Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Blaðsíða 13
Undir harðstjórn... Framliald af bls. 7. gat maður óhindrað gengið hvar sem var. Aftur á móti mundu Ameríkanar ekki þola nokkurt álag, taldi hann, vegna þess að þeir voru brot ýmissa þjóða. Eín lítil saga sýnir vel hvað mat Hitlers á verðmætum var fáránlegt. Áður hefur verið minnzt á kostnaðinn við tehús- ið og á mörgum öðrum sviðum var það svo, að milljónimar fuku, án þess að Hitler hefði áhyggjur af þvi eða skipti sér af því. En svo gerðist það eitt sinn, að þjónninn Kanneberg bar ágætan kavíar á borðið og i nokkrar vikur borðaði Hitl- er hann með góðri lyst. f>á spurði hann Kanneberg allt í einu hvað kavíarinn kostaði og blöskraði svo verðið, að hann bannaði stranglega að sá rétt- ur sæist þar meira. Þar næst var pantaður og borinn fram ódýr rauður kavíar en einnig hann var að mati foringjans of dýr og var bannaður. Hitler var sjálfur búinn að gera sér mynd af foringjanum og lifn- aðarháttum hans. Dýr kavíar féll einhverra hluta vegna ekki inn i þá mynd. ★ Fyrir innrás Þjóðverja í Rússland 22. júni 1941, var Krúséff æðsti embættismaður flokksins í Okraínu. Eftir inn- rásina varð hann fulltrúi flokksins og stjórnmálanefndar innar i her Úkraínu. Hann heyrði þá þegar til innsta hrings Stalíns og talar i bók- inni um áhyggjur Stalíns af leiftursókn Hitlers í Evrópu. Þegar fréttir bárust af falli Frakklands, fékk Stalin tauga- áfall og bölvaði í sand og ösku rikisstjómum Englands og Frakklands. Hann spurði örv- inglaður: „Geta þeir alls enga mótspyrnu veitt?“ Eftir að strið ið í Rússlandi brauzt út, var Krúséff með Stalín og virtist Krúséff sem Stalín hefði ein- hvers konar þörf fyrir sig. En Krúséff sannfærði Stalín um, að viturlegra væri að fara til Kiev, þar sem þýðingarmikil störf biðu hans. Stalín féllst á það. í þeim púnkti virðist Stal- in hafa verið meðfærilegri en Hitler; ekkert hefði þýtt fyrir Albert Speer eða einhvern úr hirðinni að segja foringjanum, að meiri þðrf væri fyrir þá annars staðar. En náðin er skeikul hjá ein ræðisherrum. Þótt Krúsjeff væri Stalín nákominn og talinn í kunningjahópi, gerði Stalin honum liflð leitt og kvaldi hann. Ein saga dugar til marks um það: Vöm Rússa við Khar kov tókst mjög slysalega til í maí 1942, en ekki er þó fullkom lega ijóst, að hve miklu leyti það var Krúséff að kenna og bókin gefur ekki heldur svar við því. Hitt virðist staðreynd, að Stalín taldi Krúséff ábyrg- an, þó hann væri I rauninni sjálfur æðsti yfirmaður herj- anna. Krúséff komst I hættu- lega aðstöðu. Stalin þurfti að skella skuldinni á einhvern og nú vfrttst Itggja t augum uppf, að það yrði Krúséff. Hatin segir: ,,Eg lief gleymt hver átti hugmyndina að þess uni varnaraðgerðum. En Stal ín ákærði mig fyrir að hafa gefið skipun. Ég vil ekki neita að ég hafi átt einhvem l»átt í þessu en benti þó á þátt yfirhershöfðingjanna. Það var vita þýðingarlaust. Við iiöfðnm brotizt gegimm víglínu Þjóðverja svo að segja án nokkurrar mótstöðu, en það hafðl í för með sér að við ientum í gildru. Hersveit- irnar voru dauðadæmdar, nema leyfi fengist til að hörfa.