Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 9
Frá v.: Joe, Jack, Rosemary, Kathleen Eunice, Patricia, BobbyogJean. klædd að leik, en ég vildi að þau væru vel og snyrtilega til fara opinberlega Þau fóru I sunnudagaskóla á hverjum sunnudagsmorgni Þegar þau komu niður af lofti stóð ég neðan við stigann og skoðaði hvert þeirra I krók og kring áður en þau fóru út, og rétti þeim bænabækur, talnabönd og stúlkunum hvita hanzka að skilnaði Ég var alltaf mjög ákveðin við börn- in. Ég reyndi að beita þau ekki hörku, en sýna þeim festu Varð börnunum fljótlega Ijóst, að ég þrasaði ekki um hegðunaratriði, en vildi, að reglum mínum væri hlýtt. Ég skammaði þau heldur aldrei i viðurvist annarra, heldur gaf þeim aðeins áminningar undir fjög- ur augu Það dugði alltaf Eina refsing- in, sem ég beitti var sú, að ég sló krakkana stundum á fingurna með reglustiku Smám saman fór að duga að taka reglustikuna fram og sýna hana Væri reglustika ekk'i við hendina greip ég oft til herðatrjáa; af þeim var alltaf nóg. Likaði krökkunum heldur betur við herðatrén en reglustikuna og fannst þau ekki -meiða jafnmikið! Ég minnist þess ekki, að barn hafi andmælt mér nema einu sinni. Það var Jean, yngsta dóttir okkar, sem neitaði einhvern tíma að fara í sund. Ég átti þessu ekki að venjast og það kom svo á mig, að mér varð orðfall. Svo sagði ég henni ósköp rólega, að öll systkini hennar færu I sunc* og hún færi með þeim Henni mun hafa skilizt á rödd- inni að hollast væri að hlýða enda fór hún i sundið Ég skipulagði tima barnanna ræki- lega og sá um það, að þau hefðu alltaf nóg fyrir stafni Ég sendi þau i dans- skóla Þeim leiddist þar, en þau lærðu dans vel og eru þau méi þakklát fyrir það núna. Ég lét þau gera margt, sem þeim likaði ekki þá, en þau sjá eftir fæstu af þvi núna. Börn vilja auðvitað vera frjáls og leika sér. En það getur borgað sig að taka af þeim völdin i æsku Þeim er nú ekki alltaf Ijóst hvað er þeim fyrir beztu Og þá dettur mér i hug tannviðgerð- irnar. í tuttugu ár fór ég með börn á þriggja vikna fresti til tannlæknis i New York Mér var umhugað um það, að þau gætu brosað skammlaust. Til þess þurfti góðar tennur. Tennur allra barna minna voru eilitið skakkar og gengu þau öll með tannspengur i ein- hvern tima. Ekki þótti þeim það gott En ekki sjá þau eftir þvi núna Eitt af þvi sem við brýndum fyrir börnunum var það, að neyta helzt ekki áfengis eða tóbaks. Við áttum hægt m ;ö þetta, þvi við reyktum ekki sjálf og var varla hægt að segja, að við brögð- uðum vin Ég fann einu sinni á mér af kokkteil Það var einhvern tima upp úr 1 930 Ég kunni ekki að meta áhrifin. En þótt við værum alltaf að brýna góða.siði fyrir börnunum varð þeim auðvitað eitthvað á stundum. Þá sagði Joe þeim að segja sér satt og rétt frá, en svo skyldi hann reyna að hjálpa þeim. Hann lagði mikla áherzlu á sann- sögli og sagðist ekkert geta gert fyrir þau ef þau skrökvuðu að sér. Hann hlustaði alltaf rólegur á alla málavöxtu. Þegar hann hafði hugsað málið varð hann stundum fokreiður, en þá reiði lægði brátt og þá sneri hann sér að þvi að bjarga málinu Hann minntist svo aldrei á það framar. Við brýndum mjög fyrir krökkunum. að þau yrðu að standa í stykkinu, hvað sem þau tækju sér fyrir hendur Þau ættu að leggja sig fram i öllu og reyna að verða alltaf fremst. Þetta ættu þau að gera sér að vana. Við áminntum þau líka