Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1975, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1975, Qupperneq 13
ÞEGAR GEST AÐ GARÐI BER Gestrisnin birtist f ýmsum myndum, eftir þvF hvar verið er I heiminum. Auk þess breytist hún með tímanum og þarf ekki að fara út fyrir landsteinana til þess að finna dæmi þar um. Hér fyrr meir hlaut ferðlúinn gestur þann beina, að þjónusta var til kvödd að draga af honum vosklæði. Löngum þótti vel viðeigandi að taka höfðinglega á móti gestum, þótt efnin væru IFtil, sparihliðin látin snúa út á rneðan gesturinn stóð við. Þegar fram liðu stundir þótti ekki boðlegt að gæða gestum á þeim hvunndagsmat, sem hafður var á borðum handa heimilisfólki. Það var ekki nógu „gestalegt" eins og það var kallað. Meira að segja virtist svo sem enginn matur væri gestum boðlegur og skipti þá engu máli, þótt mann bæri að garði á matmálstíma. Kaffi og kökur skyldi það vera og fjöldi köku- sortanna var hinn eini sanni mælikvarði á gestrisnina. Menn sem ferðuðust ýmissa erinda um sveitir komust I hann krappan og fór að verða heldur bumbult af endalausu kaffiþambi og sætabrauðsáti. Ennþá er þetta við líði, að minnsta kosti til sveita. En sé á heildina litið, hefur viðhorfið breytzt í þá átt, að nú þykir naumast eins alvarlegur viðburður, þótt gest beri óvænt að garði. Sé það utan matmálstlma, er líklegt að gestinum sé boðið kaffi. En að öllum líkindum sleppur komumaður við þá mannraun að setj- ast að hlöðnu tertuborði, þar sem nánast er troðið ofan í hann I nafni gestrisninnar og ekki þorandi að taka þá áhættu að smakka ekki á öllum sortum. Vonandi heyrir slíkur mis- skilningur til liðinni tíð. Eitt af þvF sem fylgir vaxandi þátttöku kvenna F atvinnulFfi utan heimilanna, er minni tFmi til ýmissa heimilisstarfa og eitt af þv( sem mætir afgangi, er kökubakstur — mér liggur við að segja sem betur fer. Þetta hefur átt sinn þátt F að breyta viðhorfinu F þá átt, að nú þykir engin smán, þótt tertur og annað sætabrauð skorti með öllu. Gesturinn fær kannski brauðbita eða kex með kaffinu og hefði það einhverntíma þótt þunnur þrettándi. Samt eimir talsvert eftir af þeirri skoðun, að ekki sé nokkur leið að taka skammarlaust á móti fólki án þess að kökur séu á borðum og mér er kunnugt um, að sumar myndarhúsfreyj- ur þola önn fyrir, ef ekki er allt eins og var í t(ð mæðra þeirra að þessu leyti. Og að sjálfsögðu er ekki hægt að hafa saumaklúbb, nema borðin svigni undan rjómatertum og öðru nútFma feitmeti. Nema hvað; íslendingar eru ekki bara í fremstu röð með verðbólguna sína, — við eigum vFst óvéfengjanlegt heimsmet F sykuráti og þætti kannski einhverjum hálf slappt að glutra því niður. Ég hef orðið var við, að gestrisnisvenjur erlendra þjóða eru mun fyrirhafnarminni en hér tíðkast. Þar er gestrisnin ekki talin F því fólgin að troða sem mestu ofaní gestinn, heldur fær hann nokkurnveginn