Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 7
an af alls konar ævintýralegu efni. — Hvaö mynduð þið gera, ef þið réðuð yfir sjónvarpsdagskránni? — Afnema allar þessar hund- leiðinlegu fræðslumyndir, — seg- ir Sigríður ákveðin. Nú eru hinar ekki á sama máli, og segjast hafa gaman af mörgum fræðslumyndum, sérstaklega dýramyndum. — Já, þær geta svo sem verið ágætar, ef dýrin gera eitthvað skemmtilegt, en ég nenni alls ekki að horfa á langar, leiðin- legar fræðslumyndir, sem maður getur ekki hlegið að. Og þær þrjár eru nokkurn veg- inn sammála um, að bezta dag- skrárefnið sé það, sem er í senn spaugilegt og spennandi, hvort sem það er í formi sagna eða kvikmynda. — Hasarmyndir, fræðslumynd- ir og teiknimyndir, — þetta er allt skemmtilegt, — segir Karl Vík- ingur Stefánsson, 10 ára, sem er önnum kafinn við að reyta arfa ásamt tveimur kunningjum sin- um, John Michael Doak 10 ára og John Pétursson 13 ára, sem báðir eru af ensku þjóðerni. Sá síðast- nefndi er nýkominn til landsins, skilur lítið í málinu, og hristir bara höfuðið dapurlega, þegar ég spyr hann um islenska fjölmiðla. Hinir tveir hafa mjög ákveðnar skoðanir á þvi, hvað er gott og hvað er slæmt. Blöðir hafa fátt við þeirra hæfi, aðallega skrýtlur og íþróttir, en hvað um fréttir og pólitík? — Nei, takk fyrir, — seg- ir Kárl Vikingur ákveðinn, — og umræðuþættir í útvarpi og sjón- varpi um innlend og erlend mál- efni eru hundleiðinlegir. — Það er líka fátt, sem maður hlustar á í útvarpinu, — segir John Michael, — helzt dægurlög og leikrit, en það er margt skemmtiiegt I sjónvarpinu. — Horfið þið á eitthvað fleira en barnatímana? — Já, biddu fyrir þér, ég horfi á allt, sem mér finnst skemmtilegt, lika glæpamyndir og svoleiðis, — segir Karl Víkingur, — en svo þegar maður ætlar að sjá spenn- andi myndir I bió eru þær oftast bannaðar. Það finnst mér asnalegt. Að ofan: Árni, Mary Björk og Auður. með framhaldssögum, nema hvað Ragnhildur sagðist lesa og hafa gaman af framhaldssögunni Pilti og stúlku i Morgunblaðinu. — Finnst ykkur nógu mikið efni fyrir krakka í útvarpi, sjón- varpi og blöðum? — Nei, það mætti vera miklu meira bæði fyrir krakka og um krakka, — sagði Ragnhildur. — Og það er ekki nógu mikið af islensku efni um svona raunveru- lega hluti, sem maður þekkir. — Vilduð þið fá meira efni um krakka eins og ykkur? — Já, eitthvað svona um ís- lenzka krakka, eitthvað raunveru- legt, — segir Sigriður. Guðbjörg er að flestu leyti sam- mála, en kveðst þó lfka hafa gam- — En finnst ykkur nóg af fs- lenzku efni f sjónvarpinu? — íslenzka efnið er yfirleitt Ieiðinlegt, — segir Karl Vikingur og John Michael er sammála. Þeir vilja helzt hasar, eitthvað spenn- andi, en þátturinn Nýjasta tækni og vfsindi virðist þó njóta hvað mestra vinsælda hjá þeim. — Það er voðalega gaman að ’ honum segja þeir báðir einum rómi. Að sjálfsögðu er þetta aðeins örlítið sýnishorn af fjölmiðlanotk- un barna, og á engan hátt byggt á vísindalegum aðferðum. Og þá er komið að umsjónarmönnum barnaþátta að skýra frá starfsað- ferðum við efnisval og fleira. Ætli jöklar séu ekki bestir í fjarlægð, eins og allt sem stórt er og yfirgnæfandi. Mér er heldur hlýtt til Snæfellsjökuls. Hann hefur reynst mér vel þau 30 ár, sem hann hefur verið mér augna- yndi flesta daga. Bjart er yfir honum, þegar hann á annað borð lætur sjá sig. En oft hylur hann sig þoku, mistri og myrkri. Snæfellsjökul sé ég Ifka hér, þar sem ég nú er gestur. Ég þarf að vfsu að taka á mig smákrók, en það gerir ekkert til. Gott að vita áf honum örugglega á sfnum stað. Þegar ég er heima biasir hann við mér, þegar ég stíg út úr strætis- vagninum. Ég geng beint f átt til hans niður hlaðnar garðtröpp- urnar, virði hann fyrir mér af stéttinni. Og þegar ég kem inn f hornkompuna mfna með gluggum móti norðaustri, er hann einnig þar, hvort sem