um það að bera sig ævinlega vel, þótt eitthvað bjátaði á. Við vissum, að lífið er enginn barnaleikur og það er bezt að gera sér Ijóst i tæka tið, svo menn séu búnir undir áföll. Við lögð- um þvi mikla áherzlu á það, að börnin ynnu öll sin verk af fremsta megni Þau vöndust á þetta og það hefur lika dregið þau langt. Við hjónin urðum sjálf snemma fyrir ýmsum áföllum. Þriðja barnið okkar var til dæmis vangefið Þetta var fyrsta stúlkan sem okkur fæddist. Hún var skirð Rosemary. Ég var himinlifandi þegar hún fæddist. Framan af varð þess í engu vart, að hún væri lakar gerð en flest annað fólk. Hún var sein til máls og lærði seint að borða með skeið, en þetta þótti ekkert tiltökumál Börn eru mjög misjafnlega bráðþroska. En það varð smám saman Ijóst, að eitthvað var óvanalegt við stúlkuna. Þegar hún átti að læra að lesa og skrifa reyndist henni það mjög erfitt og jafn- vel ókleift Hún byrjaði i smábarna- skóla, en námið þar varð henni brátt ofviða. Ekki bætti úr skák, að læknar gátu ekkert sagt okkur nema það, að stúlkan væri treggreind, og það höfð- um við fundið sjálf. Við leituðum til margra sérfræðinga, en ekkert dugði Það þarf varla að geta þess, að ég sýndi Rosemary litlu enn meiri um- hyggju og eyddi meiri tima til hennar en hinna barnanna Hún þurfti á þvi að halda. Mér fannst hin börnin stundum verða útundan, einkum þó John, og hef ég alltaf haft dálitið samvizkubit af þvi. Ekki er mér þó Ijóst hvort það á við rök að styðjast og nú er of seint að spyrja John. En Rosemary reyndum við að ala upp með eðlilegum og venjulegum hætti. Lengi vel vissu fáir nema fjölskyldan, að hún var vangefin og það var ekki fyrr en Jack bauð sig fram til forsetaembættisins, að faðir hans sagði frá þessu i blaðaviðtali. Það hafa sjálfsagt verið einhverjar kjafta- sögur á kreiki, þvi margt kemur upp i kosningaslagnum Mér varð oft hugs- að, hvers vegna þessi ógæfa hefði komið yfir okkur að eignast vangefið barn en öll hin sérlega vel gerð. Mér eru ekki enn Ijósar þær orsakir en ég sætti mig fljótlega við það, að algóður guð hlyti að hafa gildar ástæður fyrir þessu eins og öðru Við hjónin vorum bæði trúuð Ég vildi, að öll börnin gengju i góða, kaþólska skóla i nokkur ár. Þar var Joe á öðru máli. Hann sagði, að börn ættu að læra trúrækni og siðavendni heima hjá sér Það varð úr, að stúlkurnar fóru allar i klausturskóla, en drengirnir gengu i ..veraldlega" skóla Það kom síðar i Ijós, að ég hafði gert mér óþarfar áhyggjur Jack var t.d svolítið hirðulaus um trúmál á yngri árum En hann var mjög trúaður. Hann baðst fyrir á hverjum degi og hélt þvi áfram til hinztu stundar Margir hafa spurt mig um námsár Jacks. Honum gekk ekki snurðulaust i skóla. Hann hylltist til þess, að leggja rækt við þær greinar, sem hann hafði sérlegan áhuga á en láta hinar eiga sig. Svo veittist honum erfitt að semja sig að reglum skólans. Hann gekk i gaml- an skóla, þar sem reglur voru flóknar og talsvert strangar En hann kærði sig litið um þær og fór yfirleitt sinu fram Höfðum við Joe nokkrar áhyggjur af þessu Þegar Jeck hafði verið tvö ár i Choate, sem er gamall og virðulegur skóli skrifaði heimavistarstjórinn um hann skýrslu, þar sem sagði svo: „Hann er kærulaus og skeytingarlaus um flestállt, sem hann tekur sér fyrir hendur eða á að gera HannTeerir alltaf undir tima á elleftu stundu, er óstund- vis, er hirðulaus um fé