Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 23
O hún mamma er alltaf svo lengi f búðum. Krukkur hér, krukkur þar, krukkur allsstaðar. Svar Bergþöru Framhald af bls. 15 „Mamma, hvernig á lykillinn að snúa?“ Barninu var leið- beint, en athöfnin ekki fram- kvæmd fyrir það. Af hver ju tók ég svona eftir þessum mæðg- um? Er það vegna þess að f dag er sjaldan tfmi til að svara smá- barni? Og þegar þau vaxa upp vita þau ekki hvernig þau eiga að snúa lyklinum að dyrum lffsins. Eg trúi ekki að það myndist kynslóöagap milli þessarar móður og dóttur. Ástúðin sér fyrir þvf. Við höfum heyrt svo mikið um sjálfsákvörðunarrétt kon- unnar undanfarið. Virðist mér þetta beinast mest f þá átt að hún geti hætt að vera kona. Af hverju skyldu vera tvö kyn, ef hlutverkin eru þau sömu? Eru það engin forréttindi, engin sérstök reynsla að bera nýtt Iff undir belti? Hvað þarf margar stofnanir til að bæta upp rótleysi hcimil- anna? Fá börn ást á dag- vistunarstofnun, ég veit þau fá umhyggju. Þvf er hópur ung- linga á „hallærisplani“? Af hverju þarf „athvarf" f skólun- um? Hvað er heimili, sem ekki veitir lengur athvarf? Heimili má ekki bara vera svefnstaður. Það verður að vera tfmi til sam- skipta, tfmi til kærleika. Ég er ekki að mótmæla þvf að karl og kona skipti með sér verkum, né að það sé ekki eins dýrmætt að faðirinn sinni börnum sfnum og móðrin. Gæði tfmans, sem ástvinir eru saman hlýtur lfka að skipta meira máli en lengd- in. Það er f raun og veru svo ótal margt sem jafnt ungir og aldn- ir hafa ánægju af saman. Við eigum ekki að skapa kynslóða- bil með alls konar aldursflokk- unum. Það er ekkert kynslóða- bil f skfðabrekkum, gönguferð- um að ógleymdum sundlaugun- um svo eitthvað sé nefnt. Nú lfður að jólum og bjart- sýnin vex með hækkandi sól. Ef sá friður og samheldni, sem rfkir á jólunum rfkti fleiri daga ársins værum við vel á vegi stödd. Gleðileg jól. Pabbi, mig langar f svona buxur. Svar Arngríms Framhald af bls. 15 ur. Það var hann f vitund náinna vina, og það er hann enn. Það hefir fulla merkingu og hefir engu tapað, beittara hverju tvl- eggjuðu sverði og vel fallið til að dæma hugsanir manna. Sá maður, sem er sannleikans megin heyrir raust þess. Hann þekkir það meir en af afspurn. Það er raunveru- leiki og lff þess, er nemur það, veitir þvf viðtöku og gelist undir- gefinn þvf. Þegar einhver réttir mér hönd sfna f vinarhug og með sönnu vinarorði, þá veit ég, að hann hef- ir orðið snortinn af þessu Orði. Það hefir höndlað hann. Þess vegna er hann fær um að snerta aðra, svo að gleðistrengur ómar, og það birtir fyrir sjónum. Tóm- leikinn og einangrunin hverfur. Þegar ég þvf mæti einhverjum slfkum, þá glæðist vonin f brjósti mér, þá sé ég vald þessa Orðs f samtfð minni. Við það er bjart- sýni mfn tengd. Skyldi það ekki vera svo, að jólahátfðin birti þetta ótvfrætt og glæði bjartsýni ann- arra einnig? Tröliasögur Framhald af bls. 19 kafla i Grettissögu. Ekki get- ur sagan þó um þau augljósu ummerki eftirferð þeirra Grettis og skessunnar, sem við mér blöstu, þegar ég sótti kýrnar norður að merkjum þeim, sem skilja að Hliðar- enda og Eyjadalsá. Hafa þau skötuhjú stimpast norður bakka Skjálfandafljóts, en þegar nær dró Eyjadalsá, þá sveigðu þau í vestur i átt að fossinum, sem fellur niður hlíðina norðan merkja. Þar lá leið þeirra yfir lyngmó og eftir honum liggur lág eða dæld vaxin vallendisgróðri. Munnmæli herma, að hún hafi orðið til vegna átaka þeirra Grettis og kettunnar, er hann spyrnti á móti, en hún vildi færa hann í fossinn. Dæld þessi er jafnan nefnd Skessulág. Fullur lotningar leit ég þessa sögufrægu lág í hvert sinn, sem Skrauta og Branda höfðu lagt leið sína að merkjunum. Hefur mér sennilega verið innanbrjósts eins og múhameðskum pila- grími við steininn svarta í Mekka, þvi að í þá daga var Grettir sterki átrúnaðargoð ungra drengja. Það voru því ekki litil forréttindi að eiga þess kost að feta í fótspor hetjunnar, þótt pílagrímurinn væri á stuttbuxum og í gúmí- skóm og litklæði skorti, en vopnabúnaður enginn nema fjalldrapahrísla, sem ég danglaði með í kýrrassa. -— Fóstra min hefur nú hvilt i rúman áratug í kirkjugarðin- um á Ljósavatni, en á liðnu sumri var bóndi hennar, Sig- urður, lagður þar við hlið hennar. Ung höfðu þeu sett sér það takmark, að bjargast af búi sínu og breyta i öllu rétt. Þeim á ég mikið að þekka, þvi þau bentu mérá þau sannindi, að ævin er bezt, sé hún brugðin eða ofin úr þeim þáttum, sem frá er greint i sálminum, er átti að vera mér til stuðnings við samningu predikunar, sem nú biður næsta dags. r(Uffandi: H.f. Arxakur. Hr\kjavfk Krantkv .slj.: Ilaraldur Sxrinssun Rilsljórar; Matthlas Johanncssrn Si\ rmir (íunnarsson Rilslj.fllr.: (ilsli SÍKurdsson AuuKsinuar: Arni (.arðar Krislinssun Rilsljórn: AðalslraMi (i. Siini 1010(1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.