Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 20
Kort eftir Sarmiol. Landnánisferð Ing-ólfs. Hin örlagaþriingna útþrá hins kjarkmikla manns, seyðir víkinginn til hins ónumda lands. Ber hann á arnarvængjum og stefnir á vonarstjörnuna, ®em blasir við, beint fyrir stafni. (Skýring úr bók Samúels). Misjafnlega vel minnist mað- ur samferðamanna sinna. Sum- ir falia í skuggann með tíman- um og fyrir rás tímans, aðrir standa upp úr fjöldanum, skera .sig úr, verða ógleyman- legir. Kkki þarf það aJItaf að vera, að kynni manns af öðr- nm hafi verið svo náin, Iieldur þó hitt frekar, að allur per- sónuleiki mannsins, sem maður minnist, hafi verið slíkur, að hann verði ógleymanlegnr. 1 þessari grein ætia ég að lýsa og segja frá einum slík- um samferðamanni, merkum fs- lendingi, sem mér hefur löng- um fundizt liggja óbættur hjá garði. Aldrei urðum við nánir vinir, en sú var hins vegar raunin með föður minn og hann, og ég kynntist honum talsvert .vegna þess, og ég var samstarfsmaður lians um tíma. Maðurinn, sem ég hef í huga, hét Samúel Kggertsson, kenn- ari, oftast kallaður skrautrit- ari, enda voru myndir hans og kort þekkt um allt land, ekki sizt myndin af séra Hallgrími Péturssyni í prédikunarstóln- um með aliar Passiusálmaútgáf urnar i kringum sig. Og sjáJf- sagt muna margir eftir íslands- kortinu, sem hékk uppi á vegg I skólanum þeirra. FBÆÐIMAHKRINN SAMÚKK Samúel var mjög drátthagur og kortin hans mörg gullfalleg og fróðieg. Er það raunar önn- ur saga, sem ekki verður sögð hér, að íslenzkri kortaútgáfu, — hvað viðkemur sögulegum kortum, hefur mikið hrakað. þótt jólakort og landslagskort gerist nú æ vandaðri. En í min- um augum var Samúel fyrst og íremst fjölhæfur fræðimaður, staerðfraeðingur og náttúrufræð ingur, sem allt vildi rannsaka og mæla. Og mér er kunnugt um það, að veðurathugan- ir gerði hann á hverjum degi um iangt árabil og skráði í bæk ur. Hann átti og stórt bóka- cafn sjálfur, þótt efnin hafi sjálísagt ekki aLltaf verið mik- II til bókakaupa. Hann hafði sjaldan tækifæri til að láta binda bækur sínar, en það kom ekki að sök, því að hann bjó um þær í hlífðarkápu úr brún- um maskínupappír, og skraut- vitaði síðan nafn höfundar og bókarheiti á kjöl. PRÚÐMKNNIÐ SAMÚEL 1: mínum augum var Samúel einnig mikið prúðmenni, hæg- ur í umgengni, mátti aidrei vamm sitt vita, og geislaði frá honum hlýja, og fann ég það bezt, þegar við unnum saman við að kortleggja jörð foreidra minna, KiSaíeli, sumarið 1943, og segir frá því siðar. Þá var Samúel nærri áttræður og milli okkar 60 ára aldursmunur, en þó gekk hann kvikur á fótinn um fjöll og fjöru, sífræðandi mig og ieiðbeinandi. LikJega hefur Samúel verið fædd- ur kennari, og stundaði líka kennslu i 42 vetur, þótt störf hans beindust jafnhliða að öðru. Sex árum síðar, að við unnum saman, var hann ailur, þvi að hann iézt 7. marz 1949. ÆTT OG l 'PPRUNI En vikjum nú um stund að uppruna og ætt Samúels Egg- ertssonar. Hann fæddist á Melanesi á Rauðasandi í Vest- ur-Barðastrandarsýsiu 25. maí 1864, sonur hjónanna Eggerts, bónda þar, síðar bamakenn- ara á ísafirði og sýsluskrifara í Haga, Joehumssonar bónda í Skógum í Þorskafirði, Magnús- sonar, og konu hans Guðbjarg- ar Ólafsdóttur, bónda á Rauðumýri á Langadaisströnd, Bjarnasonar. Föðurbróðir Samúels var þjóðskáidið Matthías Jochums- son, og Samúel átti mörg systk- ini, bæði alsystkin og hálf- systkin, og má t-d. nefna séra Matthías Eggertsson í Grims- ey, Jochum Eggertsson skáld (Skugga), Önnu Kristjönu, konu Sigurmunds læknis Sig- urðssonar, og mörg fleiri, þótt ekki verðí gert hér. Hann var alinn upp í Mun- aðstungu í Reýkhölasveit hjá Brandi bónda Árnasyni og Sigríði konu hans, og um tíma kenndi hann sig við þann stað. Hann varð bú- fræðingur frá Ólafsdal 1889, vann að jarðyrkjustörfum til 1894, að búskap til 1907 á Stökkum á Rauðasandi ásamt sjómennsku á opnum bátum. Kenndi hann víða í Barða- strandarsýsiu og frá 1909— 1935 i Reykjavík. Hann mun hafa mælt og kortlagt 30 kaup- staði og þorp. Þá vann hann um tíma á Veðurstofunni, enda var hann vel fróður um veð- ur og veðuriag. 