Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 8
.Ég hef oft orðið þess vörað menn halda, að ég hafi haft einhverjar sér- stakar uppeldisaðfefðir við börn mín. En svo er ekki. Ég reyndi að kenna þeim muninn á réttu og röngu, koma þeim í skilning um ábyrgð og skyldur og fá þau til að leggja rækt við holl áhugamál. En uppeldisaðferðir mínar voru algengar og vanalegar Ég ól öjl börnin mín heima og hafði þau lengi á brjósti. Hvort tveggja var siður þá. Þegar þau síðustu fæddust var farið að tíðkast að venja börn mjög snemma á pela. En nú sé ég, mér til nokkurrar skemmtunar, að sérfræðing- ar um ungbörn eru aftur farnir að halda fram gamla laginu Joe var aldrei viðstaddur fæðingar barnanna. En hann varð ævinlega jafn himinlifandi, þegar hann sá þau i fyrsta sinni. Hann varð mjög hændur að þeim og reyndi að vera eins mikið með þeim og hann framast gat Að vísu fækkaði þeim stundum er árin liðu og umsvif Joe jukust. Þegar í fyrra stríði var hann orðinn svo önnum kafinn, að börnin sáu hann naumast nema á sunnudögum. Eftir stríð sneri Joe sér að verðbréfa- og bankaviðskiptum Þá gat hann sinnt börnunum meira en áður. Það stóð þó ekki lengi Joe fór að fást við dreifingu kvikmynda og síðan kvikmyndagerð. Þá þurfti hann að vera langtímum saman i New York og Hollywood. En hann hringdi til mín á hverjum degi. Á sunnudögum talaði hann við börnin — eftir aldursröð! Við Joe skiptum hlutverkum í upp- eldi barnanna þannig, að ég annaðist þau meðan þau voru i æsku, en hann tók við þeim á unglingsárum Ég hef alltaf haft gaman af barnauppeldi Ég tel það eitt göfugasta og skemmtileg- asta starf, sem um er að ræða Það er líka eitt hið mikilvægasta Ég var hepp- in að þvi leyti, að ég hafði rúman fjárhag. En börn mín urðu nú níu, svo að ég hafði nóg að gera yfirleitt, þótt ég hefði jafnan vinnufólk mér til að- stoðar. Enda varð mér fljótt Ijóst, hve gott skipulag er mikils virði Það voru mörg handtökin á þessum árum. Það kann að virðast undarlegt, en ég verð að færa sérstakar þakkir þeim, sem fann upp rennilása! Þegar ég lít um öxl finnst mér ég hafa eytt mörgum árum í það að hneppa tölurr mér spjaldskrá um þau Þar var skráð allt, sem hugsanlegt var, að á þyrfti að halda. Með tímanum stækkaði þessi spjaldskrá mjög og varð orðin hin mesta fróðleiksnáma um börnin En auk þess var hún mér til afar mikils hagræðis. Þegar Joe varð sendiherra í London og við fluttum þangað komust einhverjir enskir blaðamenn að því, að ég héldi þessa skrá. Varð hún þá fræg á svipstundu i Englandi og varð hún tekin til dæmis um það hve Bandarikja- menn kynnu vel að skipuleggja verk Ég lét það gott heita Ég hafði reyndar komið upp skránni af hreinni örvænt- ingu, því ég var orðin snarringluð í kollinum af öllu því, sem mér fannst ég verða að muna um börnin Við hjónin höfðum alltaf nóg að gera. Við tókum okkur auðvitað leyfi stundum. En við fórum þá oftast hvort í sínu lagi Mér veittist erfitt að fara frá börnunum framan af árum En ég komst einu sinni að því, að óþarfi var að hafa áhyggjur af þeim Ég ætlaði eitt sinn í smáferðalag Kvöldið áður hafði Jack eitthvert orð á því, að sér fyndist hálfljótt af mér að yfirgefa þau krakkana svona. Fékk ég nokkurt sam- vizkubit af þessu, enda kvaddi ég þau með tárin í augunum Þegar ég var komin skammt áleiðis minntist ég ein- hvers sem ég hafði gleymt og sneri heim Þá voru börnin farin að leika sér og voru hin ánægðustu Virtust þau alls ekkert sakna mín. Eftir það fór ég alltaf áhyggjulaus í leyfi Við fórum annars oft í stuttar ferðif upp i sveit. Oftast fórum við út á Cape Cod Þar voru fjörur góðar Við höfð- um mat með okkur og keyptum geysi- stóran rjómaís á leiðinni Börnin skemmtu sér ævinlega jafnvel í þess- um ferðum. Og nú eru börnin þeirra komin i staðinn Hef ég alltaf einhver þeirra hjá mér á sumrin. Þykir mér gaman að sjá þau sitja í sömu stólunum, borða sama mat, lesa sömu bækur og leika