að ráða því sjálfur, hvort hann vilji þyggja hressingu og ekkert veður gert út af þvF. Eitt sinn kom ég á myndarlegan bóndabæ í Lúxemburg og bóndinn lagði niður störf og gekk með mér til stofu, svo sem einnig hefur verið háttur bænda á íslandi. Húsmóðirin þarna hafði hinsvegar enga fyrirhöfn af komu minni. Hún settist að visu okkur til samlætis inn F stofu, en bóndinn tók fram flösku af ágætu MóselvFni, sem bruggað er þar F nágrenninu. Einfaldara og fyrirhafnarminna gat það ekki verið og mér fannst ég hafa verið hjá gestrisnu fólki, þegarég kvaddi þau. Að vísu ber þess að gæta, að létt vFn eru ódýr á þessum slóðum; hér á landi eru þau aftur á móti munaðarvara. En víðast hvar, þar sem ég hef verið gestur á heimilum utan landstein- anna, er brjórinn hinar sjálfsögðu veitingar. Bjórinn er einatt hressandi; hann er í senn saðsamur og slökkvir þorsta. Tækjum við upp þann sið að veita og drekka bjór, gæti husmóð- irin kannski átt skemmtilega stund í félagsskap við gestinn ( stað þess að vera önnum kafin við kaffið og kökurnar frammi F eldhúsi. En þessu fylgir að minnsta kosti ein áhætta: Við gætum átt á hættu að missa okkar ástkæra heimsmet F sykuráti. „Aldrei hef ég flotinu neitað", sagði sá forðum, sem freistað var — og seint mundi nútFma íslendingur sykrinum hafna. Samt mundi ég vilja fórna þessu einasta heimsmeti okkar fyrir bjórinn og get ómögulega skilið hversvegna við þurfum að vera að því leyti öðruvFsi en aðrar siðmenntaðar þjóðir. GFsli Sigurðsson Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Foft- iKtiri &enft 6\Rru lli iáM- MCT. BflR- DACL\ ?a<(' m y 0*V 'fSíiK, eiNS £& r fl L A R *> 'A 7n iH ’o 4 N A f»R L V L N A R se ICV<Bd A 4 'A A/ N ft s A BoLftM T A R F A R Kr J> rjCrpí FoR- ííiEtí »|ÍOÍ ff A N Al «r? l- r° m Ce*r- UlJlfJ írtu/t 'O L 4 A N A T K’nnrr sr«Wd KEW V /t Uíut (>£KK1 A T A 'A N Beirtj o R 7 *> K A F F I B O £> 1 T tum fíítoi K R Á R A £> R & B A Ð S T O í> R RASAR f/ims Á A Æ K l N 1 Ui*p LoKltJ 'n K U M JoJía ’o s I tF> m, 'A N L/LRI »Lí>5 N £ M S£K K A fn M ÍICK T \ A HSiPO- TFw- K N ú 1 N N Cftuo- Hl4p- U KtftH V N T R T 'O N A & HLI. L 4 Ctf; irJ^ D 'A 1 N N N '0 T 1 N A VoMOiR Wv I L L 1 R Ú lAK' HLUT| Ibviu. I aR • K A L A Wd- RflF/F N u N N A UR N A L / [HoPl 4 R ft L L A R A N 'ftR- A N N 'A L L # ■ Hús M t-i /ESlR SNAS.F R ili KB1R- Ifc iÁT- u (R teim SrJR K- 1 rJrJ ERU MEÍ.M- uílIR. |Ð fo?" NlftNKS NáFN SíuK- PÖN' OtSZ. $ <'íl'Art- \<L l'iKAMS- HLUTl 5KINWIÍ ■foFRft- SfflFHR. LfWP- ijeeiM. ÉKKI 1 LL- NI/tLCi \ F fiem áMHÐ eiNK.- iTftFtR 6\HSS * U R M~ 1 H N Fí?ÚNlS ífír KfVfl ÍKÉPft HeML- 1 M C ft£ ÖLItJ Þftke - oRMUR. IWÍLÍT SMftLI \ H (k SÝftft huoÐI 6'oTa. H ITT i Bó K Yndi k± V —* Towm HVÍldi gfOD' Ifjá Í3.R-. HU- SKFLFI- LEG. ■RU.W.A SKÉL C.'/LTU fU&T' AR aý' ýO' EIHAÍ O F rt p. S6TT ✓ > STU-L'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.