Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 4
Fundurinn í bamaskólaportinu sumarið 1908. Bjöm Jónsson stendur á tröppunum og gagnrýnir Uppkastið. fundurinn að ísland ætti að hafa sér- stakan fána, krafðist þess að þegnréttur landsmanna væri íslenzkur og Alþingi rofið, áður en kosið væri í nýja sam- bandslaganefnd. Úr þessum jarðvegi eru sprottnar ítrustu kröfur, sem fslendingar gerðu á þessum ámm um sjálfstæði sitt, og jafnframt má rekja til þessara fastmót- uðu hugmynda þau „skapgerðarein- kenni“ íslendinga, sem áttu eftir að kalla á þau ummæli dansks forsætis- ráðherra, LC. Christensens, löngu síðar, að „íslenzka þjóðin hefur eftir því sem aldirnar liðu, smátt og smátt fengið ein- hvem keim af jarðeldanáttúru lands- ins . . . Huldir eldar brjótast fram þegar minnst varir, flokkar rofna og klofna og nýir flokkar og flokksbrot myndast". Christensen hafði, þegar hann skrifaði þessi orð, orðið^ fyrir miklum vonbrigðum af því að Islend- ingar skyldu hafna sambandslagaupp- kastinu 1908. Ekki þarf að því að spyrja, að deil- ur voru mjög hvassar í blöðunum á þessum árum og lögðust þjóðræðis- menn og landvamarmenn jafnan á eina sveif gegn heimastjómarmönnum. Þeg- ar Friðrik VIII er tekinn við völdum í Danmörku eftir föður sinn (Friðrik lézt í maí 1912 eftir sex ára stjóm og tók Kristján X sonur hans þá við) hefst góð vinátta með þeim Hannesi Hafstein og eflist hún og styrkist, þegar íslenzk- um þingmönnum er boðið til Danmerkur 1906, og ekki síður þegar Friðrik VIII . kemur í heimsókn til íslands með fríðu j föruneyti 1907. Við þessar breytingar I glæðist áhugi Hánnesar Hafsteins aftur á sjálfstæðismálum íslendinga: hann fær nýja von um að unnt sé að ná enn einum áfanga og koma málinu í höfn. Heimastjómarmenn höfðu einkum lagt áherzlu á viðreisn og uppbygg- ingu innanlands, en nú eygir Hannes tímamót, sem hann hyggst nota til hins ítrasta. En háværar kröfur úr öllum áttum, bæði frá bænda- og þingvalla- fundi, landvarnarmönnum og þjóðræðis- mönnum, um að stjómin taki til hendi og leiði þjóðina til fullveldis, ýtir undir heimastjómarmenn. „Hannes Hafstein tók nú að semja við Friðrik VIII,“ segir Þorsteinn Gíslason, í ævisögu hans, „um nýtt fyrirkomulag á sambandi íslands og Danmerkur. Hann lagði áherzluna á það, að í stað stöðulaganna 1871, sem voru undirstaða stjómarskrárinnar 1874, kæmu ný sambandslög, sem veittu íslendingum þau réttindi í sambandi landanna, sem þeir teldu sig eiga að réttu lagi__“ Hannes Hafstein fékk góð- ar undirtektir hjá konungi, sem féllst á, að ísland ætti ríkisréttindi út af fyrir sig, eins og fram kom í ræðu hans á Kolviðarhóli 1907. Án efa hafði konung- ur mikil áhrif í þá átt að eyða gömlum rótgrónum kenningum danskra stjóm- málamanna um stöðu íslands gagnvart Danmörku. Og vel má skyggnast inn í hug Hannesar Hafsteins með því að líta á ræðu, sem hann flutti á þingmála- fundi í Eyjafirði vorið 1907, prentuð í Lögréttu. „Eftir að það hefur um lang- an undanfarinn tíma verið gersamlega ómögulegt að ná eyrum eða áheyrn bræðra vorra í Danmörku fyrir óskum og kröfum um aðra ákvörðun í stjóm- arfarslegri stöðu Islands