sér á sömu slóðum og foreldrar þeirra gerðu forðum daga í skemmtiferðunum var allt með frjálslegu sniði Hins vegar var strang- ur agi við matborðið heima, enda varð svo að vera. Þeir, sem komu of seint í mat urðu að byrja þar í máltíðinni, sem hinir voru komnir. Með þessu vildum við Joe kenna börnunum stundvísi. Rose Kennedy Klæðnaður í þá daga var ekki allur sérlega hentugur. En þótt margar nýjungar séu til bóta hefur margt horfið, sem eftirsjá er að Það eru til dæmis dyrapallarnir stóru, sem voru fyrir framan mörg hús hér áður fyrr. Dyrapallurinn okkar var leik- völlur barnanna fram eftir öllum aldri Þegar þeim fjölgaði hólfaði ég hann sundur með skilrúmum og setti eitt eða tvö börn í hólf. Þannig var hægara að hafa auga með þeim og minni hætta á því, að þeim lenti saman, eða þau færu sér að voða. Ég tók fljótt eftir því, að mér veittist æ erfiðara að hafa reiður á nauðsynleg- um upplýsingum um börnin, sérstak- lega því hvaða sjúkdóma þau höfðu fengið. Ég fann þá upp á þvi að gera Það var því aldrei beðið eftir neinum stundinni lengur. Börnin voru auðvitað misjafnlega stundvis Erfiðast var að eiga við Jack Við sóttum talsvert klúbb einn ekki langt frá heimili okkar. Þegar við fórum þangað slepptum við krökkunum lausum og leyfðum þeim að leika sér að vild með því skilyrði, að þau yrðu komin að bílnum á tilsettum tíma. Þegar svo átti að halda heim sást Jack yfirleitt hvergi. Við fórum þá án hans, því alltaf vorum við að reyna að venja börnin á stundvísi. Jack tókst alltaf að fá far með einhverjum bílum og skaut venjulega upp kollinum þegar nokkuð var liðið á hádegisverðinn. Hann fékk þá auðvitað ekkert af þeim réttum, sem við hin vorum búin að borða og stóð því oft svangur upp frá matborðinu. En hann sá við þessu. Hann laumaðist bara fram í eldhús á eftir og fékk eldabuskuna með brögð- um til þess að gefa sér meira. Ég vissi þetta vel og hann vissi, að mér var kunnugt um það. En ég lét það gott heita vegna þess, að hann var magur og mér fannst hann þurfa næringarinn- ar fremur en agans Við reyndum að innræta börnunum sjálfsaga í öllum greinum. Til dæmis fylgdumst við grannt með því hvernig þau fóru með peninga. Við vildum, að þeim skildist gildi peninga og lærðu það snemma að kæruleysi í fjármálum hefur oftast illar afleiðingar Við ræddum þó yfirleitt ekki um peninga heima Það var alls ekki bannað. Pen- ingar þóttu bara ekki áhugavert um- ræðuefni. Við sögðum börnunum, að ef þau hefðu einlæga og mikla þörf fyrir eitthvað skyldu þau ræða það við okkur, en ef þau langaði skyndilega í einhvern hégóma yrðu þau að vinnna fyrir honum sjálf með einhverjum ráð- um. Ég man, að Bobby bar út dagblöð. Það leið nokkur tími þar til ég komst að því, að hann hafði fengið bllstjórann til þess að aka sér um hverfið með blöðin. Gaf áskrifendum á að líta á hverjum morgni, er blaðberinn kom I Rolls Royce og henti blaðinu upp á dyrapall- inn. Ég var fljót að taka fyrir þetta. Það er vitað mál, að ekki allir eiga tvö stór hús, tvo báta, tennisvöll, sund- laug og tvo Rolls Royce bíla. Börnun- um var Ijóst, að faðir þeirra var vel efnum búinn. En þau höfðu enga hug- mynd um það lengi vel, að hann væri ríkur maður. Það var ekki fyrr en Joe sneri sér að stjórnmálum, að við gerð- um þeim þetta Ijóst. Um leið brýndum við fyrir þeim, að* þau ættu ekki að þykjast af auði föður síns. Hann hefði unnið til hans, en ekki þau, og þau væru hvorki betri né meiri fyrir vikið. Við sögðum þeim, að það væri eini kosturinn við peninga, að þeir gerðu mönnum kleift að þroskast og nýta hæfileika sína — ef skynsamlega væri með þá farið. Börnin skildu þetta. Þau öðluðust virðingu fyrir peningum og fyrirlitningu á eyðslusemi. og snobbi. Jafnvel fannst mér þau stundum taka orð okkar fullalvarlega; þau gengu stundum til fara eins og fátæklingar. Mér var sama þótt þau væru frjálslega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.