1 heimasveit sinni var hann hreppsnefndar- maður og oddviti sóknamefnd ar. Og eins og áður segir starf- aði hann um langt skeið sem Friðrik Sigurbjörnsson Drátt- hagur alþýðu- spekingur Samúel Eg:gertsson - .■■■■■: ■■ '• tí ncriup pff JmtHandi y Joklunúi/Lnmífín Isiands fjöll. Hliitfailsleg hæð fjalla sýnd. skrautritari og hlaut heiðurs- merki og heíðursskjai fyrir skrautritun 1911, og hefur það vafaiaust verið m.a. fyrir kort- ið, sem hann teiknaði í tilefni af aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar, og birtist mynd af því með grein þessari. Hann mun hafa gefið út milli 30 og 40 kort, flest varðandi sögu lands ins, einnig minningarspjaíd Eimskipafélags ísJands og HaUgríms Péturssonar, sem áð- ur var nefnt, en þau spjöld komu bæði út 1914. Þá hef ég áður minnzt á Islandskort hans, sem fræg eru og margir nemendur hafa lært á. KVONFANG SAMÚHLS Hinn 20. október 1892 geng- ur Samúel að eiga Mörtu Elísabetu Stefánsdóttur gull- smiðs i Hítarneskoti. Þau eign- uðust 3 börn, og var hjóna- band þeirra ástrikt, en Marta dó réttum 10 árum á undan Samúel. Hann virti konu sína framar öllu öðru og henni til- einkar hann merka bók, sem ísafoldarprentsmiðja gaf út ár- ið 1930, raunar með styrk Al- þingis, og nefnist Saga Islands. Línurit með hliðstæðum annál- um og kortum. Tileinkunin iýsir ást hans og hiýju til Mörtu konu sinnar og er á þessa leið: „Þetta litia rit er með ást og virðingu íyrst og fremst tileínkað elskutegri eiginkonu minni, Mörtu EJisa- betu Stefánsdóttur, en þar næst öllum sögu- og ættjarðar- vinum." SAGA ÍSLANBS Mig langar þvínæst að minn- ast eilitið frekar á „þetta litla rit" hans, sem hann nefnir svo ai aJþekktri hæversku, þvi að það geymir svo gagnmerka hluti, og full þörf er á því, að það sé endurprentað. Margar fallegar myndir prýða það, einkanlega af IsJandi (upp- hieyptu), einnig kort, sem snerta landnám íslands, en þó er sá hlutinn sem stærstur er og merkilegastur ótaiinn, en það eru iínuritin, með hliðstæð- um annálum og kortum, en sökum þess, hvernig þau eru í iögun er vont að gefa hugmynd um þau með birtingu mynda af þeim, en þó skal gerð tiJraun til þess. MENNING FÓLGIN I SKILNINGI Á FOKTÍfl OG NÚTffl 1 inngangi ritsins, sem er hinn íróðlegasti, speglast vel ást Samúels á Jandi og þjóð. Hann hefur verið einiægur ætt jaióarvinur, og stenzt ég ekki freistinguna að birta örfáar iinur úr innganginum. Þar seg- ir m.a. á bls. 10—11: „Andlegt líf þjóðanna stend- ur venjulega í nánu hlutfalli við fjölgun og fækkun ibúanna, — ekki sízt okk- ar einangraða iands. Þegar manndómur, kjarkur og fyrir- byggja sigrar erfíðleikana, fjölgar fólkinu, en lúti þessír hæfileikar í lægra haldi fyrir óbiíðu náttúrunnar og óstjóm, fækkar því. Þetta ber línurit- ið greinilega með sér." Siðan segir: „Nú er þjóðin i flestum efnum á uppgangs- og framfaraskoiði. Frelsi í öilum efnum, innan mannúOBegs þjóö- skipulags, er fengið. Einstakl- ingurinn á nú að mega njóta orku sinnar undir verndar- væng laga og réttar. Trúfrelsi, atvinnufrelsi, ásamt aðgangi að hverju því starfi og menningu, er hvern fýsir og hann hefur löngun og þrek tií, iiggur op- ið fyrir.“ Og siðar á bls. 11 skrifar Samúel: „En — allar skjótar breyt- jngar eru athyglisverðar, engu að siður heiium þjóðum en einstaklingum. Úr deyfð og 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.