Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 4
 Höfn f Hornavfk Horft um öxl til heimabyggðar Tilefni þessa spjalls er tvíþætt: Annars {ægar að sækja nokkurn fróðleik í þann minningasjóð sem hver maður ber í sjálfum sér allt frá bernskuárum í sinni heima- byggð; hins vegar að svipast um í einu stórbrotnnsta byggðarlagi landsins Hornströndum.Um st'að- hætti og lífsafkomu fólks í þessari byggð, sem nú hefur hlotið þau örlög að standa auð og yfirgefin af íbúum sínum, hefur mikill og margháttaður fróðleikur þegar verið skráður en fáir munu þekkja þar tii af eigin sjón og raun. Ein af hinum fáfróðu um þessa eyðibyggð er sú, sem blaðfestir þessar línur en hefur nú, sjálfri sér og vonandi einnig öðrum til fróðleiks og skemmtunar, fengið borinn og barnfæddan Horn- strending til að lýsa barnæsku sinni í þessu afskekkta byggðar- lagi í byrjun aldarinnar, og um leið viðhorfi hans sjálfs til um- hverfisins á hinum ýmsu þroska- skeiðum ævinnar. Sigurgeir Falsson er maður ræðinn og geymir margan fornan og nýjan fróðleik í sínu glögga minni. Leið hans lá, eins og flestra landsmanna, að lokum til Reykjavíkur. Síðustu tvo ára- tugina hefur hann haft búsetu í höfuðborginni og starfað jafn- lengi á skrifstofu hjá Vegagerð rfkisins. Þeir sem þekkja Sigur- geir munu sammála um að hann hafi í fari sínu það sem fylgt hefur mörgum íslendingum, ekki sfst þeim sem komið hafa frá af- skekktum byggðum landsins, en það er prúðmannleg framkoma og yfirbragð sem einkennir heima- menn á krossgötum heimsborga, hvort sem það er í miðborg Lundúna, Wall Street eða á Laugaveginum í Reykjavík. Ættir Sigurgeirs eru af Horn- ströndum. Foreldrar hans voru: Falur Jakobsson Ebeneserssonar bónda i Þaralátursfirði og Júdit Kristjánsdóttir Guðmundssonar á Steinólfsstöðum. Börn þeirra eru fimm: Mildrfður, búsett í Reykja- vík; Jakob, bóndi i Kvíum og skipasmiður á ísafirði; Sig- mundur, einnig skipasmiður á ísafirði; Rósa, búsett i Reykjavík, og Sigurgeir, sem var yngstur barnanna. Hann var um árabil fiskkaupmaður í Bolungarvík en síðar skrifstofumaður í Reykjavík eins og fyrr segir. Falur Jakobsson, faðir Sigur- geirs, var landskunnur skipasmið-. ur og hinn mesti völundur. Mun enginn óiðnlærður skipasmiður hafa smíðað fleiri vélbáta en hann. Hann var lengi búsettur í Bolungarvík og ntá segja að vél- bátafloti Bolvikinga á árunum frá 1907 til 1935 hafi að langmestu feyti verið smíðaður af honum. Var talið að lán fylgdi bátum hans. Sigurgeir ólst upp á Horni, hjá Guðmundi Kristjánssyni bónda þar og Elínu Bæringsdóttur konu hans. Á Horni líða hans bernsku- og æskuár. Séð frá þessu norðlæga heimshorni tekur sú heimsmynd að mótast, er hann bregður upp í minningum sínum. Miðað við al- menna aðstöðu fóiks nú, sex til sjö áratugum síðar, gæti sá lífs- máti er hann lýsir virst með ólík- indum. Kann ýmsum að vaxa í augum hin harða lífsbarátta sem staðhættir bjuggu íbúum þessa landshluta. En um leið vaknar sú spurning, hvort líf Hornstrend- inga á þessum árum hafi ein- kennst af nokkuð minni reisn og menningu en þeirra sem nú búa við önnur og betri skilyrði. Óneitanlega þykir ókunnugum sem kaldur gustur frá hnattstöðu og hrikaleik umhverfisins felist í staðaheitum og örnefnum á þessum slóðum. Auk þess að bera þjóðlegan blæ, eru fyrstu bernskuminningar Sigurgeirs tengdar þessu umhverfi eins og að líkum lætur. En um þær segir hann: Fyrsta bernsku- minning á Horni Þegar vitundin um tilveru mína kemur fyrst upp í hugann, stendur svo á að heimilisfólkinu á Horni er boðið í veislu. Ég man að sólin skín