Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Blaðsíða 7
heitt og næstum sætt, og brauð- ið var gegndrepa af feiti, og enn drukkum við einn snaps. Þ>á sagði veitingakonan, að hún ætti ekki meira af svína- kjöti, aðeins pylsur, og við át- um eina pylsu hver og feng- um okkur bjór með, þykkan, dökkan bjór, og enn drukkum við einn snaps til, og létum bera okkur kökur, fflatar, þurrar kökur úr möluð- um hnetum. Og ennþá einu sinni drukkum við snaps, en urðum alls ekki drukknir. Okkur var orðið heitt og líð- anin góð, og höfðum engin óþægindi framar af ertingunni frá viðartrefjunum í nærbux- unum og ullarpeysunni. Nýir hermenn bættust við í hópinn, og allir sungum viS: „Já, sól- in frá Mexikó" . . . Um sexleytið voru pening- amir okkar gengnir til þurrð- ar, og við vorum ódrukknir sem fyrr. Við gengum aftur til herbúðanna, af því að við átt- um ekkert meira til að veð- setja. 1 ömurlegri, holóttri götunni logaði engin týra fram- ar, og þegar við löbbuðum fram hjá verðinum, sagði hann að við ættum að mæta á varð- stofunni. Inni í henni var loft- ið heitt og þurrt, hún var óhrein og full af tóbakssvælu, og undirliðsforinginn hellti sér yfir okkur og sagði, að við fengjum bráðum að þreifa á því, hvað þetta kostaði okkur. En um nóttina sviáfum við ágæt lega, og morguninn eftir ókum við aftur á stóra, skröltandi flutningavagninum yfir stein- brúna til flugvallarins, og það var kalt í Odessa, loftið var heiðskírt og loksins stigum við upp í flugvélina, og þegar hún var komin hátt á loft, vissum við allt í einu, að við mundum aldrei koma til baka, aldrei framar . . . Við vorum nokkrar „skvísur" um fer- tugt í afmæli hjá einni vinkonunni. Þeg- ar setjast skyldi að kaffiborðinu, sagði húsmóðirin ósköp eðlilega: „Jæja, stelp- ur, gerið þið svo vel.“ En þá heyrðist heldur en ekld hljóð úr horni. Ungur son- ur afmælisbarnsins rak upp skellihlátur: „Stelpur, ha, ha, ha!“ Var það furða, þótt honum þætti þetta skrýtnar stelpur, fer- tugar kerlingarnar. En líklega verðum við „stelpur“ í okk- ar hópi langt yfir sjötugt. Og samt þykj- umst við vera eitthvað, þegar við erum að siða hálffullorðin börn okkar og imeykslast á hátterni æskunnar nú á dög- um. Ég tek nú til dæmis plötuspilið. Við hneykslumst öll ósköp á þvi, hvað hátt er stillt, þegar popptónlistin er spiluð, en eigum það til að hækka tækið upp úr öllu valdi, þegar við spiliun okkar eigin óra- toríur eða synfóníur. Okkur finnst nefnilega allt annað. En þarna er kjö: tækifæri til að sýna umburðarlyndi, jafnt á báða bóga. Og svo eru það skemmtanirnar. finnst skólafólkið fara alltof oft út að skemmta sér nú á dögum. En ef við horf- um 20—25 ár aftur í timann, ætli hafi liðið margar helgar svo að við færum ekki á bíó eða baU, þótt það væri nú kannsld bara „heimavistarball“ með einni harmoniku, ball var það samt. Svo voru dansæfingar og kaffikvöld, kannski inni í miðri viku þar að auki. AUt var þetta kannski einfalda-ra í sniðum en nú er — en voru það ekki allir lilutir þá? Sumir halda fram, að ungt fólk skemmti sér alls ekki nú á dögum, þrátt fyrir allar skemmtanirnar. Þetta held ég, að sé alrangt. Mér finnst ég hvað eftir annað verða vör við sanna gleði og til- hlökkun Iijá ungUngum i sambandi við skemmtanir þeirra — og enn eru þau skotin og feimin, alveg eins og við í gamla daga. Á meðan við höfum gaman af að sletta úr klauf og kalla okkur stelpur eða stráka ættum við alltaf að líta í eigin barm og hugsa aftur í timann til okkar eigin ungl- ingsára, þegar okkur hættir til að hneyksl ast á ungdómnum. Kannski „kynslóðabilið" sé í rauninni mun mjórra en margur vill vera láta? kynslóðabilið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.