla harmræna kímni. Það má finna fjölmörg dæmi um þetta viðhorf, allt frá „Winterset“ eftir Anderson til „J. B.“ eftir MacLeish, um leikrit og leikrita- 'höfunda sem eltast við harmadísina á hlaupaskóm með blýsólum, þar til þeir hnjóta um tærnar á sjálf- um sér. Jafnvel Edward Albee — leikritahöfundur sem er gæddur ríkri kímni — hefur orðið þeim mun líkari torskilinni véfrétt sem frægð hans hefur orðið meiri, þar til við í „The Ballad of the Sad Cafe“, „Tiny Alice“ og „Malcolm" kynnumst aðeins og ein- göngu viðhorfum mögnuðum af þunga og alvöru. Titilblað „heiftúðugs reiði-Ieikrits“, sem er sérstak- lega gott dæmi um „þriðja leikhús“ Brusteins. Nýtilkominn áhugi okkar á litlum leikhúsum með fjölbreytta verkefnaskrá hefur einnig orðið til þess að ýta undir þessa uppgerðarháalvöru, að mað- ur tali ekki um uppgerðargleði. Fáeinum leikhÚ3- um, dreifðum út um landið — sérstaklega Guthrie- leikhúsinu í Minneapolis — hefur þó tekizt að skemmta fólki, án tilslökunar á listrænum kröfum, en í flestum tilfellum hafa vinsældir litlu leikhús- anna orðið stökkbretti, annað hvort til óhóflegs léttleika eða óhóflegs drunga. S amband túlkandi listamanna — APA — hef- ur, að því er ég bezt fæ séð, náð beztum árangri með mesta léttmetinu, endurvakningu gamalla „meló- drarna" eins og „The Tavern“ eða Broadway-gaman- leikja eins og „You Can’t Take It With You“, en Blau-Irving-leikflokkurinn hefur aftur á móti verið blýþungur og drungalegur í Lincoln Center, þó hann hafi að sönnu verið miklu náttúrlegri og ekki eins hástemmdur, þegar hann hefur haft sýningar í San Francisco. Shakespearefélagi Papps hefur tekizt furðuvel að varðveita anda æsku og lífsorku, hvað sem líður mis- tökum í einstökum uppfærslum. En það hefur skap- azt einhver andi útihátíðahalda kringum Ameríska Shakespearefélagið í Stratford, sem veldur þvi að svæðið er orðið vinsæll áningarstaður fólks á sunnu- dagsferðalögum. Og 'nú — til að kóróna þessa smáleikhúsamenn- ingu — hefur Arthur-Miller-áhugamannaleikfélagi verið komið á laggirnar, og er því ætlað það verk- efni að sýna „f deiglunni", „Eftir syndafallið" og „Incident at Vichy“ í þríeyki úti á landsbyggðinni. Gerið ykkur í hugarlund þá heljarskriðu af grafal- vöru, sem er í þann veginn að falla jrfir höfuð grandalausra skólanema, sem sumir hverjir hafa kannski aldrei verið viðstaddir leiksýningar fyrr og móta nú viðhorf sitt til leikhússins eftir þessum þremur verkum. Er eitthvað í bandarískri skapgerð, sem leiðir menningu okkar út í öfgarnar? Vissulega hömpum við listamönnum okkar meira en hollt er, erum of fúsir til að krýna þá óverðskulduðum lárviðarsveig-- um og skipa þeim ólympskan sess, en þeir sem slá á léttari strengi eru aftur á móti stöðugt hvattir til að þeyta söluvarningsfroðuna. í báðum tilfellum er jafnaugljós tregða okkar til að viðurkenna lista- menn okkar eins og þeir eru, láta þá sjálfráða um að túlka þau hlutverk sem þeim eru eðlilegust. Tök- Framhald á bls. 13. „Þriðja leikhúsið“: „Viet Rock“ — æf- ing á and-hernaðar- leikriti Megans Terrys, sem sýnt var í Yale-leiklistar- skólanum siðastliðið haust. „Þessi verk koma alltaf á óvart, og þau tilreiða þann kerlög, sem ólgar og freyðir af ósvikinni leiklist". 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. apríl 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.