Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Blaðsíða 14
Njósnir í iðnaði Framhald af bls. 2. og víðtæka aðstoð hvað snertir markaðsupplýsingar. JETRO- félagið, sem er rikisábyrgt fé- lag, gerir reglulega umfangs- miklar og kostnaðarsamar rannsóknir til þess að finna smugur inn á markaði annarra landa. Margir þýzkir útflytj- endur kveina hástöfum yfir innrás Japana á markaði þeirra; Toyota er þegar orðinn skæður keppinautur Volkswag ens og japanskar rafmagnsvör ur öðlast æ meiri vinsældir á markaðssvæðum þar sem Þjóð- verjar voru allsráðandi áður. Sumir þeirra Þjóðverja, er hagsmuna eiga að gæta í mál- inu, staðhæfa, að aðstoð sú, sem japanska ríkið veiti út- flytjendum sínum, fari út fyrir þau siðferðileg mörk, er viður kennd séu í slíkri upplýsinga- starfsemi. Barry Goodenow, fyrrum starfsmaður FBI, hefur þetta um málið að segja: — Jafnvel milli vinveittra landa eins og Bretlands og Bandaríkjanna, Frakklands og Þýzkalands hlýt ur alltaf að verða eitthvað um iðnnjósnir. Þessi lönd skiptast innbyrðis á miklu magni tækni legra upplýsinga, en það er nú samt alltaf tryggara að ganga úr skugga um það, hvort mað- ur hafi fengið réttar upplýsing- ar. Það hefur ósjaldan komið fyrir að „vinveittum“ njósnur- um hafa verið gefnar rang- ar upplýsingar. Þegar eitt- hvert fyrirtæki hefur gert sér ljóst, að tilteknar tilraunir og rannsóknir, sem virtust í svip- inn lofa góðu, muni ekki leiða til neins, þá getur fyrirtækið tekið upp á því, að þegja og lofa öðrum að gjalda sömu nið urstöðuna sama verði — og verða fyrir sömu töfum og það sjálft varð fyrir. Með tilkomu tölvanna opnað ist skyndilega heill nýr og óplægður njósnaakur. Svo get ur farið einn góðan veðurdag að njósnurum reynist unnt að veiða nægar upplýsingar upp úr þessum þekkingarsjóðum, tölvunum, til þess að kollvarpa fyrirtæki með einu snöggti bragði eða valda heilum iðnaði óbætanlegu tjóni. Nokkrum bandariskum ör yggissérfræðingum rennur enn kalt vatn milli skinns og hör- unds, er þeir minnast þess, sem henti flugfélagið BOAC fyrir réttum tveimur árum. Að lokn um margra ára rannsóknum, sem hljóta að hafa kostað marg ar milljónir sterlingspunda, kom félagið upp tölvukerfi, Boadicea, sem kostaði um f jöru tíu og tvær milljónir punda. Það skipti engum togum, að BOAC hafði ekki fyrr tekið kerfið í þjónustu sína, en far ið var að bjóða það keppinaut um félagsins á niðursettu verði. Þarna var ekki annað sýnt, en BOAC mundi tapa algerlega tveggja eða þriggja ára for- skoti því, sem kerfið hefði afl- að félaginu. Talsmenn BOAC neita enn í dag að ræða málið, en yfirleitt er talið, að keppi- nautur félagsins hafi látið BOAC vita af því, er honum var boðið kerfið, félagið hafi þá farið á stúfana og komizt að því, að viss skjöl voru horfin sporlaust. Með aðstoð fyrr- greinds keppinauts tókst a.m.k. að hafa hendur í hári sumra sökudólganna. Þegar félagið fékk hin stolnu skjöl aftur í hendur og málið fór að skýrast betur var einum starfsmann- anna sagt upp, uppsagnir þriggja annarra samþykktar og þar við látið sitja. Ekkert mál var höfðað. En upplýsingar þær sem tölvurnar geyma eru að sjálf- sögðu enn verðmætari en kerf- in sjálf. Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að þjófn aður úr tölvum verði „glæpur framtíðarinnar" ef svo má segja líkt og þjófnaður úr peninga- skápum varð, þegar þeir komu til sögunnar. Og það sé líkt um stuld á þekkingu og vel unnin skemmdarverk eða njósnir, að ekkert vitnist um hann fyrr, en afleiðingarnar segi til sín. Samt er ennþá ódýrara og hagkvæmara að múta fólki, en stela úr tölvum. En ef svo fer, að þjófnaður úr tölvum færist i vöxt, er eins gott, að vera bú inn að ganga úr skugga um það, að tölvan manns „þýðist ekki hvern sem er,“ eða „gefi sig ekki á tal við ókunnuga menn," eins og þar stendur. Ný fyrirtæki á borð við Centre-File í London eru tek- in að haga þjónustu sinni sam- kvæmt þessari reglu. Það hef- ur t.d. yfir að ráða tölvukerfi sameiginlegu fyrir nokkur fyr- irtæki, sem ekki hefðu efni á því að setja hvert upp sitt kerfi. Centre-File hefur nú í sínum vörzlum öll skjöl u.þ.b. tuttugu meiriháttar víxlara og byggingarfélaga, sem öll eru í sambandi við sömu tölvumið- stöðina. Reiknað hefur verið út að kæmist einhver yfir fullar upplýsingar um daglega kaup- og söluhætti tólf mikilsháttar vixlara og viðskiptavina þeirra gæti það haft örlagarík áhrif á gjörvallan markaðinn. Þvi verða varúðarráðstafanir að vera eins víðtækar og unnt er án þess að þær tefji um of fyr- ir afgreiðslu mála. Starfs- menn fyrirtækjanna hafa þann ig t.d. aðeins takmarkaðan að- gang að hlutum tölvunnar. Þeg- ar leita skal upplýsinga hjá tölvunni, spyr hún fyrst um markorð dagsins eða vikunnar, gengur þá úr skugga um það hvort markorð þetta hafi í raun og veru verið úthlutað þeirri línu, er um ræðir og til- kynnir sig að þessu loknu reiðubúna til þjónustu. Hún gefur hverri línu aðeins þær upplýsingar, sem eru skráðar undir því markorði, er línunni hefur verið úthlutað. Sé beðið um aðrar upplýsingar, „þegir“ tölvan. Önnur hætta, er vofir yfir tölvuheiminum, er hættan á skemmdarverkum. Takist iðn- njósnurum ekki að útvega við- skiptavinum sínum þær upplýs ingar, sem um var beðið, gætu njósnararnir freistazt til þess að reyna að eyðileggja tölv- una, sem um er að ræða. Því er það, að tölvumatarar „kenna“ tölvunum aldrei setn- ingar á borð við „afmáið allar upplýsingar" o.s.frv. Ef slíks yrði farið á leit við tölvuna mundi hún því ruglast í ríminu, jafnvel fá „taugááfall" af áreynslunni við að reyna að skilja hina framandi orðsend- ingu. Taka þá aðvörunarljós að blikka i gríð og erg og um- sjónarmenn tölvunnar koma á vettvang. Ef svo færi einhvern tíma, að veruleg brögð yrðu að þjófnaði úr tölvum — með aðstoð ann- arra tölva —mundi dómurum reynast allörðugt að komast að niðurstöðu um það, hvort glæp ur hefði verið framinn eða ekki. Lög flestra landa eru þannig vaxin, enn sem komið er, að iðnnjósnir — þekkingar- stuldur — varða ekki við lög. Eitt sinn var iðnaðaráætlunum nokkrum stolið í Englandi, þjófurinn náðist — og var sekt aður um 5 krónur, sem nam pappírsverðinu! Sé komið að manni í húsum inni, þar sem hann er að ljósmynda leyndar- skjöl, þá má kæra hann fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi, en það er lika allt og sumt — myndavélin og filman eru báð ar hans eign að lögum. 