“ Þetta leyfi varð að fá hjá Stalín og Krúséff varð að gera það persónulega. Stalín hafði þá neitað að hersveitimar væru látnar hörfa. Krúséff bað um samtal við Stalín i síma og herráðsforinginn varð fyrir svörum. Krúsjeff sagði: „Alex- ander Michailovitj, vertu svo góSur að fara með kort og út- skýra fyrir félaga Stalín það, sem hlýtur að gerast, ef við höldum áfram vörninni.“ — „Nei, félagi Krúséff. Fé- lagi Stalin hefur þegar tekið ákvörðun. Hann hefur þegar gefið út skipanir sínar.“ Krúséff ákvað að hringja aft ur og reyna betur. En Stalín kom ekki í símarm og svarið varð áfram: „Nikita Sergevitj, félagi Stalín hefur tekið ákvörðun og henni verður ekki breytt." Nú var aðeins ein leið eftir: Að hringja heim til Stalíns. Það var mjög hættulegt augna blik fyrir Krúséff. En hann tók á honum stóra sínum og hringdi og Malenkov svaraði. Krúséff vissi hvar þeir voru vanir að sitja og vissi nákvæm lega hvað Stalín sat langt frá símanum. Hann heyrði Malen- kov segja, hver væri í síman- um. Krúséff heyrði ekki hverju Stalín svaraði, en Malenkov kom í símann og sagði: „Fé- lagi Stalín segir að þú eigir að tala við mig um það sem þér liggur á hjarta og ég skal koma skilaboðum áleiðis." Þetta var öruggt merki um ónáð. Krúséff ítrekaði að hann vildi taia við félaga Staíín persónulega. Mal- enkov fór með skilaboðin en kom aftur án árangurs og allt sat við það sama. Það varð þögn, Ioks sagði Malenkov: „Fé lagi Stalin veit, að hershöfðingj arnir samþykktu ekki ákvörð- un þína um að stöðva framsókn ina; hann veit að stöðvunin var algerlega þín hugmynd og hann er mjög óánægður. Það þýðir ekkert að ræða það frek ar. Stalín segir að sóknin verði að halda áfram.“ Sóknarherinn var lokaður inni. Að halda sókninni áfram var sama og dauðadómur yfir hersveitunum. Krúsjéff til- kynnti hershöfðingjanum Bag- ramjan um ósveigjanleik Stal- Ins og hershöfðinginn brast í grát. Hann grét óhjákvæmileg örlög hersveitanna. Ósköpin dundu yfir nokkr- nni dögmn síðar. Sveitir 57. Iiersiiis voru umkriiigdar, margir féllu en flestir voru teknir til fanga. Nokkrum kliikkutíinuni síðar var Iiringt frá aðalstöðvunnni i Moskvu. I»etta V'oru erfiðar stundir fyrir Krúséff. Ósig- urtnn etnn var nægffegt áfall. En nn fannst honum, að hann mundi persónulega látinn bera ábyrgð á öllu saman. Hann ákvað að fljúga til Moskvu, Ieggja spilin á borðið, og gefa sig á vald örlaganna. Hann bjóst við hverju sem vrar, einnig handtöku. Stálín hafði talsverða leik- arahæfileika. I fyrstu var hann hvorki æfareiður né heldur að hann sýndi nokkurn skilning. Svo sagði hann: „Þjóðverjar segjast hafa tekið 200 þúsund hermenn til fanga. Eru þeir að ljúga?“ Krúséff neitaði því ekki, að þetta gæti verið. Hann sá að Stalín var á suðumarki og bjóst við sprengingu. Síðan hófst bið, sem stóð i nokkra daga og Krúséff vissi, að Stal- ín var að hugleiða hvað gera skyldi við hann. Svo var það eitt sinn við matarborð að Stal ín sagði í tóntegund, sem gaf til kynna að stundin væri runnin upp: „I fyrri heimsstyrjöld- inni gerðist það í Austur-Prúss landi að Þjóðverjar gátu um- kringt rússneska herinn. Sar- inn lét stefna yfirhershöfðingj anum fyrir herrétt, hann var dæmdur til dauða og hengd- ur.