Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1975, Blaðsíða 16
verða múrari Framhald af bls. 5 ómetanleg. Og þá eru barnabörn in ekki síður til ánægju, segii Hólmfriður. Þegar litið er út um gluggt skrifstofunnar, þar sem við höf um talazt við, er óhjákvæmilegt að dást að útsýninu yfir Sundin og Viðey með Esjuna í baksýn. Svo vill til, að Hólmfríður er & nokkuð undarlegan hátt tengd þessu umhverfi. Það atvikaðist þannig, að skömmu áður en hún fæddist, var faðir hennar við vinnu í Viðey um tfma. Um svipað leyti varð það sviplega slys að ungur maður drukknaði á sund- inu milli lands og eyjar. Leit var gerð að honum en án árangurs. Þá var það að móður Hólmfríðar dreymdi að hann kæmi til sfn og iýsti fyrir henni staðnum, þar sem hann væri að finna. Það reyndist rétt. Þegar Hólmfríður fæddist var henni gefið nafn þessa manns. ÞJA LEIÐRÉTTING Ljóð Bjarna Sigurðssonar á Mosfelli, sem birtist i Lesbók 26. október sl., heitir BIRTA í DALSGAROI, en ekki Dals- heiði eins og stóð i blaðinu. ' Allir hlutaðeigendur eru faeðnir veivirðingar á þessu. Mjóg óhreinti fatnaöur þarf m\ög gott þvottaefni... Vildi Frammi eru feigs götur Þegar Gísli ákvað að halda sigl- ingunni viðstöðuiaust áfram inn f Djúpið, þoldi skipið ekki meira en fokkuna og annað segiið rifað. (Jt af opnum Jökulfjörðum harðnaði þó veðrið enn og sjólag versnaði vegna svonefnds „skakkafalls" út úr fjörðunum, sem þá lagðist þvert á hafsjóinn. Gerðust ölduföll þá svo kröpp og ill, að til hins ttrasta reyndi á stjórnhæfni Glsla, er hann síðar varð kunnur fyrir eins og fleiri stjórnendur áraskipa 19. aldar. En er þeir voru að sleppa úr þeim darraðardansi og komast f nokkurt hlé af Núpnum (Vé- bjarnarnúpi) og Ströndinni (Snæ fjallaströnd), þá brotnaði stýrið þótt nýtt væri eins og skipið allt. Var þá sá einn kostur fyrir höndum að flytjast á árum undan sjó og veðri vestur yfir Djúp, ef auðnazt gæti iandtaka í Álftafirði eða Skútulsfirði, sem þó var tví- sýn mjög sökum vcðurhæðar og hríðarsorta. Þar fór þó betur en á horfðist, því að stundu fyrir há- degi hinn 7. desember var Gísli leniur heilu og höldnu með skips- höfn sína í tsafjarðarkaupstað. Háku bæjarmenn upp stór augu við sögu þeirra félaga, því að veðurharka var þá enn hin mesta með frosti og snjókomu, sem vfða olli töluveðri ófærð á götum bæjarins. Þótti mörgum sem hér hefði æðri máttur haft hönd f bagga með siglingu þeirra Gísla og ferðalagi öllu. Kölluðu krafta- verk og var lengi f minnum haft. Hér gætu verið sögulok af „feigsgötum“ þeirra Thorsteins- sonsbræðra; þeim fylgir þó dálft- ill og frekar óvenjulegur eftir- máli, að þvf er snertir fslenzkar slysasagnir. Þegar tfmar liðu fram og sýnt þótti að áttæringur- inn hefði farizt með allri áhöfn, bárust þær fréttir til Æðeyjar norðan úr Aðalvfk, að þar f vík- inni hefði rekið farvið úr stóru áraskipi. Hildur Thorsteinsson ekkja Þorsteins f Æðey sendi þá þegar trúnaðarmann sinn eða menn norður þangað til þess að afla nánari fregna af reka þessum. En er norður kom f Aðal- vfk reyndust fyrrnefndar reka- fregnir allmjög orðum auknar, fannst þar einungis einn stjaki merktur, sem vfslega mátti telja þangað rekinn fra áttæringi Þor- steins. Eigi löngu sfðar laust upp þeim orðrómi er víða fór, að líki Þor- steins hefði skolað á land f Aðal- vfk, en nánara takmark var ekki greint. Átti líkið að hafa verið rænt fingurgulli og peningum, þvf að vitað var að jafnan bar Þorsteinn á sér nokkrar spesfur f sjóferðum, f þeim tilfellum að hleypa þyrfti undan óveðri til fjarlægra sveita og borga þar veittan greiða. Samkvæmt lausa- fregnum þessum skyldi lfkið hafa fundizt f þarabrúki cr það var rænt, en sfðan sökkt f sjó eða dulið á annan hátt. Að lyktum urðu sögusagnir um þetta efni svo útbreiddar að mælt er, að frú Hildur hafi talið sig ncydda til að fara þess á leit við Stefán sýslu- mann Bjarnason á Isafirði, að hann hæfi rannsókn og yfir- heyrslur í málinu, en hann hummaði það fram af sér og álitið, eins og allir hinir betri menn, að um kvitt einn og hvik- sögur skillítilla stráka væri að ræða. Hefur og tíminn ekki leitt annað í ljós svo að vitað sé. 4/6 ’75. Framhald af bls. 3 upp. Var þá enn afspyrnuhvasst inn með Grænuhlíðinni, þótt í landvari ætti að heita og snjó- burður með frosti svo mikill, að vart sáu menn handa sinna skil. Eigi var kappgirni Gísla mjög skapfellt fyrrnefnt álit manna sinna og hafði það að engu, heldur hugðist láta auðnu ráða og freista þess að ná í heimahöfn. Enda er formaður (skipstjóri) ávallt einvaldur á skipi sfnu, þar sem iðulega er þörf skjótra úr- skurða og örlagaríkra ákvarðana, er gilt geta Iff sem dauða og þvf óvænlegt til árangurs að vefjist margra f milli. Enda var svo að orði kveðið til forna: „Þat vil ek, at þeir ráði, sem hyggnari eru þvf verr þykkir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri sarnan.” MeÓ Ajax þvottaefni veróur mislití þvotturinn atveg jafn hreinn og suóuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleift aó pvo jafn vel meó ölíum þvottakerjum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvötturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sina, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr. endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax þvottaefní þýóír: gegnumhreinn þvottur meó öllutn þvottaherfum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.