Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 6
I. hluti Á næstunni er ætlunin aö fjalla lftið eitt um börn og fjölmiöla hér f Lesbókinni og ræða við nokkra þá, sem hafa með höndum efnis- val fyrir börn. Fjölmiðlarnir hafa f sfvaxandi mæli gefið börnum gaum á undanförnum árum, enda eiga þeir stöðugt rfkari þátt f mót- um einstakiinganna allt frá fyrstu tfð. Þangað sækja börnin bæði fróðleik og skemmtun og sitthvað fleira, og þess eru dæmi, að fyrstu setningar barna séu glefsur úr sjónvarpsauglýsingum. Ennfremur virðist svo sem vinsæl dægurlög úr útvarpinu eigi miklu fremur upp á pallborðið hjá ung- um börnun en gamlar barnagæl- ur og einföld stef, sem ætla mætti að væru helzt við hæfi yngstu kynslóðarinnar. Stjórnendur fjölmiðla virðast hafa gert sér vaxandi grein fyrir því uppeldishlutverki, sem þeir hafa að rækja og meiri áherzla virðist stöðugt lögð á efni við hæfi barna. I viðtali við Lesbókina kvörtuðu umsjónarmenn barna- dagskrár útvarps og sjónvarps yf- ir því, að sáralítið væri vitað um fjölmiðlanotkun barna, og hvert störf þeirra féllu í góðan jarðveg eða ekki. Því þótti okkur ekki úr vegi að fara á stúfana og spjalla við nokkur börn. Fyrst lá leiðin upp í Grænu- borg, þar sem við tókum tali nokkra litla krakka á aldrinum þriggja til 5 ára, sem öll kváðust horfa mikið á sjónvarp. — Mér finnst auglýsingarnar langskemmtilegastar, — sagði fjögurra ára hnáta, Auður Lofts- dóttir, — og það er mest gaman af TJtsýnarferðinni. Svo horfi ég líka á fréttirnar og barnatímann, og veistu það, að Róbert bangsi kom í afmælið mitt. — í alvöru? — Já, hann kom í sjónvarpinu í afmælið mitt. Árni Jónsson og Sólveig Ás- geirsdóttir eru sammála Auði í því að auglýsingarnar séu lang- Karl Vikingur, John Micheael og John Pétursson. skemmtilegasta efni sjónvarps'ins og bæði segjast þau kunna marg- ar auglýsingar. — En hlustið þið á útvarp? — Já stundum. Það er voða gaman að hlusta á lögin í útvarp- inu, — segir Sólveig, — mest gam- an að Búðardal. Og Búðardals- bragurinn viðrist eiga ómældum vinsældum á fagna meðal krakk- anna, þvi að öll taka þau í sama streng. — Ég sá svetingjakonu í sjón- varpinu í gær, — segir feiminn lítill drengur, sem reynist heita Kári örlygsson og vera þriggja ára gamall. Hann hefur greini- lega einhverja nasasjón af ævin- týrum Onedins skipstjóra, þótt ungur sé. — Svo sá ég líka auglýs- inguna um tannkremið, — bætir hann við. — Ég er ekki með Karí- us og Baktus í tönnunum eins og hann Jens í bókinni. Svo sá ég einu sinni ræningjana, Kasper, Jesper og Jónatan. — Varstu ekkert hræddur? — Nei, þar var bara í plati. — Ég er ekkert hrædd við kisurnar í sjónvarpinu, — segir Sólveig. — Þær eru bara í plati, en einu sinni var ég hrædd við röndóttan kettling, sem klóraði f alvöru. — Ég má kannski einhvern tfm- ann sýngja f útvarpið, — segir ljóshærð yngismær, sem heitir Mary Björk Þorsteinsdóttir. — Hún manna mín er nefnilega í barnatímanum. — Og hvað ætlarðu að syngja? — Krummi krunkar úti. — En hlustið þið á sögurnar í útvarpinu? — Þessi spurning fær dræmar undirtektir, og svo virðist sem þessir bráðskýru krakkar hafi ekki þroska eða þjálfun til að njóta sagna og ævintýra f útvarpi á sama hátt og dægurlaga og stuttra myndaatriða í sjónvarpi. Þegar hér var komið sögu, var athygli þeirra farin að dvína, og þau farin að horfa löngunaraug- um á rólur og önnur leiktæki, svo að við kvöddum og héldum á önn- ur mið. Á athafnasvæði Skólagarða Reykjavikur í Vatnsmýrinni hitt- um við nokkru eldri börn, 9—13 ára, önnum kafin við garðyrkju, og tókum fyrst tali þrjár 9 ára gamlar stúlkur, Guðbjörgu Lindu Udengaard, Sigríði Rut Stanleys- dóttur og Ragnhildi Finnboga- dóttur. — Sigriður kvaðst aðal- lega hafa gaman af tónlist, allri tónlist, líka sinfónfum, en þó aðal- lega óskalögum. Að öðru leyti hlustaði hún lftið á útvarp, og stöllur hennar tóku mjög í sama streng. Lítið kváðust þær fylgjast ‘<D

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.