Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Blaðsíða 8
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ MARÍA STÚART eftir Schiller Það er ÉG sem á að ríkja María Stúart og Mortimer, hinn ungi fullhugi, sem reynir að koma skozku drottningunni tll hjálpar, er raunar uppdiktuð persóna hjó, Schiller. Þau höfðu ólíku hlutverki að eegna í daglegu samneyti við Maríu Stúart í fangelsinu. Annars vegar fóstra drottningar ng sij, sem næst henni stóð, Hanna Kennedy, og hins vegar Amías Paulet riddari, sem hefur verið skipaður gæziumaður drottningar í fangavistinni. Hann er auk þess mótmælendatrúar. ® Einn af hápunktiun leiksins: Fundur drottninganna, þar sem María Stúart (t.v.) lætur Elísabetu drottningu hafa það óþvegið, þegar hún sér, að leikurinn er tapaður. Fyrir aftökuna: Drottningin kveður hið trygga þjónustuiið sitt. Flest börn munu hafa lesið æv- jntýri um drottningar, þar sem önnur er svo undur góð, en hin bæði vélráð og vond. Samkvæmt formúlunni vinnur góða drottn- ingin sigur, en sú vonda hlýtur makleg málagjöld. Þannig á mór- allinn að vera í ævintýrum handa börnum og það er ekki alveg laust við að Schiller gamli hafi eitthvað tekið mið af þessari klassísku barnasöguformúlu. Sá sem sér sýningu Þjóðleikhúss- ins á Mariu Stúart, fær þá hug- mynd, að María hafi næstum að ósekju orðið fyrir barðinu á ill- um örlögum, hlotið langa fangels isvist, misst ríki sitt og síðast líf- ið sjálft. Þessi líka fallega og góðhjartaða kona. Samúð leikhúsgestsins er, býst ég við, öll með Maríu. Elízabet drottning á vald á lífi hennar; góðir menn reyna að fá hana of- an af því að iífláta hina föngnu drottningu, en það kemur fyrir ekki. Mafía Stúart endar líf sitt á höggstokknum. Að vísu sýnir leikurinn aðeins síðasta þáttinn í lífi Maríu Stúart. Hún er þá búin að vera i haldi og undir strangri gæzlu í árarað- ir og kannski eitthvað farin að mlldast, þegar liana grunar, hver endalokin verði. En fletti maður blöðum sögunnar, þá kynnist maður talsvert annarri Maríu Stúart en leikrit Þjóðleikhússins gefur hugmynd um. Þessi yndis- lega kona, sem geislar af göfgi í túlkun Kristbjargar Kjeld, hún var í rauninni hið versta flagð. Hún hafði flest, sem hugurinn girntist: Æðstu völd í Skotlandi, góðar gáfur, annálaða fegurð og kynþokka, höll í Edinborg og sumarhailir í Dunbar og víðar. En gæfa og gjörvileiki fór ekki saman fremur en hjá Gretti. Hún var orðin afhuga eiginmanni sin- um eftir eitt ár og hún eða von- biðillinn létu kyrkja hann sjúk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.