1 sum- um Evrópulöndum, eins og t.d. Sviss, er aðeins unnt að dæma sökudólginn, hafi hann framið glæpinn í þágu erlends fyrir- tækis. Ekki er vafi á því, að miklu strangari laga er þörf á þessu sviði. Slík lög gætu styrkt frið helgi einstaklingsins og jafn- framt hjálpað iðnaðinum eitt- hvað. En þó er hætt við þvi, að eina ráðið til þess að koma í veg fyrir iðnnjósnir, sé auk- ið öryggi, ekki nokkur hálf- volg réttarhöld í viðbót. Suður-amerískt veðmálafyrir tæki aflaði, fyrir heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu í Mexíkó, víðtækra upplýsinga um hin ýmsu lið, tækni þeirra og leikhætti og jafnvel um ein staka leikmenn. Miðlaði fyrir- tækið síðan að sögn sumum lið anna af þessum upplýsingum. Um þetta segir Hal Lipset: — Þetta er ekkert nýtt af nálinni. Þetta á sér stað innan allra íþróttagreina. Það varð- ar ekki við lög, að komast að þvi, að leikmanni þykir gott að fá sér neðan i því. Hins vegar gegnir öðru máli ef maður held ur að honum brennivíni. Það er skemmdarverk — ekki njósnir. Ásgeir Ásgeirsson þýddi. íltgcfandi; H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stJ.: Haraldur Svcinsson Ritstjórar: Matthías Johanncsscn Eyjólfur Konráð Jónsson AðstoðarritstJ,: Styrmlr Gunnarsson RitstJ.fltr.: Gisli SÍgurCsson Auglýslngar: Árni GarCar Kristinsson Ritstjórn: ASalstræti 6. Sími 10100 Jakob F. Ásgeirsson Blómið Ég leit út um gluggann eitt haustkvöld í fyrra. Ég sá blóm, það var að deyja; eins og myrkrið, sofnaði og kvaldist. Höfundurinn er níu ára. -BRIDGE- Þaið verður a'ldrei of oft brýnt fyrir varniarspil'uirum að vinma saiman og vera vell á verði gagruvart fyrirætlunum sagnlhafa. Eftirfarandi spii eir gott dæmi um þetta. Spil eins og þetta hafa ailMr brLdigespilairair spilað mörgum sinnum, en því miður yfirsést möngum ágætum spiiurum rétta leiðin. Norður A 6-5-4 V 6-5-4 + Á-K-D-9-8 * G-4 Vestur Austur A G-9 V D-10-8-7 + G-2 * K-10-5-3-2 Á D-10-8-7 V G-9 4 10-5-4-3 * D-9-6 Suður A Á-K-3-2 V Á-K-3-2 4 7-6 4. Á-8-7 Spill þeitita var spiiiað í sveitak'eppni og var lokasögnin sú sama á báðum borö- um þ. e. Suður var sagwbafi í 3 grönd- um. Á báðum borðum var útspil það sama eða laufa 3. Sagnhafi drap með gosa, Austuir drap með dirottnimgu og sagnlhafar á báðutm borðum gáfiu heiima. Auistuæ lét út laiuifa 9, sagnlhaifi gaf og sama gerði Vest/ur og enn lét Austur út lauf, en nú drápu sagnhafar á báðum borðum mieð ási. AuigttjóiSt er að sagnhafi á 8 slagi á háspil og vantar því níunida siaginin. Báðir sagrihaifarnir ákváðu að reyna að fá níumda slaginn á tígud og létu því báðir út t'íguíl 7. En nú ákildiu leiðir. Á öðru boriðinu lét Vestur tígul 2, sagnhafi var ekki sednn á sér og drap í borði með tágiul 8. Með þessu vildi hanin vera viss um að fá slaig á tígul 9, því hanm vissi að Aiusfur myndi drepa, en það skipti ekki mláli því senmiltega á Austur eklki fieiri iauf, en eigi hanin eitt lauÆ til viðbó'tar fá A.—V. þainn slag og síðan eklki fleird dliaigi. Þetta reyndiat rétt hjá sagnhafa og fé'ltk haran níumda silaiginn á tígul 9 og vann spilið. Við hitit borðið var spilarinn, sem sat í Aiustri vel á verði og drap tígiui 7 með tígu'l gosa. Saignlhafi má elkki gefa slag- inn því mikil hætt er á, að Austuæ eigi 2 frí-lauf. Sagrihafi verður því að drepa og fær aldrei niema 3 slagi á tígul, en ekki fjóra eins og hann halfði hugsað sér. Fékk hánin því aðeins 8 sfliaigi samtials og tapaði spiiinu. -BRIDGE- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. april 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.