Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Blaðsíða 9
lirazilíuag'eiitiu' lýstu lífi oj>- landkostiiin fjálglesa og; auk Itess fannst sumum Islendiiurum að ekki væri frá miklii að hverfa. sendimönnum slógust ýmsir málsmetandi menn íslenzkir, ekki jafnan af því, að þeir vœru meðmæltir útflutningi, heldur þótti þeim af tvennu illu miklu meira glaprœði að stofna til Brazilíuferða. Með- al þeirra manna var Eiríkur meistari Magnússon í Cam- bridge, sem að sjálfsögðu dró taum enskumælandi landa og enskrar menningar gagnvart hinum portugalska „skríl" i Brazilíu. Ritaði hann grein í Þjóðólf (25. ár), þar sem hann réðst með offorsi miklu á fyr- irhugaða Brazilíuför nokkurra Islendinga, telur það svipað fyrirhyggjuleysi og að gana út í opinn dauðann, og færir máli sínu til sönnunar nokkur átak- anleg dæmi, auðsjáanlega færð í stílinn „ad hoc“ af hvata- mönnum innflutningsins til Bandaríkjanna. Vill hann hreint og beint, eins og hann kemst að orði, að yfirvöldin banni mönnum þessa för með harðri hendi. Slíkt er öldung- is nauðsynlegt, ef þessir Brazi- líufarar ekki hafa það vit fyr- ir sér, eða þá stjórn á sér, að kyrrsetjast eða þá fara til Ame riku“ (þ.e. Bandar. og Kanada). 1 sambandi við þessi ummœli vil ég taka hér upp önnur eftir hinn mæta mann Jakob Hálfdánarson á Grímsstöðum, er hann ritaði löngu siðar, en hann hafði frá því fyrsta verið í útflutningsfélaginu, sem Ein- ar í Nesi stofnaði, og fylgzt manna bezt með högum íslend- inga í Braziliu frá upphafi. „Ljóst er mér nú,“ segir hann, „að mannúðlegra var að benda löndum sínum ti'l að nema land í Suður-Brazilíu, heldur en í Kanada, eftir því sem ég hefi kynnzt sögnum um fyrstu tíma landa vorra, sem til þessara beggja ianda fluttu á 8. tug næstliðinnar aldar.“ En þessa urðu menn ekki vísari fyrr en löngu seinna, þegar mestu fólksflutningarnir voru um garð gengnir. 1 raun og veru olii það úrslitunum, að Bandarikin og Kanada höfðu launaða formælendur víðsvegar um landið, sem tókst að draga upp ennþá bjartari og meira aðiaðandi mynd af Norður- Ameríku, en Einar í Nesi og hans félagar gátu fundið af Brazilíu í þeim heimildum, sem þeir höfðu yfir að ráða. Þeim gat ekki gengið annað til en sannfæring þeirra með að lofa það land, því ekki voru þeir launaðir, og Brazilíustjórrl mun ekkert hafa gert til þess hér á landi að laða menn þang- að, nema það að bjóða ókeypis far ákveðnum fjölda manna og svo ýms hlunnindi fyrir þá, sem kynnu að vilja setjast að við búskap þar syðra. Ekki var að tala um að fá ókeypis far til Bandaríkjanna, og átti það að stafa af þvi, að menn úr Norðurálfunni sæktust fremur eftir að fara til Banda- rikjanna heldur en til Brazilíu, „og ættu menn að hugsa sig vel um al'lar ástæður svo sem frá- breyttan lifnaðarhátt, loftslag, trúarbrögð o.fl. áður en þeir leggja út i Brazilíuferð, sem ég ekki tel eftirsóknarverða“ bætir einn ,,agentinn“ við. Það mun láta nærri, að um tiundi hluti þjóðarinnar hafi flutt búferlum til Norður-Ame- riku á fáum árum eftir að skriður kom á flutningana. Sáu þá föðurlandsvinir, að við svo búið mátti ekki standa, landið mundi eyðast