gagnvart öðr- um hlutum ríkisins, og annan grund- völl fyrir stjómskipun þess heldur en þann, sem stöðulögin frá 1871 hafa að geyma, er nú loks svo komið eftir vin- samlega samfundi alþingismanna og rikisþingsmanna á síðasta sumri, að mjög margir af leiðandi mönnum Dan- merkur, þar á meðal ýmsir mikilsmeg- andi ríkisþingsmenn, vilja gera alvar- lega tilraim til þess að finna form, sem allir gætu gert sig ánægða með. Á sameiginlegum fundi alþingismanna og ríkisþingsmannanefndarinnar í Kaup- mannahöfn s.l. sumar var það einhuga ósk allra alþingismanna, að sett væri nefnd, sem skipuð væri bæði islenzk- um og dönskum þingmönnum, til þess að taka samband landanna til athugunar og undirbúa nýja, sameiginlega löggjöf um stjórnóirfarslega stöðu íslands. Og það var niðurstaðan, að konungur skip- aði úr .hópi alþingismanna og ríkisþings- manna milliþinganefnd, er skyldi rann- saka og ræða stjórnarfarslega afstöðu fslands innan Danaveldis og taka til ítarlegrar yfirvegunar, hverjar ráðstaf anir löggjafarvöldin mundu geta gert til þess að koma fullnægjandi skipun á þetta mál, þannig, að fengizt gæti ný löggjöf, samþykkt bæði af Alþingi og ríkisþinginu um samband milli íslands og Danmerkur í stað stöðulaganna sem aðeins voru sett af ríkisþinginu. Þetta hefur konungur vor, sem allt vill ís- landi sem bezt og einskis óskar frem- ur en að vér fáum löglegan rétt vorn í öllum greinum, aðhyllzt, og er það til- gangur hans að láta það verða sitt fyrsta verk, er hann er stiginn á ís- lenzka grund, að gefa út konungsúr- skurð um skipun þessarar nefndar í því trausti, að starf hennar verði upphaf að ráðstöfunum íslandi til hags og blessunar.“ í þessa sambandslaganefnd eru skip- aðir: Jón Magnússon, Lárus H. Bjarna- son og Steingrímur Jónsson, sýslu- maður, úr stjórnarflokknum (Heima- stjórnarflokknum), en úr Þjóðræðis- flokknum: Skúli Thoroddsen, Jó- hannes Jóhannesson og Stefán Stefáns- son, skólameistari. Af Dana hálfu sátu tólf menn í nefndinni, auk forsætisráð- herrans I.C. Christensens; sem var sjálf kjörinn, eins og ráðherra íslands. Hannes Hafstein hafði ætlazt til þess, að í nefndinni sætu þrír þingmenn úr stjórnarflokknum, tveir úr Þjóðræðis- flokknum og einn úr Landvamar- flokknum, en hann var sjálfkjörinn, því að Landvarnarflokkurinn átti aðeins einn mann á þingi, Sigurð prófast Jensson í Flatey. En nú vildi flokkur- inn setja formann sinn, Jón Jensson, í nefndina, en það reyndist ekki unnt, vegna þess að hann var ekki á þingi, og fengust þá landvarnarmenn ekki til þess að skipa neinn í nefndina. Sjálf- stæðismenn, eða þjóðræðismenn, kusu í nefndina þá þrjá, sem fyrr voru nefnd- ir, en Heimastjómarflokkurinn hafði gert ráð fyrir að dr. Valtýr Guðmunds- son og Skúli Thoroddsen yrðu fyrir valinu. En dr. Valtýr vildi ekki taka sæti í nefndinni, þar eð hann væri danskur embættismaður. Nokkur átök höfðu orðið um það milli þjóðræðismanna, hvort þingmenn þeirra ættu að fara til Danmerkur í þingmannaförina 1906. Að því er virð- ist munaði þá litlu að klofningur yrði í röðum þeirra um málið, en á síðustu stundu var komið í veg fyrir það, og átti Skúli Thoroddsen heiðurinn af því. Fjallkonan hafði m.a. sagt, að Hannes Hafstein stigi ekki í stjómmálavitið, „en að hann sé svo einfaldur að ímynda sér að þjóðræðisflokksmenn gerist taglhnýtingar heimastjórnarliðs- ins i þá skreiðarferð, það nær þó naum- ast nokkurri átt . . . í dönsku höfði hlýtur þessi fáránlega hugmynd að hafa fæðzt.