Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 2
Eitt hundrað ár eru um þessar mundir liðin frá því Hjálmar Jónsson, venjulega kenndur við Bólu (Bólstaðagerði) i Akrahreppi, lauk nær átta áratuga erfiðri jarðlffsgöngu, í beitarhúsunum nálægt Víði- mýri, þrotinn heilsu og saddur lífdaga. „Undan for- smán, hatri, skorti, tötrum, lagðist þreyttur lfk f skauti fróns“, eins og hann orkti sjálfur fyrir brottför sinni úr þessum heimi. Með Hjálmari Jónssyni í Bólu hvarf af sjónarsviði eitt mesta skáld Islendinga fyrr og síðar. Og þótt hann hafi nú legið heila öld í gröf sinni, — „hjábarn veraldar", sem hann kallaði sig sjálfur; og að ýmsu óbættur hjá garði enn i dag, — þá mun sérstæð skáldgáfa hans og orðkyngi ekki hverfa sjónum kyn- slóðanna, svo lengi sem Island má lýði og byggðum halda. Það sem hér verður tekið saman er ekki æfisaga skáldsins í venjulegum skilningi, enda eru höfuð- drættir hennar raktir í annarri grein hér í blaðinu í dag. Þvi síður mun eg gera neina „bókmenntalega könnun" á verkum þess, það er eftirlátið öðrum, sem betur kunna. Hinsvegar vildi eg reyna að skygnast um hvaða ástæður muni einkum hafa legið til hinnar erfiðu sambúðar skáldsins við umhverfið, og ómildra dóma úr þeim áttum, fyrr og sfðar, og þá víkja sérstaklega að tilteknum örlagarfkum þætti f æfi þess, „þjófaleitinni í Bólu“, sem sfðan átti eftir að eitra líf þess um langa æfi, og spilla og rangsnúna mynd þess og minningu, bæði i samtið og allt fram á okkar daga. Munu og væntanlega verða birtar ýmsar heimildir, er hér að lúta, og sem ekki er ástæða til að liggi lengur f þagnargildi. Mun eg þá einnig koma víðar við f leið- inni, ef svo hentar og samhengi leyfir. „Ósamboðinn hátigninni“ Hundrað ár eru liðin, og einu betur, frá því er Hjálmar Jónsson orkti hið mikla þjóðhátíðarkvæði, fyrir munn Fjallkonunnar: „Sjá nú hvað eg er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar, eldsteyptu lýsa hraunin hér hörðum búsifjum æfi minnar, kóróna mfn er kaldur snjár, klömbrur haffsa mitt aðsetur þrautir mínar f þúsund ár þekkir Guð einn og talið getur". Mönnum hefir löngum verið undrunarefni, hvers vegna þessu stórbrotna og kyngimagnaða kvæði, — þótt misgott væri að öðru leyti, — var stungið undir stól á þúsundárahátíðinni 1874, enda þótt síðari tímar hafi að sjálfsögðu skipað þvf verðugri sess. Hefði reyndar verið tækifæri á þjóðhátíðinni í fyrra, að bæta nokkuð úr þessum ósmekklegu mistökum, þótt það færist af einhverjum ástæðum einnig fyrir. Það situr því kanski ekki á okkur að áfellast Hilmar Finsen og aðra forráðamenn hátfðahaldanna 1874. En sá er munurinn, að það sem var fyrir gleymslu og athuga- leysi í fyrra, var af ráðnum hug þá. Og þarf ekki í grafgötur að leita um ástæðuna: Enda þótt Hjálmar Jónsson væri fyrir löngu orðið viðurkennt skáld, og stórskáld þegar hann tók á, og engin vafi geti á þvf leikið, að þeir sem tóku kvæðið með sér suður, Jón á Gautlöndum og sr. Arnljótur, hafi komið því á leiðar- enda, og Ioks, að engin ástæða er til að efa, að háyfirvöldin hafi í rauninni kunnað að meta kvæðið, þá hefir samt annað vegið þyngra á metaskálunum. Og þar er