Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 4
Brynjólfur Jóhannesson og kona hans, Guð ný Helgadóttir. Kristinn Benediktsson, ljósm. Morgrunblaðsins tók myndina nú fyrir fáum dögum. „Þú hefur þá á lager þessa kalla64 Rætt við Brynjólf J óhannesson í sambýlishúsi við Hvassa- Iieiti búa þau Guðný Helgadótt ir og Brynjólfur Jóhannesson í fallegri íbúð og þangað er gott að sækja þau heim. Þetta var rétt fyrir jólin og Guðný bar fram nýbakað laufabrauð og dýrindis eplaköku, sem bmðnaði á tungunni. Brynjólf- ur sagði, að þau hefðu aldrei áltt eigin íbúð, fyrr en þau keyptu þessa í Hvassaleitinu fyirir tíu tólf árum. Laun banka- manna voru ekki há áður fyrr og það var heldur ekki vísasti vegurinn til að verða ríkur að verja öllum tómstundum sín- um í þágu leiklistarinnar, eins og Brynjólfur hefur gert frá því hann sté fyrst á svið. Það kemur í ljós, að hann á reynd- ar sextíu ára leikafmæli á næsta ári. Og leikur enn og af sömu listinni og fyrri daginn. — Ég hef alltaf talið, að minn leikferill hefjist árið 1916, þegar ég lék Hatnm- er stúdent í Nei-inu á ísafirði, segir Brynjólfur, þegar við höfum hreiðrað um okkúr í * vinnuherbergi hans. —- En vin- ur minn Lárus Sigurbjömsson hefur nú gert aðra uppgötvun. 1 sambandi við afmæli Leikfé- lagsins var Lárus að grúska eins og fyrri daginn. Þá gref- ur hann þa' upþ, að ég lék í fyirsta skipti árið 1912 — hlut verk Feddesens stúdents i smá- leikíþætti, sem hét Féleysi og lausafé. Þessu var ég búinn að sfceingleyma og líkast til hef ég ekki unnið þarna neinn um- talsverðan leiksigur, svo alger lega sem Feddesen blessaður var horfinn úr mínum huga. 1 den tíð voru mi'kið leiknir á Isafirði og víðar, svona smá- þættir. Með Féleysinu sé ég á blöðungi að hafa verið fluttir tveir aðrir þættir „Einlægni" og „Kammerjúnkarinn". Það var mikið leikið á isafirði, þegar ég var þar og þeir gátu s.tát- að af því að eiga ágætis leik- hús. Og þar voru afbragðs leik arar, þótt ekki væru þeir skóla gengnir. Ég held ekki ég sé að mikla það fyrir mér í endur- minningunni, en mér eru til dæmis hugstæðir þeir Magnús og Halldór Ólafssynir I Skuggasveini. Þeir fóru með hlutverk Guddu og Ketils og lifandis ósköp gerðu þeir það vel. Ég hef nú sagt skilmerki- lega frá upphafi leikferils míns í endurminningabók minni „Karlar eins og ég“ og mig minnir ég geta um, að það var tengdafaðir minn, Helgi heitinn Sveinsson, bankastjóri, sem varð til að örva mig til dáða og ota mér út í þetta. Og Guðný, kona mín, lék þegar við vorum á ísafirði. .Toinefcté. í imyndunarveikinni til daömjs lék hún af stakri prýði. En á . þetta vill hún ekki heyra . minnzt núna, bætti Brynjólfur við og brosti. — Erfiðustu árin, svona eft . ir á að hyggja, heldur Brynj- ólfur áfram, voru þau, þegar ég fór að taka þátt í stjórnar; störfum hj á Leikf éiagi Reykjavíkur og bætti þéim náttúrlega ofan á störfin- í leik húsinu — og bankanum. Fyrsta trúnaðarembættið, - -sem ég . gegndi fyrir félagið var end- urskoðun, ásamt Indriða heitn-., um Einarssyni leikskáldi. Það voru mín fyrstu kymni. af Indriða, þeim virðulega öðí- ingsmanni. Síðar varð ég kunm.; ugur þvi fólki og lék með dætr- um hans, Guðrúnu, Mörtu og Emelíu. Síðar var ég svo kos- inn í stjórn L.R. Ég var lengi ritari og formaður, svo til sam-. fellt í tuttugu ár var ég í. stjóminni. Það eru engar ýkj- ur, að á þessum' árum sá fjöl- skylda mín mig varla nema blá nóttina. Enda vorum við ein- hverju sinni í leikhúsinu að tala um þessa miklu vinnu og þetta álag og ég sagði: „Við getum ekki unnið svona. Krakkarnir fara að segja við mömmu sína: „Hvaða kall er þetta, sem sefur stumdum hjá þér á nóttunni?" Þetta var sagt í gríni, en i fólst alvara. Þá varm maður í bankanum á dag- inn og á kvöldin voru æfingar eða sýningar á víxl. Og þetta á ekki aðeins við mig — held- ur alla þá kynslóð, sem hetg- aði Ieikhúsinu krafta sina alla á þessum árum. Ég þoldi þefcta vegna þess að ég hef alitaf verið heiÍ9Ugóður. En erilsamt var það. Og ekki fæ ég nóg- samlega þakkað konunni minni þá takmarkalausu alúð og þol- inmæði, sem hún sýndi mér á