“ Krúséff sagði: „Ég man þenn an atburð vel, félagi Stalín. Sar inn gerði það eina rétta. Hers höfðinginn var svikari. Hann reyndist vera þýzkur njósnari." Stalín sagði ekkert. En hann hafði gefið nægilega mikið til kynna. En að lokum sagði Stal ín að Krúséff skyldi aftur fara til vígstöðvanna. Honum var létt í bili, en sá, að hættan var ekki liðin hjá. Hann hafði oft vitað til þess, að Stalín hafði sent menn heim, fulla af bjart sýni, og látið siðan taka þá þar. Greinilegt er, að Stalín hafði einhverjar taugar til Krúséffs, þótt hann ógnaði hon um. Þarna skall hurð nærri hælum; Krúséff slapp með ótt ann en Timosjenkov hershöfð ingi var lækkaður í tign. Eftir þetta sigldi Krúséff fyr ir jöfnum byr i áttina til auk- inna valda, þó alltaf í skugga harðstjórans meðan hann lifði. f orrustunni um Stalíngrad átti Krúséff að heita pólitískur ráð gjafi hershöfðingjans Jeremen ko. Meðan á þeirri örlagaríku orrustu stóð, fékk Krúséff oft að kenna á óbilgirni Stalins en eftir ófarir 6. hersins þýzka og sigurinn við Stalíngrad hækk- aði stjarna Krúséffs til muna. En meðan Stalín lifði, var hann aldrei öruggur; hvert boð frá Stalín gat táknað ónáð og fang elsisvist. ★ Þegar harðstjórarnir Stalín og Hitler eru bornir saman, sjást margar augljósar hliðstæð ur í atferli þeirra. Daglegt og náið samneyti við þá hefur ver ið einhver allra erfiðasta að- staða, sem hægt er að hugsa sér; algert ófrelsi, líf þrungið spennu og óvissu, en samt stöðutákn út á við. f þess kon- ar stöðu virðist bljúg þræls- lund óhjákvæmileg; þó virðist Hitler að þessu leyti hafa ver- ið verri húsbóndi. Harðstjórinn í Kreml hafði umhverfis sig flokksbrodda á borð við Molo- tov, Vorosjflov, Berfa, Malen- kov, Bulganin, Mikojan, Kaga novits og síðast en ekki sizt Krúséff. Eins og á stóð virðist sú hirð eðlileg. Öllu furðulegri er einangrun Hitlers með fylgdarliði eins og bílstjóra, ljósmyndara, arkitekt og nokkr um þjónum. Þar kemur til sál- sýki Hitlers, sem samkvæmt frá sögn Alberts Speer var farin að magnast þegar snemma á fjórða áratugnum. Aftur á móti telur Krúséff, að sálsýki Stal- íns hafi ekki farið að elna til muna fyrr en á síðustu árum ævi hans: Hann segir: „Með hverju árinu varð sí- fellt augljósara, að Stalin var sjúkur, bæði andlega og lík- amlega. Hann var mjög utan við sig og tapaði minni. Einu sinni ætlaði hann að segja eitthvað við Búlganín en stanzaði ailt í einu og gat ekki niunað hvað liann liét. Strangur á svip starði hann á Búlganín og sagði: „I*ú þarna, hvað heitir þú?“ En Stalín vildi ógjama, að aðr- ir tækju eftir þessu. Á þessum árum var engu að treysta og Búlganín lýsti einu sinni ágætlega þeirri til veru, sem við allir áttum í þá daga. Við vorurn á Ieið Iieim úr kvöldverðarboði hjá Stalín eitt kvöld og Búlganín sagði: „Maður sezt til borðs hjá Stalín sem vinur, en niað ur veit aldrei, livort maður fær að aka einn heim, eða livort manni verður ekið — í fangelsið.“ Brasilíu- fararnir Framhald af bls. 9. að hann hafi eignast átta böm, en öll dáið ung, nema þessi stúlka. „Konan mín er þýzk,“ segir hann „væn kona og vel menntuð — talar utan þýzku bæði ensku, dönsku og portú- gísku — og sem ég er vel ánægður með.