Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 19
Þegar ég sat í rökkrinu í gær og hugðist velta fyrir mér ræðutexta næsta sunnu- dags, þá sóttu að mérfjar- lægar hugsanir. Ég hafði blaðað í sálmabókinni og staldrað um stund við sálm- inn: „Lærdómstími ævin er". Hver af skólum liðinna daga hafði reynst heldbeztur? Smám saman var eins og vaxandi skilvinduhljóð bærist mér til eyrna. Þessi svæfandi seimur, er fyllti gamla búrið skuggsæla, með blökkum bitum i lofti, þar sem dordinglar leyndust í skotum við vefi sína, búrið, sem nú er löngu horfið. En þarna sá ég aftur undanrennubogann standa út úr öðrum blikk- stútnum, falla eins og lítinn foss, sem gerði göng í froðu- kúfinn á fötunni, en mjór, gulur rjómabogi féll úr hinum stútnum niður í rósótta skál, haglega spengda. Þá bættist við há og fíngerð rödd, sem hóf sig yfir skilvinduseiminn og söng þennan sálm um lærdómsttmann, vinnutím- ann, reynslutímann og náðartimann, sem ævin er allt í senn. Hún fóstra min stóð þarna með heklaða kollu á gráhærðu höfði og stóra strigasvuntu bundna um grannt mittið. Hún hallaði sér fram og studdi vinstri hendi á mjöðm sér, en sneri skilvind- unni með þeirri hægri. Birtan að utan glampaði í stál- spangargleraugunum, þegar hún horfði upp í gluggann fyrir ofan, þar sem bleik sinu- stráin vögguðu fyrir kvöld- blænum og strukust við litla rúðu. Hún söng sálminn um aðskiljanlega tima ævinnar, sem voru eins og sterkir þættir í vænni voð þeirra ein- yrkja, sem höfðu kjark til að slá vefinn starfsfúsir og heiðarlegir; þeirra, sem festu rætur i íslenzkri jörð, hlóðu veggi og vörður, ruddu vegi um hraun og skörð, byltu kargaþýfi með handverkfær- um og glöddust, þegar ný- ræktin grænkaði að vori. Hún fóstra min, sem ég kalla svo, hét Ólína og bærinn Hliðar- endi í Bárðardal. Það er dalurinn, sem Látra Björg orti um forðum: „Bárðardalur er bezta sveit, þó bæja sé langt í milli. Þegið hefi ég i þeim reit þyngsta magafylli." Þannig kenndi Ólina mér þessa vísu og raunar fleiri, sem skáldkonan gæfusnauða hafði ort um baei þá, sem hún heimsótti i dalnum. Göngumóð kom förukonan í Hvarf, sem er nyrzti bær i hreppnum vestan Skjálfandafljóts og dró ekki úr mæði sinni og ferðaþreytu í stökunni: „Hvíldi ég mig á Hvarfi um stund, hvásaði svo af mæði, að þornuðu mörg mýra- sund og melar léku á þræði". Næsti bær innar heitir Eyjadalsá, og var þar áður prestsetur, en kirkjan var lögð niður 1 858. Þar orti Björg: „Á Eyjadalsá át ég mest alla mína daga. Þar var fæðan bauna bezt svo bólgna tók i maga". Afleiðing þessara kjarn- miklu góðgerða kom i Ijós, þegar hún kom í Hlíðarenda, því þá orti hún. „Á Hlíðarenda hljóp á mig heljarmikil drulla. Blessuð hjónin báru sig að bera út stampa fulla". Á vergangi hefur Björg ekki vanist góðu og því ekki þolað þá staðgóðu rétti, sem maddaman á Eyjadalsá bar fyrir hana. — Það var geitamjólk, sem fóstra min var nú að skilja og því var rjóminn svona gulur og þykkur, að hann varla hneig. Stundum bjó hún til ost úr mjólkinni. Þeir voru þunnir, kringlóttir og alsettir örsmáum götum. Ég settist á gömlu búrkistuna, þegar við komum úr fjósinu og hún skar mér pottbrauðsneið, smurði þykkt og lagði ost ofan á. Síðan rétti hún mér tinausu barmafulla af mjólk, er hún tók úr nettri, græn- málaðri tréfötu, sem geiturn- ar voru mjólkaðar í. Það var ákveðið markmið gömlu kon- unnar, að skila mérfeitari heim á haustin, og við það stóð hún ævinlega. En hún fræddi mig jafnframt dyggi- lega um forna reynslu og liðna stund. Hún var einn þessara háskóla, er setja óaf- máanlegt mark á hvern þann, sem er reiðubúinn að hlusta. — Túnið umhverfis bæinn var ekki stórt, þegar ég kom þangað við upphaf seinni heimsstyrjaldar, því hægt hafði unnist með rekur einaramboða. En umhverfis það var hlaðinn