þessum árum. Það er ekki allra að fara i fötin hennar Guðnýjar. — Nú er ég að æfa mitt 168. hlutverk hjá Leikfélaginu. Á Isafirði lék ég 14 hlutverk og 4 hjá Þjóðleikhúsinu. En nú æfi ég Galdrahéðin í Útilegu- mönnunum. Það er þriðja ruil- an, sem ég fer með í þeim leik. Á- fsafirði iék ég. Helga stúd- ent- og Grím stúdent í Iðnó síð- ar.. Þá með þeim .raddsterku mönnum, söngvur.unum, pkkar Pétri Jónssyni og Kristjáni Kristjánssyni. Ég varð að .taka á. öllu. sem ég átti til, eins o'g geja má nærrí. Ýnisir höfðú á orði, að þeir hefðú séð þakíð lyftast á Iðnó, þegar við kaþp arnir þöndum okikúr hýað mest. • Ég finn auðvitáð áð'ég er ekki eins fijötur að. læra og fyrir 30 40 árum, og er víst ekki nema lögrhál lífsins. Ég þarf að. leggja .verulégá hart að mér til að læra hlutverkín, En þáð er rnesta furða, hvað þau tolla í kotHjnum, þegar ég hef komíð þeim.þárig'að. — Einu sínni vay bannað leikrit, sem þú. lékst l Þótti, það ekki tíðindum . sæta? Og hyað.olli? ... — Jú, það var kómedía eft- ir Arnold og Bach, „Stundum og stundum ekki“, sem Bmil Thoroddsen hafði staðfært af kúnst. Á þessum árum var svoddan gauragangur I stjórn- málunum. Þá var Jónas frá Hriflu að byggja upp á Laúg- arvatni af sirium altounná dugnaði. En um þær fram- kvæmdir var deilt eins og gengur. Nú, nú, Emil staðfærir sum sé þennan leik og lætur hann gerast á Vatnalaugum. Þetta féll ekki í kramið hjé Jónasi. Svo hafði kvisazt út, að ýmislegt fleira skuggalegt færi fram i þessum leik. Bama- verndarnefnd kom á æfingu og við vissum þeirra hug. Aðal ákæran var sú, að Þóra Borg, kom fram í slopp og var í bikini einum fata innan undir. Þetta þöbti voðaleg dirfska þá. Ég man ég lók þarna hálfgerðan kjána, sem kemst þó til met- orða, ádeila á póliti'kusana hef ur það vist verið. Aðalklámatrið ið var svo þegar Þóra sezt við hliðina á mér, svona líka t'l flara — og ég slæ eins og óvart á bert lærið á henni. Þá supu ýmsir hveljur, óhætt um það. Auk þess voru einhverjar sára meinlausar kveruiafarssenur í leiknum. Það væri ekki vinn- andi vegur að hneýksla neinn með svonalöguðu núna. En ekki er að orðlengja það að okkur berst til eyrna að ætl- unin sé að banna sýninguna. Við neituðum að hlíta því banni og höfðum aðalæfingu opna fyrir hvem, sem koma ivildi. Og húsið fylitist á skammri stundu — allir þing- mennirnir komu arkandi utan úr þingi og í sölum þess sat for seti og hringdi bjöllu til fund- ar sem óður væri. En ailir voru úti í Iðnó og sátu þar sem fastast. Á endanum sá for seti ekki annað ráð vænna en hverfa þangað lika og horfa á. Allir skemmtu sér komunglega á sýningunni, bannið var dreg ið til baka og þessi leikur gerði heilmikla lukku og var sýndur oft. — Á þessum árum voru reví urnar á sínu blómaskeiði. Tókst þú mikinn þátt í þeim? —; Ekki get ég sagt það. Ég hljóp svona inn í þetta. Ekk- ert að ráði. Til þess voru skyldur mínar gagnvart Leik- félagínu of margbrotnar, að ég gæti bæbt á mig. En oft var erfitt að reka félagið, þegar revíurnar voru upp á sitt bezta og síðam kom Fjalakött- urinn. Fólk hafði ósiköp gamam af þessum létbu försum og ádeilugrtni hvers konar enda voru margar af þessu m gömlu Leikfélagið og Silfurlampinn EFTIRTALDIK leikarar Leikfélags Reykjavik- ur hafa fengrið Silfurlantpann: ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN fyrlr tútkun sína á Andrew Crocker-Harris í Browning- þýðingunni 1956—’57. BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON fyrir túlkun sina á Joe Keller i Allir synir mínir, 1958’59. STEINDÓR HJÖRLEIFSSON fyrir túlkun sína á Jonna Pope í Kviksandi 1961—’62. HELGI SKÚLASON fyrir túlkun sina á Framz í Föngunum í Altona 1963—’64. GfSLI HALLDÓKSSON fyrir túlkun sína & götnsópara og þeim útvalda í Þjófar, lík og falar konur 1964—’65. ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN fyrir túlkun sína á pressaranum í Dúfnaveizltinni 1965—’66. HELGA BACHMANN fyrir túlkun sina & Heddu Gabler í samnefndti leikriti 1967—’68. SIGRlÐCR HAGALfN fyrir túlkun sina á Neli Pallmer i Hitabylgju 1970—’71. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.