Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1975, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1975, Page 12
Strax og orðið „mamma" var orðið sæmilega skýrtmótað í huga manns, fór maður að lítast um. Mörg orð þekkti maður að sjálfsögðu þegar; en flest þeirra höfðu þó ekki enn öðlast gildi sitt. Það voru orð eins og um hluti, blóm og dýr; maður nam myndina, en náði ekki strax heiti hennar. Svo maður gekk um með myndir og orð í huganum, en sem ekkert sam- hengi virtist vera á milli; enginn skildi mann og því varð maður að tala við sjálfan sig. En best allra orðanna voru þó þau, sem engin mynd fylgdi. Þau orð sem voru ímyndun ein. Þau fylltu munn manns eins og stór brjóstsykursmoli. Þau suðuðu ryrir eyrum manns eins og hljóð úr kuðungi. Maður bragðaði á þeim, gekk um og tautaði þau fyrir munni sér, eða þá hrópaði þau upphátt, þegar maður var einsamall. Þannig orð voru bæði vísur og særing- ar. Þau kölluðu fram sýnir. Form þeirra var furðulegt. Þetta voru Kuðungsorð. Þeir eldri hlógu og sögðu að þau þýddu ekkert. Kuðungar væru tómir. En hvaðan kom þá suðið, sem er bæði kuðungum og skrýtnum orðum sameiginlegt? Fyrstu orðin, sem fylltu mig þessari miklu undrun, voru hvorki Guð almáttugur né helvíti, heldur aðeins orðið ,,heimur“, hinn stóri heimur. Og heimurinn var allt það sem lá fyrir utan minn litla, þrönga sjón- deildarhring. Um þetta leyti var ég sex ára að aldri og átti félaga, sem nefndur var Bjössi. Hann var sonur kaupmanns ofan úr sveit, sem hafði orðið gjaldþrota, og þvi neyðst til að flytjast í bæinn. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í leiguhúsnæði í húsi föður míns i útjaðri bæjarins. Bjössi átti tvær systur, Ástrfði og Elnu. Þær voru báðar mun eldri en við. Ég varð ástfanginnn í Ástriði og sagði Bjössa, að hann mætti fá Elnu. En það vildi Bjössi ekki, því að hún þvægi sér svo fruntalega um eyrun, sagði hann. Varð þvi ekki úr neinu þeirra á milli. Ástriður og Elna gengu lika í skóla, jafnvel á sunnudögum, svo aö þær voru víst alltof uppteknar og fjarlægar fyrir okkur. Svo hefði mátt halda, en þannig var það nú ekki. Að minnsta kosti gilti það ekki um Ástriði sem var yngri og fallegri. Eitt sinn kom Elna að okkur Ástríði uppi á háalofti. Það var mikil niðurlæging. Eg man greinilega, hvern- ig hún stóð þarna eins og engill Guðs i Edengarði með teygjur i fléttunum, (því að hún mátti ekki ganga með slaufur eins og Ástríður, því að hún tottaði þær alltaf) og ég man ennþá vel eftir hneykslaninni í rödd hennar, er hún sagði: „Nei, Ásta, ertu búin að kenna honum þetta?“ Ég var skelkaður lengi eftir þetta, þvi ég hafði enga minnstu hugmynd um það, hvað ég hafði eiginlega lært þarna uppi á háalofti. Börn kaupmannsins fluttu yfirleitt marga skrýtna siði með sér. Bjössi skrúfaði til dæmis allar ljósaperur, sem hann náði til úr Ijósastæðinum og beit af þeim endana. Síðan náði hann sér í flöskuhreinsara og byrjaði að fægja þær að innanverðu. Samt sem áður lærði hann fyrst mismuninn á ljósi oliulampans og rafmagnsljósi, þegar hann stakk tveimur prjónum inn i rafmagnsinnstungu og fékk í sig straum. Einu sinni faldi Ástríður sig inni i klæðaskáp uppi á lofti, því að hún hafði tannpínu og vildi ekki leyfa föður sínum að draga tönnina úr með þræði. Þegar hún loksins fannst, datt hún metvitundarlaus út úr skápnum, en tannpínan var þó horfin, þegar hún rankaði við sér. Síðan voru allir vissir um það, að naftalin væri besta ráðið gegn tannpinu. Elna gerði mig svo skelkaðan með hneykslan sinni, þarna uppi á háalofti, að ég þori varla neitt að segja frá henni, þótt þar kenni þó margra grasa. Siðmenningin og rétt notkun hennar aðskildu á þessum tíma sveit og borg. Börn sveitakaupmannsins áttu líka svolítið erfitt með að venjast henni. Einkum Bjössi, en hann var líka yngstur. Einn daginn stóð hann og grenjaði hástöfum í öðrum enda gangsins. Hann hélt höndunum fyrir augun,'en glennti þó sundur fingurna, svo að hann gæti séð. Kaupmaður- inn, sem var afar barngóður, hljóp strax til hans og spurði: „Bjössi minn, hvað er eiginlega að?