ekkert um að villast. Þetta aldna almúgaskáld, lítilsiglt að veraldargæðum, var ekki talið þess verðugt að ávarpa hátignina, konung landsins; það var skráð f annála réttvfsinnar og brennimerkt í almenningsáliti, vegna kærumála og tilheyrandi „þjófaleitar“ 30—40 árum áður, leitar sem að vísu leiddi enga sekt f ljós, en var samt þann veg hagað, að hún sýknaði það heldur ekki, en skildi eftir sig grunsemdir í almenningsálitinu, sem síðan fylgdu skáldinu sem skuggi alla þess tfð, og reyndar langt út yfir gröf og dauða. Grein þessi er rituð I tilefni þess að 100 ör eru liðin fró dauöa Bölu- Hjölmars. Þessi hluti hennar ötti að birtast með öðrum greinum um Hjölmar 1 siðasta blaði, en þess var ekki kostur sökum rúmleysis. Óbættur hjá garði Það er athygli vert, að enda þótt margt hafi verið skrifað um hið þjóðmerka skáld f Bólu veit eg ekki til að það hafi nokkru sinni verið brotið til mergjar, hvort grunur þessi hafi verið á rökum reistur eða ekki. Þó er þess ekki að dyljast, að yfirleitt mun verða lagður, — meiri eða minni, — trúnaður á að skáldið kunni eitthvað að hafa misstigið sig á dyggðarinnar vegi, þjófaleit sé ekki gerð, nema einhver grunur liggi fyrir, algengt hafi verið, að fátæklingar smádrýgðu búsílag sitt á þennan hátt, o.s.frv. Og þegar vitnað er í sýknudóminn f máli skáldsins er svarið einatt eitthvað á þá leið, (eins og merkur Skagfirðingur sagði við mig, er þetta bar á góma); „Jú, mikið rétt, en það bara sannaðist ekkert, á hvorugan veginn. Eða hver skyldi það hafa verið, sem kveikti f kofanum í Bólu?“. Þetta er nokkurt dæmi um hvernig á þetta er litið almennt, a.m.k. í Skagafirði, enda þótt ógjarna sé uppskátt látið; svo eru „afsakanir" á reiðum höndum, fátækt, örbyrgð heilsuleysi, o.s.frv., enda hljóti slfkum manni að fyrirgefast mikið, og þessvegna ekki rétt að róta mikið upp 1 þessu að óþörfu. Hitt virðast menn láta sig minna skipta, hver sé sannleikurinn f málinu. Jafnvel Finnur Sigmundsson, sem skrifar hið ágæta æfiárip skáldsins, og allt færir til betri vegar, dregur verstu broddana úr ákærunni, jafnvel hann gengur ekki lengra en að sýna fram á, að hin ýmsu ákæruatriði séu „ekki sönnuð“, „sakargögnin reynst veigalítil og þoku- kennd", o.s.frv. Eg hefi hvergi séð tekið af skarið um algert sakleysi skáldsins og konu hans. Margir munu þeir, sem ekkert hafa gert þetta upp við sig, leyna e.t.v. með sér grunsemdum, og Iáta síðan kyrrt Iiggja. En allt um það þarf einhverntfma að reyna að komast til botns í þessu. Og ef það væri nú svo, sem eg vil ætla, að hægt sé að leiða fram ekki einasta sterkar Ifkur heldur og fulla sönnun um sakleysi skáldsins og þeirra hjóna, þá má það helst ekki dragast lengur. Að vfsu er alger sýknusönnun vandkvæðum bundin í málum af þessu tagi. En sé unnt að gjörhrekja sakar- giptir þær og málsmeðferð, sem ákæran er byggð á, er þar með sönnuð full sýkna. Þetta þarf að kanna hér, í sambandi við mál skáldsins og sæmir ekki að það liggi lengur óbætt hjá garði. Það er allt of lengi búið að „ljúga með þögninni“ um það mál, eins og sóknar- prestur minn, sr. Árni Þórarinsson, orðaði það. „Fyrir Herrans dómi“ Nú vil eg áður en lengra er haldið benda á það, að hver maður, sem les kvæði Hjálmars Jónssonar, með nokkurri athygli, hlýtur að sannfærast um, að hann muni saklaus af grunsemdum þeim, sem á honum hafa legið, allt fram á okkar daga. Sá sem þetta ritar er að nokkru ættaður af sömu slóðum, Akrahreppi, og margt af nánu ættfólki mínu þar kom mjög við sögu skáldsins. 