og eignir og man aldrei stundinni lengur hvað hann gerir af hlutunum" Skólastjórinn í Choate sýndi Jack mikið umburðarlyndi og skilning. Á öðru skólaári Jacks, skrifaði skólastjór- inn Joe á þessa leið: „Sannast sagna tel ég algeran óþarfa að hafa áhyggjur af Jack og framtið hans. Þvi betur sem ég kynnist honum. þeim mun meira traust ber ég til hans. Jack er gáfaður og sjálfstæður Það er erfiðara að aga hann en Joe, bróður hans, og honum veitist sjálfum erfitt að hemja sig. Þetta gerir honum að ýmsu leyti erfitt fyrir núna, en drengir eins og Jack verða að fá tima til að lagast að aðstæðum hverju sinni. Jack verður aðeins að fá tima til þess að lita i kringum sig og hugsa sinn hag og læra það, hvernig bezt sé að haga sér i lífinu. Hann kemst að réttum niðurstöðum að lokum; á þvi er enginn vafi." Smám saman „vitkaðist" Jack lika. Hann fór að lita námið alvarlegri aug- um en áður. Þetta er úr bréfi, sem hann skrifaði föður sinum: „Ég vildi skrifa þér af því, að við LeMoyne (vinur Jacks og skólabróðir) vorum einmitt að tala um það hve illa okkur hefði gengið I vetur. Við höfum ákveðið að hætta öllu slugsi og taka okkur á Mér er alveg Ijóst, að það er mikilvægt, að mér gangi vel i vor. Annars kemst ég ekki til Englands (Honum hafði verið lofað að hann færi til Englands og lærði hjá Laski, prófessor, eins og Joe, bróðir hans, hafði gert). Mér er orðið Ijóst, að ég hef verið að svikja sjálfan mig. Ég hélt ég hefði staðið mig sæmi- lega, en það er ekki rétt; ég hef svikizt um. En ég geri mér góðar vonir um það, að mér gangi betur á þessu miss- eri. Við LeMoyne erum báðir ákveðnir að gera eins og við getum Mörgum árum siðar viðurkenndi skólastjórinn það, að hann hefði stund- um verið kominn að þvi að gefa Jack upp á bátinn „Stundum fannst mér ég vinna tvö aðgreind verk," sagði hann „Annað var að reka skólann, en hitt var að stjórna Jack Kennedy og kunningj- um hans Þetta voru ekki slæmir strákar, en það varð að hafa auga með þeim. Þeir voru einfaldlega litt þrosk- aðir. Og mér fannst þeir þroskast seint Ég skrifaði þvi einu sinni Joe Kennedy og spurði hann hvort hann gæti komið og rætt við okkur Jack Mér fyndist full þörf á þvi, að við þrir kæmum saman og gerðum upp sakir. Ég var bálreiður,. þegar ég skrifaði þetta bréf Kennedy kom og við ræddum sam- an allir þrir i skrifstofu minni Ég hafði búið mig undir þennan fund og hafði á takteinum langa syndaskrá Jacks Joe Kennedy leyndi ekki hug slnum Hann talaði yfir hausamótunum á syni sinum og tók stundum hressilega til orða Hann talaði af alvöru, en krydd- aði mál sitt jafnframt hnyttnum setn- ingum eins og við var að búast af íra. Þess var lika þörf í skiptum við Jack. Hann felldi sig ekki við eintóma alvöru Hann hafði góða kímnigáfu, enda var hann brosmildur. Hann var reyndar svo broshýr, að honum fyrirgáfust fjöl- margar yfirsjónir vegna þess eins. Hann var yfirleitt ákaflega geðfelldur piltur. Manni varð ósjálfrátt hlýtt til hans." Ég held, að viðtalið i skrifstofu skóla- stjórans hafi haft mikil áhrif á Jack, og jafnvel markað timamót i lifi hans. Ég er viss um það, að hann fór að hugsa sinn gang betur eftir það Mér fannst að minnsta kosti mega merkja það á llfi hans upp frá þessu. Myndin tekin 1919. Rose Kennedy með þremur elztu börnum sfnum: Joe, Jack og Rosemary.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.