Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 19
Sambandslaganefndin 1908. vera á mðtl frv. Sá ftmdur var fíaskó (fór út um þúfur) eftir því sem Bjöm Jónsson sagði mér, mættu ekki aðrir en unglingar Qg eitthvað af kvenfólki og enginn resolution (ályktun) samþykkt. Bjöm Jónsson o.fL komu ofan á bryggju til að kveðja mig á sunnudags- morguninn og sagði, að hann myndi í blaðinu halda fram breytingum á frv., en mjög hógværlega og alls ekki veitast að okkur Stefáni eða reyna að vinna á móti kosningu okkar. Það væri þó sín meining, að enga breytingu við frv. ætti að bera upp á þingi, nema maður væri viss um, að hun fengi þar mikinn meirihluta, t.a.m. % atkvæða, að öðnim kosti ætti að samþykkja frv. breytinga- laust. Með öðrum orðum tumeraður, hve lengi sem það stendur; ég hræðist áhrif G. Hannessonar og annarra Landvam- armanna, eftir að við Stefán erum fam- ir. Hvað (á að) gjöra? Mín meining að þú eigir að fara sem fyrst til Rvk (það gerði dr. Valtýr, sbr. bréf dags. 26. júní) og koma vitinu fyrir karlinn. Horfurnar? Að mínu áliti góðar. Menn hafa vonast eftir að orðin: „sjálfstætt ríki“ og „fullveldi yfir öllum sínum málum“ stæðu í frv. og orðið fjrrir von- brigðum, er þeir fundu þau ekki og ekki getað skilið hvorttveggja sé eftir frv., því orðin standi þar ekki, en um það má sannfæra menn.“ Og 20. júní skrifar Jóhannes dr. Valtý enn frá Seyðisfirði: „Ég skrifaði þér skömmu eftir að ég kom heim 3. þ.m., en þú ert náttúrlega ekki búinn að fá það bréf. I því bréfi skýrði ég þér frá þvi, er í Reykjavík gjörðist, og skoraði á þig að fara sem fyrst heim til Reykjavikur til að koma til fulls vitinu fyrir Ísafoldar-Björn, sem var sá eindregnasti móti frv., er við kom- um og lét Isafold flytja sama daginn greinina „Einir ráða þeir“, sem sýnir að annaðhvort hafði hann þá ekki lesið frv. eða er svo truflaður, að hann skil- ur ekki mælt mál, því þar hélt hann fram, að Danir réðu einir öllum sam- eiginlegum málum um aldur og ævi, ef þeir vildu. Morguninn, sem ég fór frá Rvk. 30. f.m., sagði Björn mér, að hann myndi halda fram með stillingu breyt- ingum á frv. í blaðinu, en vildi ekki láta bera þær upp á þingi, nema stór meirihluti, t.am. %, væru vissir með þeim á þinginu; fengist ekki sá meiri- hluti, vildi hann fyrir sitt leyti láta samþykkja frv. óbreytt. Af því að hann hafði neglt sig alveg á móti frv. sama daginn og við komum, fánnst mér þetta þó stórbreyting á honum og vona fast- lega að þér takist að sannfæra hann um að þessi aðstaða hans, að vera á móti frv., eyðileggur og drepur okkar flokk, og er leitt að slikir menn skuli stýra flokki, er meta hann einski3 í samanburði við persónulega óvild sjálfra þeirra. Það, sem Bjöm gjörir, er að minni skoðun hatur hans á ráð- herra og stjórnarflokknum. Hann er svo skýr maður að hann ætti að sjá, hve mikið er unnið og að frv. er sikkert (öruggt) að ganga í gegn, þrátt fyrir mótblásturinn, og verður það öflugasti styrkur stjórnarflokksins að hafa komm- ið því í gegn þrátt fyrir mótmæli and- stæðinganna. Auðvitað hefur dr. Berlin forfúskað fyrir okkur protokollinn frá 18. maí, án þess að við athuguðum það, er hann var lesinn upp, en þó ekki svo að hann sé ekki nægilega skýr þeim, sem skilja vilja. Þar stendur að við ísl. höfum tekið ábyrgð á samræmi hans við danska textann, en auðvitað gagnvart dönsku meðnefndarmönnunum; þeir einir og við bera ábyrgð á öllum text- um, eins og öllu í nefndinni gagn- vart almenningi, og um þýðingu þeirra orða, sem misskilningi gábu valdið, voru gjörðar sérstakar samþykktir. Svo koma orðin: „Særlig bliv det . . . i den danske text.