honum þóknast að láta sjá sig eða ekki. Hann er eitt af þvf trausta, sem ég byggi á mitt daglega líf. En nú læðist til mfn undarleg hugsun, einmitt þegar ég er að hripa þessar lfnur. Líklega hef ég aldrei skrifað nafn þessa jökuls á handritsblað fyrr en núna áðan. Er hann þá hvergi í kvæðum mfnum? Jú, svo sannarlega. Hann gnæfir þar vfða, en ætfð án þess að vera nefndur. Einhversstaðar fyrir langalöngu hefur hann kom- ist næst þvf að verða þar sýni- legur. Ég segi f upptalningu: og jökulsýn, það er allt og sumt. En heima, þegar gestir koma og lfta á garðinn okkar, þvf miður af van- efnum gjörðan, segi ég stundum þessi óþörfu orð: Þetta er jökull- inn okkar. Og bendi í rétta átt. En hversvegna er ég nú að tala um þetta? Ég er kominn á greiða- stað, sem ég vil ekki nefna sfnu rétta nafni. Mér finnst skemmti- legra að gefa honum nýtt og einkalegt nafn, eða þeim hluta hússins, sem okkur heyrir. 1 húsi föður mfns eru margar vistarver- ur. Hvernig Ifst þér á nafnið Hótel Fjallasýn? Hér hef ég oft komið áður og stundum dvalist miklu Iengur en ég ætla mér núna. Ef ég horfi nógu hátt er sjóndeildarhringur- inn markaður af háum f jöllurn og jökli. Hingað er gott að koma þreyttur, og gaman að fara héðan aftur með endurnýjaða krafta. En að sumu leyti er þessi griðastaður að breytast. Hann er að verða hálfgert elliheimili. Og ég minn- ist þess, að það eru bara tæp tvö ár þangað til ég er sjálfur orðinn gamalmenni. Stafir, hækjur og lijólastólar. Gestirnir eru tólf, tveir þeirra eru rúmlega níræðir, margir áttræðir og sjötugir, einn er langyngstur um fimmtugt. Flestir ætla sér aðeins að vera hér í nokkrar vikur f senn, en koma kannski tvisvar á ári, aðrir eru vistfastir mánuðum saman, þeir elstu hafa orðið hér innlyksa og eru orðnir heimamenn. Allt er þetta elskulegt fólk, alúðlegt f umgengni og þakklátt fyrir það sem fyrir það er gert. Starfsdagur þess er að baki og ævintýri lffs- ins. Það gerir sér ekki miklar vonir. ★ Yngsta konan rekur brosandi feril sinn. Hún var barn þegar sfðari heimsstyrjöldin hófst, ung stúlka þegar hénni lauk. Land sitt flýði hún f rústum. Hún giftist tvftug til Islands og á næstu. tutt- ugu árunum ól hún hinu nýja ættlandi sfnu tfu börn. Nú er hún örmagna og þreytt eftir þrjátfu ára strfð. Nú eru aðeins fimm barnanna á lffi, hún er einmana, heilsu- og eignalaus. Mér er sama hvað um mig verður úr þessu, segir hún, ég óska þess eins, að börnin mfn verði heppnari en ég. En hún getur lftið samband haft við þau. Hún talar um Iff sitt án beiskju og tára. Ég kem stundum inn til gömlu konunnar f rúminu við gluggann. Hún segir þá kannski: Æ, hvað þú ert vænn að lfta inn til mfn. Mér þykir svo gaman, þegar svona háttprúðir ungir menn koma. Er nokkuð að frétta? spyr ég. Það held ég nú, segir hún og augu hennar ljóma. Ég var ein- mítt að koma inn úr dyrunum úr löngu ferðalagi, sem ég var lengi búin að hlakka til að fara. Og gekk það vel? Alveg stórkostlega, svarar hún. Ég sá svo margt yndislega fallegt og það voru mér allir svo ósegjan- lega góðir. Eru þetta ekki fallegir skór? Þessi kona er komin hátt á átt- ræðisaldur, rak lengi saumastofu i Reykjavfk. Hún getur setið uppi f rúmi sfnu, en neðri hluti lfkamans er máttvana. Hún á þessa einu skó, sem hún strýkur og fágar með dulu, ennfremur handtösku, þar sem hún geymir hárkamb, greiðu og spegil. Þessa hluti er hún að handfjatla alla daga. Hún hefur misst allt tfma- skyn. Hún lifir í ævintýraheimi. Svona hefur þetta verið f nokkur ár. — Þessi sviphreina, háttvfsa gamla kona hrópar á mömmu sfna, þegar hana vanhagar um eitthvað. — Hún er aftur orðin barn. Þegar ég var unglingur var ég sumarlangt samtfða konu, sem þá var orðin nfræð og náði þvf seinna að verða elsta kona á landinu á sinni tfð, nokkur ár yfir tfrætt. Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.