Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 12
Efst: Hér hafði komið fyrir smá óhapp og að þarlendum sið þyrptust menn á vettvang, gáfu skipanir út og suður og enginn framkvæmdi þær fyrr en seint og um sfðir. 1 miðju: Fiskmarkaður f Portimaxo og lff í tuskunum. Neðst: Aðalgatan áFaro. Jöhanna Kristjónsdöttir Punktar frö Portúgal I FERÐAMANNAPÉSUM um Algarve — sólarströnd Portúgals — segir að þar sé samfelldur ald- ingarður árið um kring. Ekki mun þetta vera alls kostar rétt frekar en gerist og gengur I sllkum bók- menntum. En frá þvl I mal og fram til loka október er veðráttan á þessum slóðum yfirleitt einkar þægileg og hiti mikill I júllmán- uði sérstaklega. Ekki er ýkja langt slðaniAlgarve varð ferðamannastaður. Áóur voru bara íbúarnir I litlu fiski- mannaþorpunum meðfram allri ströndinni. Þeir veiða sardínur og ýmsa smáfiska og þarna er fiskur- inn unninn, m.a. eru nokkrar full- komnar niðursuðuverksmiðjur. Loftslagið er mildara en norðar I landinu og ræðst það af nálægð- inni við Miðjarðarhafið. Þegar talað er um Algarve er átt við strandlengjuna syðst I landinu — frá Tavira skammt frá landamærum Spánar til vestur oddans Sagres. Landbúnaður er nokkuð stund- aður þarna og uppi I fjöllunum en meginatvinnan I þorpunum sem kúra með ströndinni er enn fisk- iðnaður enda þótt ferðamenn geri sér æ tíðförulla á þessar slóðir og það setji sitt svipmót á hálft árið. Algarve er sömuleiðis sumarleyf- ísstaður Portúgala sjálfra og þangað leita þeir I leyfum slnum, leigja sér smáhýsi við ströndina fyrir skikkanlegan pening og dvelja þar I ró og kyrrð. Portúgalar ferðast ekki ýkja mikið til útlanda er mér sagt. Þar kemur ýmislegt til: þeir kjósa að nota leyfi sitt til kyrrlátra dvala við sínar eigin strendur, sem gnótt er af. I öðru lagi er gjaldeyr- isskammtur sá sem þeir mega taka með sér úr landi takmarkað- ur. Ekki nema 6—7 þúsund eskút- ur. Það jafngildir um 36—42 þús. fsl. krónum. Fyrir þá upphæð treysta þeir sé ekki til að eiga langar stundir I öðrum löndum. Þó er þetta ámóta skammtur og Islenzkir ferðamenn fá með lög- legu móti og láta þeir margir hverjir sig þó ekki muna um að þeysa til sólarlanda einu sinni á ári og jafnvel tvígang. ALGARVE hefur sem sumar- leyfisstaður upp á ýmislegt að bjóða. Hótelmenning þar fer ár- batnandi og byggð eru hótel sem fullnægja flestum kröfum og verðflokkum. A því var framan af nokkur misbrestur: fjöldinn allur af fimm stjörnu hótelum og síðan var svo um hríð að ekkert var hægt að fá þar á milli og tveggja stjörnu hótel, sem er töluvert fyr- ir neðan það mark, sem að minnsta kosti Islendingar vilja. En þetta er að breytast, því að Portúgalir telja að Algarve sé fullb' ðlegur staður fyrir fólk sem vill leita sér hvlldar og afslöppun- ar og telja að I Algarve gefist einnig kostur á skoðunarferðum um litlu fiskiþorpin og upp I fjöll- in. PORTtJGALAR eru ekki eins kátir og Spánverjar. Þeir eru við- mótsþýðir og kippa sér ekki upp við smámuni. Sveiflast ekki jafn ótt og tltt milli sorgar og gleði eins og ýmsum öðrum" þjóðum Suðurlanda er tltt. Þeir eru traust fólk og umgengnisgott, þekkilegt og sérdeilis hjálpfúst. Drykkju- peningar skipta litlu máli. Fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.