Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 15
Tyrone Power stígur út úr flugvél sinni á Keykjavíkurflug- velli. (Ljósm. Mbl. Ól.K.Mag). Tyrone Power Það vœri gaman að fá að vita hver fann upp það merka og margtuggða orð „Bitlaæði". Ég þori að veðja einum fimm krónum um, að það hafi verið fullorðinn maður, sennilega blaðamaður. í orðinu „æði“ felst nefnilega l’ítilsvirðing á þessum lofsverða áhuga unga fólksins á Bitlunum, litilsvirð- ing, sem einungis getur verið œttuð frá fullorðnum manni. Og maður hefur svo sem heyrt mömmurnar fjargviðrast yfir Zeppelih-dýrkuninni og ýmsu öðru skemmtOegu, sem unga fólkið yijar sér við á síðkvöld unum. En nú er kominn tirni til að þagga niður í þeim í eitt skipti fyrir öll. Hér verður rakin frásögn Morgunþlaðsins af heimsókn bandariska leikar ans Tyrone Power, sem kom hingað í fyrsta siren þann 23. nóv. 1947. Hafðl hann verið á löngu ferðalagi um heiminn með vinum sínum í einkaflug- vél sinni, sem hann flaug sjálf- ur, enda var hann með algera flugdellu og hafði verið flug- maður í seinni heimsstyrjöld- inni. Koma hér glefslur úr frá sögn Morgunblaðsins, en megn- ið af þeim skrifaði fyrirrenn- ari Velvakanda sá er Víkverji nefndist. ® Tyrone — í>að byrjaði á flugvellin- um, er haren kom út úr vél sinni. Fáir vissu um komu hins merka kvikmyndaleikara og þvi tiltölulega fáir að taka á móti honum. En það voru nógu margir til þess að and- vörpin, stunumar og upphróp- anirnar byrjuðu hjá lcvenfólk inu og undirskriftasafnararnir fóru af stað. • Ó! Æ! Aa! Hann Tyrone var ekki fyrr kominn út úr vélin.ni sinni en það byrjaði: „Æ! Ó! A,a,a!“ „Gvöð er hann ekki saetur" — „Hann er alveg draumur!" „Það er liann!“ „Gvöð, það er hartn Tyrone!" Og mikið má það vera erfitt að vera „Stjarna". Hann Tyr- one var ekki fyrr búinn að fylla út tollskýrshimar, þegar hópuiriinin réðst á hann till að fá hann til að skrifa náfnið sitt. Það er nefnilega mikils virði að eiga undirskrift frá frægum leikara. • Tíkallinn En í óðagotinu til þess að komast á stað til að sjá hann Tyrone, höfðu sumar blómarós- imar gleymt að taka með sér blað til að láta hann skrifa á og þá var gott að hafa með sér peningaseðil, enda var óspart veifað framan í manninn fimm- köllum, tíköllum og jafnvel fimmhundruðköllum. (500 krónur jafngilda líklega einum sjö til átta þúsund krón- um nú, ef ekki meiru). Tvær ungar stúlkur voru þama á vellinum í vandræðum. „Á ég að láta hann skrifa á tí- kallinn?" sagði önnur. „Ha?“ ansaði stalla hennar. „Já, en þá er bara verst að ég tími ekki að eyða honum og þá er- um við blankar!" ® „Ég kom við hann“ Og það hlýtur að vera mikil sæla að hafa komið við kvik- myndastjörnu. „Ó, veizjtiu ég kom við hann,“ sagði ein blómarósin og stundi svo þungan um leið. „Nei, je minn, komstu við hann sjálf- an?“ sagði hin, sem ekki hafði orðið þeirrar ánægju aðnjót- andi. „En hann talaði við mig,“ sagði sú þriðja hróðug. „Nei, og hvað sagði hann?“ „We will leave at seven.“ (Við förum klukkan 7). Ekki ónýtt að vita það. 9 Á Borginni En jafnvel kvikmyndalei'kar ar drekka eftirmiiðdagskaffi og þurfa á hressingu að halda eft- ir langa flugferð. Og hann Tyrone er engin undantekn- ing. En hitt er annað mál, að stjömur geta ekki fengið að vera í friði við eftirmiðdags- kaffið síi'tlt á Borginnd. Fiislkisaig- an flaug um bæinn og hann Tyrone var ekki búinn að sitja lengi við kaffibollann sinn á Borg þegar salimir fylltust af fólki og hann varð að flýja úr veitingasölunum. Fyrst þegar hann steig út úr bilnum við Borg var þar eng- in hraíða utan tvær ungar telp ur um fermingu, sem áttu vist ekki von á neinu sérstöku. En er þær komu auga á Tyrone var eins og eldingu hefði