“ Bjössi grenjaði bara enn meira, en gat þó stunið upp þessum ógleymanlegu orðum: „Ég þarf að fara á klóið.“ „Nú blessaður, gerðu það þá,“ sagði kaupmaðurinn og opnaði dyrnar fyrir hann. „Nei, nei“, mótmælti Bjössi enn klökkari, á meðán faðir hans leysti niður um hann. „Ég vil ekki drukkna." Þá um daginn fékk ég flengingu, því að upp hafði komist um það, að ég hafði verið úti i garði að bíta í eplin á ungu trjánum. Þá fór ég til Bjössa og sagði: „Við tveir getum alls ekki verið hér lengur. Eigum við ekki að stinga af út f heim?“ Bjössi leit á mig, þar sem hann sat á heitu rusla- tunnulokinu, hinu einfalda, sakleysislega augnaráði sínu. „Út I heim“, sagði hann siðan. „Hvar er það?“ „Þú veist hvar þjóðvegurinn er, er það ekki?“ sagði ég. „Ef maður gengur eftir honum, þá kemst maður út í heim.“ Bjössi klóraði sér í klofinu, þar sem buxurnar voru of þröngar. Stór hrossafluga settist á stórutá hans, sem hann hafði bundið um. „Ég er ekki búinn að borða,“ sagði hann síðan. Bjössi óttaðist alltaf hungrið. Ég stóð og steig í tærnar og reyndi að hugsa út eitthvað, er vakið gæti áhuga Bjössa. Hrossaflugan suðaði nú undir ruslatunnulokinu. Ég hallaði mér upp að dyrum hænsnakofans og neri annarri ilinni upp að heitu timbrinu. Loks datt mér ráð í hug. " „Þú ættir nú að koma með samt,“ sagði ég. „Þá losnarðu við að þurfa að fara á klósettið alltaf hreint." Bjössi leit tortrygginn á mig, en greinilega með meiri áhuga. „Er ekkert — svoleiðis — úti f heimi?“ spurði hann. „Nei,“ sagði ég. „Úti í heimi má maður gera allt sem maður vill.“ Þar með var Bjössi unninn fyrir málefnið. Aður en við héldum, af stað læddist ég inn i hænsna- kofann gegnum lúguna sem raunar ætluð var hænsnunum sjálfum. Hefði ég notað dyrnar, gæti hafa sést til mfn. Ég fyllti annan buxnavasann af höfrum en hinn af maís. Af reynslu vissi ég að þetta mátti éta, þegar ekki var annað til. Meðan ég stóð þarna boginn yfir fóðurkassanum, flögraði stór hæna af ítölsku kyni upp úr einu hreiðrinu og ruddist með mikum bægsla- gangi gegnum hænsnalúguna. Auðvitað eru nýorpin egg góð líka, hugsaði ég. Svo ég tók eggin þrjú sem lágu þarna i hreiðrinu og stakk þeim inn á mig. ‘ Úti á vegi beið Bjössi. Hann stóð í felum bak vió símastaur. Eggin brotnuðu og rauðan sullaðist innan á mig hafrarnir sáldruðust niður buxnaskálmarnar. En hvað voru þvílíkir smámunir andspænis þeirri stað- reynd, að við vorum nú á leið út í hinn stóra heim. Fyrir enda vegarins, þar sem við bjuggum, lá járn- brautarspor niður að brautarbrú, er var í smíðum. Handan við brautarsporið lá kornakur, sem við gátum stytt okkur leið yfir, ef við þurftum að komast upp á veg. Hátt ofan úr brekkunni, þar sem greniskógurinn var, óku langar lestir fullar af möl og sandi. Hallinn var það mikill, að vagnarnir gátu runnið niður brekk- una, en alltaf var þó maður aftast við hemlana. Upp í móti drógu hestar tóma vagna. A kvöldin, þegar verkamennirnir voru farnir, óku stóru strákarnir vögnum niður brekkuna á mikilli ferð. Allir sögðu, að þetta væri stórhættulegt, og að örugglega yrði slys. En stóru strákarnir hlógu bara og sögðu að við því væri ekkert hægt að gera. Eitt kvöldið brotnuðu fjögur rif í strák, þegar hann klemmdist