“ Hér er fyrst að athuga, að það er sagt með beinum orðum, að þessi ákvörðun sé gjörð eftir kröfum okkar íslendinga, sem áður hafa kom- ið fram og er það bert, að við munum aldrei hafa farið fram á að orðin veldi Danakonungs skuli þýðast eftir hinum, heldur hið gagnstæða, og þá verða orðin ekki skilin öðruvísi en þar stæði, að veldi Danakonungs skuli takmarka (dække) dönsku orðin, svo að þau verði ekki víðtækari en hin. Með öðrum orðum: orðin det saml.d.rige skulu autentisk skýrast með takmörkun (indskrænk- ende fortolking). Það er því langt frá, að við höfum gabbað þig, við Stefán, að það virðist sem þú hafir orðið fyrir áhrifum úr annarri átt, en þú skilur þetta ekki án þess að þér sé bent á það (sjá síðar). Hvar stendur, að ís- lenzki textinn sé aðeins þýðing? AS sá danski gildi meira? o.s.frv? Ég vona að þú sannfærist um, við rólega yfirveg- un, að ef þú hefur verið blekktur í þessu máli, þá höfum við Stefán ekki gjört það. Ég er líka stórhissa á Kr. Jónssyni, jafnskýrum manni — en ég veit, að hann á konu og börn. Það er leiðinlegt fyrir mig nú um stundir að verða að játa, að það, sem Lögrétta og Reykjavíkin skrifa um sambandsmálin, er allt rétt, en ísafold reynir að rang- færa og fer i því jafnvel með helber ósannindi, eins og Austri gerir hér eystra, svo lengi sem það nú verður.“ Um miðjan september er daprara hljóð í bréfri'bara: „Eíkki horfir væn- lega fyrir frumvarpinu. Það er ævihlega vandaminna og ábyrgðarminna að vera minnihluti, oppositio en meirihluti. Og ekki skal ég öfimda eftirmenn Hannes- ar Hafsteins, þótt hann sé ekki galla- laus og hafi ýmislegt illa gjört.“ Og í desember segist Jóhannes vera samdóma dr. Valtý um það „hve óhyggi- legt og óheppilegt það væri ef Hannes Hafstein væri að reyna að hanga lengur við völdin og álíta, að hann hafi gjört réttast í að fara strax. Hins vegar er það helber misskilning- ur hjá þér að halda, að ég sé trúnað- armaður Hannesar eða inni í fyrirætl- unum hans. Við höfum ekki sézt né tal- azt við, síðan við skildum í Reykjavik í vor og engin prívatlina hefur farið okkar á milli. Um hvað þeim Stefáni hefur farið á milli, veit ég ekki, því við Stefán höfum ekki fUndizt og ekki skrifazt á, síðan við skildum í Reykja- vík. Ég hef með öðrum orðum ekki skrifazt á við nokkurn mcinn nema þig og er því ekkert inni í fyrirætlun- um flokkanna og með öllu óbundinn þeim. Ég er forvitinn að sjá, hvað gjör- ist þegar þing kemur. Alveg samdóma þér um að frumvarpsandstæðingar eru mjög sundurleitir; þetta vita þeir sjálfir og því er þeim svo illa við, er á það er minnzt, trúi varla að Ól. Briem, Björn Sigfússon, Sig. Stefánsson o.fl. láti Bjarna frá Vogi ráða sér og gæti vel skilið, að erfitt yrði að halda flokknum saman á þingi. Skil sannast að segja ekkert í þeim mönnum, sem eru að reyna að ná í ráðherrastöðuna, er svo eigingjam, og álít hana svo lítið keppikefli." ★ ★ Af þessum bréfum má sjá, að í um- róti þessara átaka munar litlu að mis- skilningur eða misklíð komi upp á milli máganna, dr. Valtýs og Jóhannesar bæjarfógeta. Öllum virðist um megn að halda sjó í því ölduróti, sem ein- kennir stjórnmál þessa tímabils. Vin- áttan við dr. Valtý er þó ekki í hættu, þrátt fyrir samstöðuna með Hannesi ráðherra. En sú hlýja, sem verið hef- ur milli dr. Valtýs og Björns Jónsson- ar, kulnar nú óðum. Þannig koma sjálf- stæðismenn, bæði þjóðræðis- og land- varnarmenn, í senn móðir og sárir út úr þessum hildarleik, þó að meirihluti þeirra, Uppkastsandstæðingar, vinni einhvern eftii-minnilegasta kosningasig- ur hér á landi, og leiðir hann til ráð- herradóms Björns Jónssonar og falls Hannesar Hafsteins 1909. í bréfi, sem dr. Valtýr skrifar Jóhannesi 3. apríl það ár, segir hann, að nú sé Björn orðinn ráðherra og hafi varla annað gert „en að berja niður Danahaturs- greinar sínar og éta allt ofan í sig. Segir þær skrifaðar í fjarveru sinni og komnar í blaðið án sinnar vitundar.“ Dr. Valtýr segir, að Hannes Hafstein hafi aldrei kært sig um neinar breyt- ingar, það hafi verið stjórnarandstæð- ingar, sem hafi „neytt hann út í þær“. Hainin bætir vJð að atburðir hafi allir gerzt með svo skjótum hætti, að hann hafi ekki haft ráðrúm til neins og nú vilji hann skipta sér sem minnst af öllu. Þeir Björn Jónsson og Kristján Jónsson hafi heimsótt sig í Höfn og vilji „halda sem beztri vináttu við mig. Ég bauð þeim svo í frúkost 21. marz og komu þeir þá frá kóngi og Björn orðinn ráðgjafL Ég lét þá heyra, hve illa þeir hefðu farið að við mig, en ann- ars fór allt hið vingjarnlegasta fram millum okkar. Björn kallaði mig elsku- legan vin og kvaðst vona, að ég yrði það áfram og sagðist óska, að ég mætti verð'a eftirmaður sinn. Ég gaf fátt út á það.