Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 4
 r..... \ BÖKMENNTIR OG LISTIR Telpan heimtaði strax í upp- hafi, að hann héldi ávallt í höndina á henni þegar þau fóru út að ganga. Hún hafði sömu smáu höndina og móðir- in, aðeins enn smærri. Og hönd telpunnar talaði sínu máli á göngunni. Oft fann hann að hún kreppti höndina allt í einu ofsalega. Ef hann leit upp, sá hann ef til vill óvenjulega glæsilega konu nálgast þau. Því nær sem konan kom, þvi óðari og tíðari kippi tók hönd telp- unnar. Hann var þá vanur að taka þéttar um höndina, þar til hún róaðist aftur. En brátt fann hann að telp- an fór að kreppa höndina jafn skyndilega og áður, skimaði í kring um sig, og þurfti þá ekki annað en smáfugl sæti uppi í ofurlitlu tré í nánd. Þá stanz- aði telpan alltaf og virti fugl- inn fyrir sér. Ef hann hreyfði sig úr stað, kreppti telpan óð- ar höndina. Færi hann að tísta, þá kreppti hún höndina ótt og títt — og ef fuglinn fór að syngja, söng hönd telpunnar með í takt. Stundum henti það að þau gengu fram á eitthvert olnboga barn lífsins, kannski útslitið gamalmenni, ellegar svart- klædda tötrughypju, sem stóð og rótaði í öskutunnu. Þá kreppti telpan höndina einu sinni aðeins, og hélt takinu. Þegar hún var minni leið sjaldnast á löngu þar til hún vildi láta halda á sér er þau voru á gangi. Stundum hafði hún orð á þessu, stundum stanz aði hún aðeins, og rétti upp hendurnar. Hún hafði ávallt verið mesti fjörkálfur, vör um sig, athugul og kvik. Hún var aðeins barn i vöggu, varla byrjuð að ganga, þegar hún gerði sér að leik að því að þrjózkast við að hátta og sofna. Þá henti hún sér á grúfu í vöggunni, reri fram og aftur og lamdi kollinum við höfðalag ið. Eftir nokkra lotu klifraði hún niður á gólf og kom skokk andi inn í dagstofu. Aldrei grét hún þótt farið væri rakleitt með hana í rúmið aftur, en að andartaki liðnu heyrðu foreldr arnir að hún var enn farin að róa fram og aftur og lemja koll inum við höfðalagið. „Það kemur við mann að horfa á þetta,“ sagði hann. „Hún er svo einlæg þegar hún kemur svona vappandi til manns, eins og einhver smá- vera frá framandi hnetti. Hún ætlast til þess að við skiljum hvað amar að henni — en það er nú það — við skiljum hana alls ekki.“ „Hvað ætli við skiljum hana ekki,“ svaraði Laura kona hans, „segðu henni að hætta þessu, og farðu inn og flengdu hana ef hún hlýðir ekki.“ „Ertu gengin af göflunum, manneskja? Þú veizt að mað- ur leggur ekki hendur á svona kríli, maður reynir heldur að sýna þeim ástúð." „Þú ert skáld. Alltaf að skálda. Hún veit vel að hún verðskuldar flengingu, og ef þú hýðir hana ekki, þá geri ég það.“ „Þú lætur það bara fjandans vera. Ég held við höfum ekki annað að gera en að vera henni góð.“ „Rosey! Hættu þessu brölti, annars kem ég og rassskelli þig!“ Við þetta linnti látunum um stund — en svo upphófust sömu höggin og bröltið aftur. Móðirin spratt þá á fætur, en hann greip í handlegg hennar. „Láttu hana eiga sig, við get- um að minnsta kosti ekki verið að liegna her.ni fyrir eitthvað, sem við vitum ekkert hvað er.“ „Hún gengur á lagið, og veit það full vel. Ekki við mig — ég er bara móðir hennar — en hún gengur á lagið við þig, því þú ert karlmaður, og hún veit að hún kemst upp með það þess vegna.“ Eftir því sem hjónin hækk- uðu raustina, hljóðnuðu högg- in og bröltið. „Ekki nóg með það, heldur nýtur hún þess að heyra okkur hnakkrífast, og hún er áreiðanlega að hlusta á okkur núna. Hún er vísvitandi að hrella aðra konu — og móður sína í þokkabót. Rosey! Farðu að sofa!