sleg- ið niður og þær hrópuðu báð- ar í einu: „Það er bann Tyrone Power" og svo skvettust þær upp að aftan (eins og kálfar á vordegi) svo það sást í sólana á skónum þeirra. • Og enn magnast lætin Og um kvöldið borðaði hann Tyrone á Borginni með félögum sinum og nokkrum starfsmönnum Flugfélags ís- lands. Þar endurtók sagan sig, nema í heldur stærri stil. Borg- in fylltist af fólki sem glápti eins og naut á nývirki og það skal sagt kvenfólkinu til hróss, að strákamir voru sízt betri hvað ágengnina á manntetrið snerti. Og það var huggun þeim Islendingum, sem hálfskömmuð ust sín fyrir framkomu landa sinna, að amerískir menn, sem þarna voru inni, voru frekast- ir og framgj amostir að ónáða Stjörnuna. • Skrílslætin þennan aðgang í fólkinu, voru skrílslætin fyrir utan Borgina. Þar hékk lýðurinn, sem ekki komst inn, á gluggunum og veinaði og skrækti, en þegar Það sem mönnum leiddist við beðið var um lögregluvernd fyrir veitingahúsið var því ti'l svarað, að ekki væru til menn. Það breyttist þó eftir að lög- reglustjóri hafði verið lát- inn vita. 9 Leizt vel á kvenfólkið Og svo skeður það merkilega við heimsóknina hans Tyrone og eftir öll lætin, að honum leizt svo vel á islenzka kven- fólkið, að hann kvaðst ekki hafa séð annað eins á sinni löngu reisu um fjölda mörg lönd. „Þær koma hér iren i stríð- um straumum gullfallegar og alltaf heldur maður, að nú geti ekki komið fleiri laglegar, en stöðugt bætist við. Þetta ætlar að verða endalaus straumur af svona gullfallegum stúlkum," sagði hann Tyrone. Kvikmyndaleikarinn gat þess einnig, að við fyrstu sýn geðjaðist sér vel að fólkinu og er hann var að þvi spurður hvort honum fyndist ekki nóg til um öll ólætin og ágengnina lcvaðst hann vera vanur slíku og það yrðu menn í hans starfl að sætta sig við. „Þér hefðuð átt að sjá iætin í fólkinu í Suður-Afríku, þeg- ar við komum þangað. Einu blaðinu í Jóhannesarborg þótti nóg um og birti mynd af stór- um nautgripahóp, baulandi og beljandi og mynd af mér var sett inn í hópiren, eins og til þess að lýsa skoðun sinni á þessu.“ Þannig var „Bítlaæði" ársins 1947. Ekki er ólíklegt, að ein- hverjir lesendur geti feregið að sjá eiginhandaráritanir leikar- ans hjá mæðrum sínum — eða jafnvel feðrum, enda sjálfsagt miklar gersemar (árrtanimar). En það er augljóst af þessari frásögn, að þegar fullorðna fólkið er að skammast yfir í fari unga fólksins, þá er það af einskærri öfund, vegna þess að fullorðna fólkið er orðið of gamalt til að stunda þetta áhugamál sitt sjálft. Tyrone Power var einn alh'a vinsælasti kvikmiyndaleikarinn eftir striðið. Hann var dáður af kvenfólkinu og myndir hans áttu gífurlegum vinsældum að fagna. Nú orðið sjást þær vart nema á sjórevarpsskermum og höfum við feregið að sjá fáein- ar hér í sjórevarpi. Tyroree Power átti aftur seinna stutta viðdvöl hér á landi, en nú kemur hanre ekki hingað aftur, því haren lézt árið 1958, 44 ára að aldri. Og svo er hér að lokum eiren góður „popptónlistarbrandari" frá árinu 1947: Maður reokkur fór iren á veit ingahús og fékk borð rétt við hljómsveitina. Eftir að hafa þolað hávaðaren möglunarlaust nokkra stund, sneri hann sér til hljómsveitarstjórans. „Spilar hljómsveit yðar það sem beðið er um?“ spurði hann. „Já, já,“ sagði hljómsveitar- stjórinn. „Hvað viljið þér?“ Maðurinn fór niður í vasa sinn og tók upp spil. „Ef svo er,“ sagði hann, „viljið þið þá ekki spila bridge á meðan ég er að borða.“ Útgefandi: H;f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsion, Ritstj.fltr.: Gísli Sigurfisson. Auglýsirgar: Árni Garðar Krislinfson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100. 7. febvúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.