“ En þá er það formaður þlngSokks þjóðræðismanna, Skúli Thoroddsen, sem tekur af skarið. Hann segir í Þjóðviljanum að „sjálfsagt (sé það) ekki þýðingarlítið að danskir og ís- lenzkir þingmenn kynnist . . . og skylt er oss öllum að viðurkenna mjög þakk- látlega hið hlýja vinarþel hans hátign- ar konungsins til þjóðar vorrar, er lýs- ir sér í heimboði þessu.“ Allt fellur í ljúfa löð, þaggað er niður í þeim þjóð- ræðismönnum, sem sýnt hafa óánægju, og að þingmannaförinni lokinni er jafn vel talað um það í Ingólfi að bjóða Hannesi Hafstein að ganga í flokk landvamarmanna, ef hann leggi alhug „á vorn málstað", þótt margt hafi á milli borið. Sem sagt: Hannes er ekki í bili leirskáld, en það hafði verið eitt ásökunarefnið, sem á hann hafði verið borið af íslenzkum andstæðingum hans innan lands og utan! Leirskáld var Matthías Jochumsson einnig kallaður, þegar hann gerðist fylgismaður Upp- kastsins. Sýnir það nokkuð baráttuað- ferðir á þessum róstutímum. Ekki er hægt án þessa sögulega baksviðs að skilja þau átök sem leiða til þess er sjálfstæðismenn klofna fyrsta sinn vegna Uppkastsins. Vegna samstöðu og sameiginlegra markmiða eru þeir bundnir traustum böndum, þeim mun meiri verður sársaukinn, þegar leiðir skiljast 1908. í „Gjörðabók Þjóðræðisflokksins á Alþingi“, segir um fund þingflokksins 5, júlí 1907, kl. 9 síðd., að rætt hafi verið „um skipun millilandanefndar í sambandsmáli fslands og Danmerkur. Samþykkt að koma fram með í báðum deildum þingsins þingsályktunartillögu um frestun nefndarskipunar fram yfir nýjar kosningar. Frarrisögumaður í Nd. Skúli Thoroddsen og Ed. Valtýr Guð- mundsson. Ennfremur samþykkt að halda frestun fram á privatfundi þing- manna, er ráðherra hefur boðað til, og Valtýr Guðmundsson kosinn framsögu- maður málsins á þeim fundi.“ f fundargerð næsta fundar er sagt, að á fyrrnefndum „prívatfundi þing- manna", sem hafði verið haldinn þá um daginn, vegna skipunar millilanda- nefndar, hafi sú tillaga verið felld að fresta nefndarskipun. „Samþykkt að fara fram á að minnihlutinn tilnefni 3 menn í nefndina innan eða utan þings. Stefáni Stefánssyni falið að bera þá kröfu fram við meirihlutann (heima- stjórnarmenn), og skýra frá svörum hans á næsta fundi.“ Á næsta fundi gerist samt ekkert í þessum málum, en um kvöldið mánu- daginn 8. júlí kýs þingflokkur Þjóð- ræðisflokksins í nefnd til að semja til- lögu til fundarsamþykktar um verk- svið millilandanefndarinnar, þá Valtý Guðmundsson, Skúla Thoroddsen og Jón Jensson. „Skýrt frá svörum meirihlutans. Vill hann ekki með neinu móti ganga að því, að nokkur utanþingsmaður sé í Framhald á bls. lf Dr. Valtýr með Jóhaimesi, mági sínum, og Stefáni skólameistara. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. miau' 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.