að fólki á skömm um tíma. Vildu sumir l'eggja fégjöld á þá, sem færu, eins og Haraldur konungur hárfagri gerði, er margir hinna göfug- ustu þegna hans flýðu til Is- lands. Ekki varð þó af því, en það tókst að opna augu fjöld- ans fyrir því, að þótt Amerika væri gott land, þá mætti margt að henni finna, og undir öll- um kringumstæðum væri það oflof og skrum, sem „agentarn- ir“ sögðu um hana. Víðar er guð en í Görðum og víðar en í Ameríku getur manni vegn- að vel, ef rétt er á hald- ið, sögðu þeir. Þessar fortölur höfðu sín áhrif, og svo hitt, að frá Vestur-íslendingum bárust fljótt misjafnar sögur um lið- an þeirra vestra, og sumar svo ömurlegar, að slíks voru fá eða engin dæmi hér á landi. Fýsti nú sárfáa að komast vestur og tók þannig smám saman fyrir fótksstrauminn þangað. En nú víkur sögunni aftur að Brazilíuförunum. Frásagnir þeirra, sem bárust mönnum hér, stinga í stúf við frásagn- ir annarra Vesturheimsfara, að þvi leyti að þær eru meira sam'hljóða um, að þeir búi yfirleitt við viðunandi kjör og séu sæmilega ánægðir. Er það þeim mun eftir- tektarverðara, sem það var skiljanlega langtum erfið- ara fyrir svo fáa og fákunn- andi útlendinga að brjót- ast áfram í framandi landi, heldur en ef þeir hefðu skipt þúsundum eins og landar þeira í Norður-Ameríku. FYRSTI BRAZILÍUFARINN. Það virðist svo sem fyrsti Islendingurinn, er settist að i Brazilíu, hafi verið Kristján nokkur Guðmundsson ísfeld. Ekki hef ég getað séð með vissu, hvenær hann muni hafa farið af landi burt, en sjálfsagt hefur það verið um það bil, sem útflutningsfélag þeirra Einars i Nesi var stofnað (1862 —’3). Þá fóru þeir fyrstu, en sneru allir aftur, nema einn. Það mun hafa verið Kristján þessi. Til er bréf frá honum til for- eldra hans á Islandi, dagsett 6. júni 1865 í Rio de Janeiro. Þar segii' hann ferðasögu sína frá því að hann fór frá Kaup- mannahöfn. En hvað lengi hann hefur verið búinn að dvelja þar, verður ekki séð. Laugardagskvöldið 14. febrúar 1863 fór hann með gufuvagni (þ.e. járnbraut) frá Kaup- mannahöfn til Korsör og svo þaðan áfram með gufuskipi til Kiel. Síðan fór hann til Ham- borgar og dvaldi þar i viku. Bar þar margt fyrir augu hans, sem hann þurfti að gefa sér tima til að undrast og dást að. Þaðan tók hann sér far með kaupskipi til Neweastle og hitti svo vei á, er þangað kom, að þá var brúðkaupsdagur prinsins í Englandi (Játvarðs síðar konungs) og konungsdótt •ur frá Danmörku (Alexöndru). Var þar mikið um dýrðir í til- efni af þessu, og hverjum þeim manni, er mæla kunni á danska tungu var veitt að eta og drekka þennan dag, það er hann vildi, og kölluðu Englend- ingar hann bróður sinn — seg- ir í bréfinu frá Newcastle. Sigldi Kristján á sama skipi til Málaga og höfðu þeir stein- kol meðferðis þangað, en hlóðu það aftur með víni og rúsinum, og nú var förinni heitið til „fyrirheitna lands- ins“, Brazilíu. Höfðu þeii' ágæta útivist, voru 20. júní kl. 4 e.h. undir miðjarðarlínu, og eftir 44 daga siglingu skriðu þeir inn í höfnina í Rio de Janeiro. Höfn sú er annáluð fyrir það, hvað hún sé fögur og örugg, og borgarstæðið er talið með þeim langprýðileg- ustu i heimi. Er því engin furða þótt' Kristján hafi orðið hrifinn. „Þið getið nú nærri,“ segir hann, „hvað ég muni hafa verið glaður í hjarta mínu að líta þennan fagra stað, og hafði ég lengi óskað þess meðan ég var heima.