1) Eg hefi alla tíð, — og löngu áður en eg átti þess kost, að kynna mér heimildargögn sérstak- lega, — trúað með sjálfum mér f sakleysi skáldsins, þegar af ástæðum, sem eg vil láta koma hér fram strax, enda eru þær enn og ávalt í fullu gildi. Svo sem alkunnugt er, og kvæði Hjálmars berá greinilega með sér var hann trúaður maður og alvar- lega hugsandi, þótt vera megi að úfið skaplyndi hans bæri hann stundum af leið. I fleiru en einu kvæði hans, skýtur hann máli sfnu til Guðdómsins til lið- sinnis og leiðréttingar. Og f eigin grafskrift sinni, sem hann yrkir rétt skömmu fyrir andlátið, þá aldurhnig- inn og þrotinn heilsu, leggur hann mál sín f Guðs dóm. f því trausti að á efsta degi „verði uppskátt fyrir Herrans dómi, hvað hér leið og hvað til saka vann“. Getur nokkur maður látið sér detta í hug, að hann hefði orkt þannig, á deyjanda degi, nema af þvf hann vissi sig saklausan og ranglega sökum borinn? Og liðið undir þvf allt sitt líf. Hér ætti f rauninni ekki að þurfa frekari vitna við, þetta er ekki annað en sem hver maður veit, finnur og skilur, sem um það hugsar, hlutlaust og f fullri alvöru. Allt að einu er rétt, að rekja það nánar hér á eftir, hvað dómsmálabækur og aðrar tiltækar heimildir hafa frá þessum málum að greina, en þær eru öllum aðgengilegar i Þjóðskjalasafni. Rúmsins vegna verð eg að láta tilvitnanir nægja að sinni og eftir þvf sem við á, en geri annars ráð fyrir að heimildir þessar verði síðar birtar í heild, og án úrfellinga. II. Aðför að Bóluhjónum Það var f byrjun jólaföstu 1838 að sá atburður gerðist f Bólu i Blönduhlíð,að hreppstjórar Akra- hrepps, Eiríkur í Djúpadal og Pétur á Syðri-Brekkum, tóku fyrirvaralaust hús á ábúendum þar, Hjálmari og konu hans Guðnýju Ólafsdóttur. Kröfðust þeir hús- rannsóknar (þjófaleitar) á bænum, þar eð þau væru grunuð um sauðaþjófnað. I slagtogi með þeim hrepp- stjórunum var allmikill hópur manna, aðallega bændur af næstu bæjum. Alls voru þeir níu eða tíu saman, og munu allir hafa verið óvildarmenn Hjálmars, meiri og minni, og sumir jafnvel ákærendur bak við tjöldin. Engin skilrfki sýndu þeir eða hcimildir til aðfararinnar, né gáfu upp neina ákveðna kærendur eða gerðarbeiðendur. Bæði hjónin í Bólu voru heima, og börn þeirra, (átta, sjö og fjögurra ára). Virðist Hjálmar ekki hafa verið heill heilsu, lagðist hann fyrir og hafðist lftt að, og lá rúmfastur næstu daga. Guðný kona hans var harðari af sér, fylgdi og lýsti komumönnum um hýbýlin, og svaraði spurning- um þeirra að öllu skýrt og greiðlega. Það er strax grunsamlegt um húsleit þessa, að ekki var látið nægja að hreppstjóri með t.d. tveim skoðunarmönnum eða vottum, gerðu Ieitina, svo sem yfirleitt var venja í slíkum tilfellum, heldur er stefnt á ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.