á milli vagna. Stóru strákarnir sögðu, að hann hefði alveg eins getað farið f klessu. Þegar sjúkrabíll kom að sækja hann, hafði liðið yfir hann. En þegar hann kom heim til sin mörgum dögum seinna, var hann montinn og hældi sér af því að þeir á spítalanum hefðu aldrei séð jafnskítugar lappir og á honum. Niðri við brúna var staður, þar sem við slógumst við þá villtu. Ég segi við, því þegar um slagsmál var að ræða, gátum við minni strákarnir alltaf fengið að vera með. Stóru strákarnir notuðu okkur fyrir beitu. Þeir ginntu okkur upp I brekkuna við brúarsporð- inn, þar sem við áttum að sýna okkur hinum villtu, þ.e. þeim heimilislausu, vandræðastrákunum. Þar stóðum við svo og góluðum til að ginna þá nær, en stóru strákarnir földu sig á meðan. Þegar þeir villtu svo komu, veifandi prikunum sfnum og hnútasvipunum og byrjuðu að Iemja okkur litlu strákana, komu þeir stóru úr húsunum okkar og réðust á þá. En þeir göbbuðu okkur líka oft og létu okkur eina eftir. Þannig lærðum við, hverju búast mátti við af stóru strákunum. Áður en járnbrautarbrúin varð byggð, voru þarna fjórar slár og hliðvörður. Á kvöldin, þegar hraðlestin ók framhjá á suðurleið, tóku allir krakkar f nágrenninu hlaupahjólin sín og renndu sér í stórum hóp niður að hliðinu. Það var töluverður spotti þangað niðureftir, og þeir minnstu komust sjaldnast í tæka tið.Þettagekk út á það að geta hlaupið sem hraðast og þeir tveir sem fyrstir voru, máttu hanga í slánni. Ef maður var beint á móti verðinum, var maður úr augsýn hans, en sá sem komst hæst upp og gat haldið sér lengst, áður en hann sleppti takinu og lét sig falla til jarðar, fékk mörg húrrahróp f viðurkenningarskyni. Og stóru strákarnir gátu hrópað húrra svo hátt, að maður þurfti ekki að skammast sín það sem eftir var kvöldsins. Einu sinni lét einn strákur sig hanga of lengi. Stóru strákarnir hrópuðu til hans að sleppa. Hann sneri annan fótinn úr liði við fallið. En stóru strákarnir sögðu bara, að það væri af því, að hann væri asni. Við áttum hund, danskan úlfhund, sem hét Chang. Hann átti það til að hlaupa geltandi á milli teinanna fyrir framan lestina svolitla stund áður en hann stökk niðuraf og kom til að láta klappa sér. Lestirnar að sunnan óku þá enn á næstum þvi fullum hraða þarna. Fólk, sem sá Chang hlaupa fyrir framan lestina, hristi höfuðið og sagði: „Einhvern tíma fer illa.“ Pabbi minn var hreykinn af Chang og við hin elskuðum hann. Ein þeir, sem spáðu slysi, urðu sannspáir. Eitt sinn, er við pabbi og mamma gengum meðfram teinunum, hrasaði Chang á milli bitanna og hjól lestarinnar runnu yfir hann. En hann dó ekki þá. Pabbi bar Chang til hliðvarðarins, sem batt enda á þjáningar hans með hamarshöggi. Mamma og ég hlupum allt hvað fætur toguðu yfir akurinn. Þegar pabbi kom heim var hann enn grátandi. Þetta var í eina skiptið sem ég hef séð foreldra mína gráta. Þarna við kornakurinn stóð ég og hugsaði um allt, sem ég hafði séð og heyrt. Margir bardagar höfðu verið háðir þarna í nágrenninu, og staðurinn var alltaf varasamur. En það eina, sem fyllti mig verulegum ugg, var tilhugsunin um, að þurfa.bráðum að fara I skóla. Það var víst gott, að maður var vanur barsmíð- um, svo maður gæti tekið við slíkri útreið án þess að vikna. Það var lfka gott, að ég hafði lært að berjast eða flýja, þegar hættan var mest. En hvernig átti maður að spjara sig gegn stóru strákunum í skólanum, sem maður þekkti ekkert, og gegn þeim fullorðnu, sem höfðu prik og máttu lemja okkur litlu strákana? Hér niðri á akrinum við járnbrautarbrúna ríktu óskrifuð lög er sögðu: Þú mátt aldrei berja þér minni Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.