“ En held- ur dró úr hrifningunni, þegar hann hugsaði til þess, að nú átti hann eftir að fá sér at- vinnu, en var þarna öilum ókunnur og gat ekkert bjarg- að sér í máli ibúarina. Þó greiddist óðar úr fyrir hon- um, og betur en hann hafði framast gert sér vonir um. Nóg var um atvinnu, og kaup gott. Starfaði hann þar fyrst hjá ensku félagi (því að hann kunni hrafl i ensku), sem hafði tekizt á hendur að „búa til stóra gufuvél, er átti að hreinsa allt vatnið og allan óhreinleika fi'á bænum." Vann hann fyrst sem óbreyttur verkamaður með 2 milreisa kaupi á dag. En þegar honum hafði lærzt: að tala á ensku, höfðu ýfirmenn hans fengið slíkt traust á honum, að þeir gerðu hann að umsjón- armanni yfir parti af verk- inu. Hafði hann nú léttara verk og hærra kaup, 3 milreis, eða a.m.k. 30 kr. á dag, eftir núverandi peningagildi. „Lék mér nú allt í lyndi og rann lifið áfram í gleði og á- nægju,“ En litlu síðar veiktist hann af blóðsótt, sem var tíður kvilli á þessum slóðum, varð að leggjast á sjúkrahús og lá þar 3 mánuði. Það var þó bót i máli, að hann þurfti ekkert að borga fyrir sig þar. Segir hann, að á þvi sjúkrahúsi hafi útlendingum verið hjúkrað ókeypis, gegn því að öll skip, sem til borgarinnar kæmu, greiddu ákveðinn skatt til þess, og komst ekkert skip undan því. Þegar hann skreiddist á fæt- ur, var hann svo horaður og máttvana, að hann treyst- ist ekki að taka aftur að sér erfiðisvinnu i svo óhollu lofts- lagi, og þótti ráðlegast að fara á sjóinn aftur, ef hann ætti ekki að missa heilsuna. Ekki varð þó af því, þvi að hann varð svo heppinn að rekast á þýzkan mann, sem bauð honum til sín og kvaðst mundi sjá um að næði aftur fullri heilsu. Þjóðverji þessi var stöndugur karl, átti tvö gistihús og eitt ölheituhús, fabrica decerveja. Hjá honum dvaldi svo Kristján í hinu bezta yfirlæti, og er þar starfandi þegar áminnzt bréf bréf er ritað. Er hann þá að- eins búinn að vera tæp tvö ár höfuðborg Brazilíu, en er hinn ánægðasti yfir þvi gagni og skemmtun, sem hann hefur haft af dvölinni. Klykkir hann út með þessum orðum: „Hef ég nú sparað mér saman dálitla fjármuni, aflað mér tölu verðrar þekkingar á mörgum hlutum og lært tungumálin, sem eru manni meira verð en margir peningar; hafði ég lengi þráð það meðan ég var heima á ísiandi.“ í Ríó mun Kristján hafa dvalið alla tíð upp frá því, stundað ýmsa atvinnu og haft alltaf nóg fyrir sig að leggja. f næstu átta árin heyrðist ekkert frá honura. En þá skrif- ar hann Magnúsi Eirikssyni i Khöfn bréf, dags. i Ríó de Janeiro (rua de Catovella) 6. des. 1873. Lætur hann þar vel yfir sér eins og áður, rekur smíðaverkstæði, þvi að hann var lærður snikkari, hefur margt fólk í vinnu og á í miklu annríki. Hann er þá gift- ur fyrir nokkrum árum og á eitt stúlkubarn, sjö ára gam- alt. Af öðrum bréfum má ráða, Franihald á bls. 13. 25. apríl 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.