“ Virðist allt hafa leikið í lyndi fyrir honum það sem hann átti eftir ólifað, en það var skammt, því af bréfi ann- ars Brazilíufara (Jónasar Bárðdal) má sjá, að hann hef- ir dáið eftir „stutta en þunga sjúkdómslegu" þann 6. febrú- ar 1874. Kom fregnin í þýzku blöðunum, sem gefin voru út í Rio de Janeiro, og um hann ritað þar sem mætan borgara. Þann tiima, sem hann dvaldi i Rio, var hann áskrifandi að bókum Bókmenntafélagsins, og sendi þvi einu sinni dálitla fjárupphæð í gegn um Magn- ús Eiríksson. Annars mun Kristján ísfeld fljótt hafa lif- að sig Lnn í hið nýja umhverfi og allur áhugi hans beinzt að því að reynast nýtur þegn hinni nýju fósturjörð sinni. Minna mun hann hafa gefið sig að Portúgölunum eða Brazilíu- mönnum, en útlendinum þeim, einkum Þjóðverjum, er búsett- ir voru í Rio. Kona hans var dóttir hins þýzika gistihúseig- anda, sem Kristján vann hjá um tima. Hún lifði mann sinn, enda var hún aðeins 38 ára, er hartn lézt. Skorti hana ekki efni og keypti hún hótel og rak það unz hún giftist aftur. Síðari maður hennar var þýzk- ur verkfræðingur. Ólu þau upp dóttur Kristjáns, unz bróðir hans Magnús sem líka fluttist til Braziliu, tók hana að sér. Grein þessi birtit í tímaritinu Borgin, 1920. Alþingi undir Armannsfelli Framhald af bis. 4. götur til að uppgötva hver sá atburður hefir verið. Þetta hef ir gerzt þegar Öxará hafði ver ið steypt niður á Þingvöll og flæddi þar yfir allan völlinn, svo að hvergi var hægt að tjalda búðir þar. Heimildum ber saman um að Blundketils-brenna hafi veriS veturinn 962 og sumarið eftir hafi málin komið til Alþingis. Eftir þvi hefir Öxará verið veitt niður í Almannagjá annað hvort haustið 961 eða vorið 962. Gera má ráð fyrir því, að þeir sem unnu að vatnsveitunnl hafi talið verki sínu lokið, er þeir höfðu komið Öxará niður í Almannagjá og fram úr henní aftur. Þeir hafi ekkert hugsað um að gera ánni farveg eftir völlunum fram í Þingvallavatn, heldur ætlast til þess að hún ryddi sér þar sjálf farveg. En það var nokkuð löng leið, allt að því stundarfjórðungs gang- ur og vellimir voru allir slétt- ir og með þykkri og þéttri gras rót, en halli mjög lítill. Þegar áin kom fram úr gjánni, brun aði hún því ekki beina leið suð ur í Þingvallavatn, heldur flæddi hún yfir alla vellina, langt upp fyrir Kastala, og þaðan hefir verið líkt og uppi- stöðulón milli gjárbakkans og hraunsins alla leið fram að Þingvallavatni. Það er ekkl fyrr en vöxtur kemur í ána að henni er trúandi til þess að byrja að grafa rásir í harðvell' ið og vel má það hafa tekið hana allt að þvi tvö ár að grafa sér farveg alla leið fram í vatn. En meðan á því stóð varð Alþing ekki háð á sínum stað. Lögréttu varð ekki komið fyrir á völlunum og þar var ekki heldur hægt að tjalda búðir. En Alþing varð ekki fellt nið- ur og þess vegna varð að flytja þingstaðinn til bráðabirgða, og þá var eðlilegt að hann væri fluttur upp undir Ár- mannsfell, sennilega á svipaðar slóðir og þar sem stóð hin mikla tjaldborg á þúsund ára afmæli Alþingis 1930. „En þingið var þá undir Ár- mannsfelli." Þessi stutta setning sem hrotið hefir lítt og ósjálf- rátt úr penna höfundar Hænsa Þóris sögu, er því mjög merk söguleg heimild. Hún segir oss óbeinlinis frá þvi hvenær rennsli öxarár var breytt og hver áhrif það hafði á þing- haldið. Og þess vegna vitum vér þá líka hvað Öxarárfoss er gamall. 25. apríl 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.