“ Hjónin hættu að munnhöggvast, og andartak datt allt í dúnalogn í húsinu — en þá byrjuðu sömu höggin og ólætin enn einu sinni. „Jæja, láttu hana þá bara lemja hausinn á sér í klessu, ef það er það, sem þú endilega vilt,“ þaut í móðurinni. „Ég hélt nú reyndar að þú hefðir ánægju af þvi að sýna henni ástúð þegar hún þarfn- ast hennar." Hjónin höfðu ávallt átt í erj- um út af Rosey. Stundum var hann viss um að Laura hefði á röngu að standa, stundum þvert á móti, en venjulega vissi hann hreinlega ekki hvað hann átti að halda. Hann vissi það eitt, að hann elskað. Rosey, og að allt, sem henni við kom heill aði hann og olli honum hugar- stríði. „Hver getur risið undir því að vera faðir kvenmanns?" Son sinn hafði hann ætíð skilið, því í honum endurfann hann sjálfan sig. Strákurinn af hjúpaði fyrir honum verstu galla hans sjálfs. Ef snáði heimtaði eitthvað strax, þá þýddi það nákvæmlega það, ekkert annað, og væri það ekki hægt strax, þá gekk hann ber- serksgang. Honum varð geng- ið inn í svefnherbergi stráks- ins eínhvern daginn — móðir hans hafði rekið hann þangað fyrir skapofsa og ósvífni — og þá sá hann hvar sonur hans æddi um herbergið, benti á hlutina eða kom við þá, og krossbölvaði þeim öllum, gólf- inu og veggjunum, rúminu, skrifborðinu, gluggarúðunum og garðinum fyrir utan, for- mælti jafnvel skýjunum, sól- inni og himninum. 1 þetta skipti hafði hann rell- að um að fara i dýragarðinn til að huga að kunningjum sín- um þar, því satt að segja með- tók hann dýrin eins og þau væru fólk. En móðir hans var þá búin að bjóða til sín gest- um, svo ekki gat orðið úr því. Nokkru áður var Van á spjalli við kengúru, sem kom að girð- ingunni til hans, hafði boðið henni bragðlausa brauðmola sem hann var með í poka. En kengúran þáði ekki brauðið, heldur stóð þarna hnarreist, stuttir framfæturnir voru lík- astir handleggjum, lappirnar eins og iðandi fingur. „Hana,“ sagði Van, „éttu þetta, það er ágætt. „Þessu til sönnunar beit hann stærðar stykki af brauð- inu, og tuggði hátiðlegur á svip. Loks gat hann ekki orða bundizt: „Nú hvað er þetta, er henni eitthvað illa við mig?“ Van var aldrei erfiður í upp vexti. Rosey aftur á móti aldrei auðveld, því hún var telpa, kvenmaður, dóttir móður sinn ar, vera af allt öðrum toga spunnin, komin af fjarskyldum þætti, fögrum, ómótstæðiieg um, hverflyndum, töfrandi og örðugum kynþætti. Og nú var hann á gangi í glaða sólskini með þessari ungu frumkonu og ótemju, þess ari geislandi anganóru aftan úr rökkri fortíðarinnar, ýmist á valdi barnslegra harmakveina, eða ærslafenginna skellihlátra yfir einhverri ijósfælinni stór fyndni. Það var nú orðin ung stúlka, sem gekk við hlið hans, teinrétt hnáta, vangaþunn með stór og dökk augu, næstum tíu ára gömul telpa, hnyttin en ein læg, glettin og lífsglöð, hafði unun af orðræðum og gömlum minningum — og haldin ástríðu eftir fallegum fötum. Sem hann gekk þarna eftir fimmta breiðstræti New York borgar þennan haustdag, fannst honum eitt andartak eins og öilum áhyggjum væri af sér létt, vissi að hann var ódauðlegur, rétt eins og hann hafði alltaf trúað að einhvern- tíma ætti ef til vill fyrir hon- um að liggja. Honum fannst hann eiska allt og aila, því nú hélt hann í hönd dóttur sinn- ar, og þau gengu hlið við hlið undir sólinni. Hann bar við- kvæma ást til hennar, hver, sem hún kunni að vera: hvaða broti af honum sjálfum og huld um veruleika hans sem hún bjó yfir, hvaða hluti af eðli og sannleiksdjúpum móðurinnar sem hún var. Því hvern mann sem Rosey kunni að geyma, þá var hún einskær kærleikur, og eitt andartak var þessi kærleik ur nálægur. Hann streymdi stöðugt til hans eins og græð- andi máttur frá litlu hendinni í lófa hans. Hann gleymdi skemmdu tönn inni og meðalafýlunni, höfuð- verknum og heyrnarlausa eyr- anu með suðunni, sem aldrei lét hann í friði. Honur. gleymd ist gnótt erfiðisára er yfir hann höfðu dunið, mundi ekki lengur sjúklegan eril sinn og asa, óþolinmæði og geðvonzku, ruddalegan hroka og bræði- köst, né þá áráttu að bianda sér sýknt og heilagt í sundur- leitustu störf, í leit að sköpun. örbirgð og skuldir, tión og ástvinamissir voru horfin úr huga hans. Hann gleymdi geð- veiki fjöiskyldu sinnar, hug- sjúkum og horfnum vinum. Allt var gleymt, nema kærleikur, kærleikurinn, sem streymdi frá hendi dóttur hans um hönd hans sjálfs. Skyndilega tók hann til- stökk, og bar fæturna hátt — William Saroyan I>essi geislandi anganóra Smásaga Egill Jónsson þýddi 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. febrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.