vallargarður, gróinn og hvanngrænn á sumrin. Að sunnan þar sem garðurinn mætti brekkunni á grónum hraunkambi, stóð og stendur enn hár hraundrang- ur. Þegar vel er að gáð, þá minnir hann á risavaxinn karl með byrgði á baki. Hann var alltaf nefndur karlinn ( dag- legu tali. Auðvitað átti hann sér sögu, sem ég heyrði fyrst þar sem ég sat á búrkistunni með mjólkurskegg og drakk úr ausunni. Drangurinn var tröllkarl, sem i fyrndinni hafði búið ! Bleiksmýrardal, sem gengur inn af Fnjóskadal og nær allra norðlenzkra dala lengst suður i öræfin. Var hann síð- ar, er tröllabyggð lagðist í auðn, útilegumannabyggð, sem frá er greint i ýmsum sögum. En saga þessi gerðist á dögum nátttröllanna. Ein- hverju sinni langaði karlinn mjög i nýmeti og ákvað við kerlu sína, að þau skyldu leggja land undir fót austur i Mývatnssveit og draga þar fyrir í vatninu. Þegar sól var sezt héldu þau af stað sem leið lá beint af augum austur yfir heiðar, voru heldur stór- stig og varð Skjálfandafljót þeim enginn farartálmi. Seg- ir ekki af ferðum þeirra fyrr en þau komu austur, að veiði brást þeim ekki og dvöldu þau þvi alllengi við vatnið. Lögðu þau vænar silunga- kippur á bök sér og voru það miklar klyfjar, svo ferðin sótt- ist hægar heim á leið. Þegar þau höfðu vaðið Skjálfanda- fljót og voru komin að brekkurótum sunnan við vall- argarðinn á Hlíðarenda varð kerlingu mál. Setti hún niður byrgði sína og sem hún sat nú þarna á hækjum sínum og kastaði af sér vatni, þá kom sólin upp fyrir brún Fljóts- heiðar og morgunljóminn flæddi yfirdalinn. Skifti það þá engum togum, að jafn- skjótt urðu þau skötuhjúin að steini. — En hvernig stendur þá á því, að kerlingin er horfin? spurði ég fóstru mína. — Það er nú saga að segja frá þvi. Löngu siðar bjó hér bóndi, kappsfullur og skjótráður. Hann bjó með geitur eins og venja hefur verið hér á bæ til þessa dags. Nú fer ekki vel að hafa geitur og sauðfé saman í húsum, þar sem geiturnar eru með afbrigðum frekar og ryðjast að görðum svo kindur verða afskiftar. Ákvað því bóndi að reisa sér geitakofa. Fannst honum þjóðráð að komast hjá að tína saman hleðslugrjót, en réðst með sleggju á kerlingu þar sem hún sat og molaði hana niður. Siðan hlóð hann kof- ann úr grjótinu og rak geitur sinar i hann. En morguninn eftir gaf honum á að lita, er hann hugðist hára þeim. Var kofinn hruninn til grunna lágu geiturnar steindauðar undir rústunum. Síðan þetta óhappaverk var unnið er tröllkarlinn ósköp einmanna, en engum hefur komið til hugar að hrófla við honum, enda þótt hann hafi síðan lent i miðjum vallargarð- inum. Þetta er ekki eina tröllasag- an af þessum slóðum. í Grettissögu segir af tröllkonu nokkurri, sem nam á brott húsbóndann á Sandhaugum, sem er næsti bær sunnan við Hlíðarenda, og ári siðar hús- karl á sama bæ. í sögunni segir frá þvi, að með því Gretti var mjög lagið að koma af reimleikum og aftur- göngum, þá gerði hann ferð sína til Bárðardals. Hrikaleg er frásögnin af þvi, hvernig Grettir kom tröllkonunni fyrir i Eyjadalsárfossi eftir nætur- langa glímu á fimm kilómetra langri leið milli bæjanna Eígi þóttist hann hafa fengist við slikan ófagnað fyrir afls sakir. Hún hafði þá haldið honum svo fast að sér, að hann mátti hvorugri hendi taka til nokk- urs, nema hvað hann hélt utan um miðja kettuna, en það er annað heiti á tröll- konu. Þegar þau komu á ár- gljúfrið, bregður hann flagð- konunni til sveiflu. í þvi var honum laus hin hægri hönd- in. Hann þreif þá skjótt til saxsins, er hann var girtur með og bregður því, heggur þá á öxl tröllinu, svo að af tók höndina hægri. Varð hann þá laus, en hún steyptist i gljúfr- in og svo i fossinn. Hægur vandi er fyrir hvern þann, sem ekki kannast við sögu þessa að fletta upp á 64. Framhald á bls. 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.