“ Síðan spyr dr. Valtýr þessarar örlagaspumingar: „Ætli Skúli (Thor- oddsen) og fleiri rísi nú ekki upp á móti þessu, bara að þeir steypi honum nú ekki strax. Ekki þarf nema fjóra til fimm menn með Skúla og minnihl. Bj. (Bjöm) hefur mikið skrifað um breyt. á H.H. (Hannesi Hafstein) er hann kæmi út fyrir pollinn til dönsku mömmu, en hvernig fór með hann sjálfan?“ __ Dr. Valtýr á sannarlega kollgátunau Átökin eru hatrömm um ráðherra- embættið, þegar Hannes Hafstein fer frá. Og 21. ágúst segir dr. Valtýr: um Hafnarför Björns Jónssonar: „Björn ráðgj. sá ég fyrst daginn sem hann fór. Hann kom aldrei til mín, svo ég fór til Hafnar til þess að geta haft tal af honum. Hann er enn veill tii heilsu og lotlegur og gerði ráð fyrir, að hann mundi máske verða að fara frá, áður en langt um liði, ef hann ætti ekki að stofna heilsunni í of mikinn voða. Hann var mjög gramur yfir myndinni af sér í Eimr. og kvaðst skoða það sem hefnd við sig. Hún skaðaði sig mikið. Hann vau: heppinn með, hvernig ástandið var einmitt um þær mundir, er hann var hér. Danska stjómin á för- um og í ráðaleysi með sjálfa sig og gat því enga mótstöðu veitt. Þess vegna fékk hann allt sitt fram — nema sam- bandslögin. Þau fær hann ekki. Zahle kom til hans, einmitt meðan ég var hjá honum til viðræðu um þau. Hann kvað engan danskan mann ganga inn á per- sonalunion (konungssamband), en skilnað fullan gætu ísl. fengið, ef því væri að skipta, miklu fremur, því Dantr færu aldrei að beita þá vopnum.“ Og enn skrifar dr. Valtýr 2. nóv.: „Annars merkilegt, hvað Bj. gerir sig sekan í mörgu, einmitt því sama, sem hann skammaði Hannes mest fyrir og það jafnvel í frekara mæli. Annars undar- legur maður Bj. og varla fyllilega normal, held ég. Ég hefi nú skrifað honum tvisvar, en fæ ekkert svar. Þykist nú ekki lengur þurfa mín með. Ég býst við, að ég ómaki hann þá ekki heldur, kemst líka af án hans.“ Dr. Valtýr er orðinn þykkjuþungur í garð síns gamla, góða vinar, enda get- ur hann verið mjög persónulegur í af- stöðu sinni, þótt málefnaleg umræða standi hjarta hans nær. En þrátt fyrir öll átökin í flokknum getur hann ekki skilið svo við Björn Jónsson á þessu ári, að þetta séu einu orðin, sem hann hafi um þennan gamla flokksbróður sinn og nánasta samstarfsmann að segja, því að nokkru áður hefur hann getið þess í bréfi, að Bjöm sé mjög farinn að heilsu — „en vinir hans, sem þurfa að brúka hann, leyfa honum aldrei að segja af sér, og honum máske sárt um að fara sjálfum“. En hér er sannarlega annað hljóð í strokknum en þegar dr. Valtýr skrifaði Jóhannesi 25. marz 1907. Hann segir: „Með því átti ég þó ekki við Bj. (Björn Jónsson) því liann beitir aldrei svikum. En honum hættir til að vera alltof fljótráður og láta svikarana hlaupa með sig í gönur. Hann hefur nú fallizt á þetta, af þvi hann hefur talið alveg víst að ég mundi ná kosningu á Seyðisfirði.“ ★ ★ í bréfi dags. í Reykjavík 26. júní 1908 segir dr. Valtýr að það hafi „dottið í“ hann laugardaginn fyrir hvítasunnu að fara heim til að vita, hvernig sakir stæðu. Þá höfðu fljótt skipazt veður í lofti — og komið á hann hik. Bjöm Jónsson hefur augsýnilega enn einhver áhrif á hann, þrátt fyrir allt, því aS nú er hann óstöðugri í afstöðu sinni tdl Uppkastsins en þegar hann sendi Birai Jónssyni „launskeyti" frá Kaupmanna- höfn um efni þess og segir sð hann velji það óhikað; kveðst álíta niS- urstöður samninganna góðar og vera í samræmi við óskir Þingvallafundar, getur þess að ísland verði „fullveðja ríki“, fái fána innanlands og sérstakt ríkisráð: „Kom hingað (til Reykjavik- ur) þ. 16. að morgni eftir ágæta fer®. Hér er eintómur æsingur meðal okkar manna. Stúdentaklikka landv.m. (befur) algerlega yfirhöndina, og með Bj. og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19 17. maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.