inn um gluggann á bað- stofugólfið, þar sem fólkið er að búa sig til veislunnar. Siðan man ég endalaust haf í kringum mig og mikla vanlíðan; þá var ég sjó- veikur, en farið var á báti yfir vfkina til veislunnar. í veislunni man ég hvernig setið var til borðs en annað man ég ekki frá þessum atburði. Hvað hefur þú verið gamall þarna? Eftir því sem skráð er í kirkju- bókum um giftingu sem þarna fór fram, mun ég hafa verið um hálfs þriöja árs. Næsta minning mín er frá því að ég er að rölta úti við og elta fóstra minn. Þá er svo mikill snjór að bæirnir eru að mestu í kafi. Ég man að ég átti mjög erfitt með að feta í slóð fóstra míns því hann tók svo löng skref í djúpum snjónum. Fleiri endurminningar mínar eru tengdar snjó. Veturnir 1910 og 1912 voru miklir snjóa- vetur. Skyggni hafði verið byggt fram af bæjardyrunum til varnar snjó og vindi. Ég man að fann- fergið var svo mikið að snjóbrún- in, sem gengið var framaf ofan að skyggninu við bæjardyrnar, var hærri en dyraburstin, sem mátti þó heita alveg í kafi. Hvað er þér fleira ofarlega í minni frá þessum fyrstu árum? Þar er nú af ýmsu að taka. Eitt af því sem mér er hvað minnis- stæðast er baðstofan á Horni. Hún var þá, þegar ég man eftir í kring- um 1910, orðin nálægt fjörutíu ára gömul, en hélt samt sinni reisn. Stærð hennar var fimm rúmlengdir, með öðrum orðum: 15 álnir á iengd og 7 álnir á Sigurgeir Faisson breidd; tveggja álna port var á henni og fimm álnir voru undir sperruklofa. Súð og loft voru smíðuð úr dönskum viði, sem kallað var, en allt annað tréverk var úr rekaviði. (Ath. Sé þarna miðað við danska alin eins og nú er venja, eru málin þannig. Lengd: tæpl. 10.5 metrar, breidd: tæpl. 4,4 metrar). Þegar ég var að alast upp á Horni var þar þríbýli. Auk fóstra mins bjó þar Elias Einarsson, stjúpsonur Stigs heitins á Horni, þess er byggði baðstofuna. Elías bjó í tveimur stafgólfum I bað- stofunni en fóstri minn og Re- bekka, ekkja Stigs, höfðu til um- ráða hin þrjú stafgólfin og var þiljað á milli. Auk þessara þriggja ábúenda á jörðinni var svo hús- maður í kofa niðri við sjóinn. Leist þú kannski fyrst dagsins ljós í þessari merkilegu baðstofu? Nei, ekki var það. Foreldrar mínir bjuggu í Barðsvík á ár- unum 1894 til 1906 og þar er ég fæddur. Frá Barðsvík að Horni Hvar er Barðsvík ef miðað er við þekktari staðanöfn á þessu svæði; er það skammt frá Horni? Sé farið frá Horni suður Strand- ir er fyrst Látravík, þar sem Hornbjargsvitinn er, næst er Hrollleifsvík og Bjarnarnes, þá Hólkabætur og Smiðjuvíkurbjarg og Smiðjuvík, síðan kemur Barð og á milli þess og Straumness er Barðsvíkin. Var þar mikii byggð? Nei, þar var bara einn bær. Þá bjuggu þar ekki aðrir en foreldr- ar mínir með börn sín og heimilis- fólk. Þau höfðu einnig hjón í hús- mennsku m.a. vegna þess að ekki var hægt að komast hjá að hafa tvo fullfæra karlmenn á heimili svo bjarga mætti báti undan sjó, þegar svo stóð á. Var ekki afar mikil einangrun þarna? Ekki þótti það þá. Það hefur ekki verið meira en tuttugu min. til hálftíma gangur yfir í Smiðju- vík en þar var næsti bær, og tæp- ur klst. gangur var til Bolungavík- ur nyrðri, en þar voru tveir bæir. Voru þetta landbúnaðarjarðir? Já, að mestu leyti. Þarna var mjög grösugt. Það gefur til kynna landgæðin að Rannveig Tómas- dóttir, rithöfundur, • sem m.a. hafði ferðast til Kína, gat þess eitt sinn í útvarpserindi, að þegar hún var þarna á ferð ásamt annarri konu, hefði þeim þótt Barðsvíkin svo girnileg til búsetu, að þeim Séð úr Hafnarskarði ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.