Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 2
Ferðamannastaðir hlýta sömu lögmálum og fjest annað í heimi hér: Að rísa, ná blómaskeiði og hnigna. Þannig er eins víst að sá tími komi, að hótelin á Mallorca standi auð um hábjargræðistím- ann, vegna þess að straumurinn liggur eitthvað annað af óút- skýranlegum ástæðum. Eyjan Capri í Miðjarðarhafinu var að vísu aldrei vettvangur fjöldans, en eftirlæti yfirstéttar Evrópu um 'síðustu aldamót og þá áttu menn ekki nógu stór orð til að dásama Napoli. Nú hefur Capri ekkert sérstakt aðdráttarafl og þaðan af síður Napolí. Nú bjóða ferðaskrifstofur á Norðurlöndum aftur á móti ferðir til Thailands fyrir viðráðanlegt verð og Evrópubúar, sem kannski eru orðnir leiðir á Spánarströnd- um, fara nú i vaxandi mæli til eyjanna i Karabíska hafinu — og til Florida. Jafnframt því sem góð leigu- fiugkjör gera Evrópubúum kleift að komast í vetrarfrí til Florida, bregður svo við, að dauðamerki sjást á einum frægasta sól — og sjóbaðstað heimsins: Miami Beach á Florida. Miami er að vísu aðeins einn bær af fjölmörgum í því sólríka fylki Florida og Miami Beach er aðeins sandrif milli borgarinnar Miami og Atlants- hafsins — þar sem hitaveita ís- lands, Golfstraumurinn á meðal annars upptök sín úti fyrir. Á þessu rifi hefur á umliðnum ára- tugum verið byggður aragrúi lúxúshótela og því hefur löngum verið trúað, að þar væri að finna hátind munaðar og íburðar og jafnvel óhófs. Það voru Bandaríkjamenn sjálfir, sem sóttu þennan stað, einkum og sér i lagi yfir „vertið- ina“, sem stendur frá miðjum desember og fram i marz eða apríl. A þeim tima er dýrast að dvelja þar. Um norðanverð Bandarikin geta orðið talsverðar vetrarhörkur og þeir sem höfðu tíma, peninga og áhuga, brugðu sér þá gjarnan suður til Florida og þeir sem voru frægastir og rikastir fengu inni á Eden Rock eða Fontainebleau, sem breiddi bogmyndaðan faðm sinn móti ströndinni og þar voru i bland frægir gangsterar úr Mafíunni, eins og A1 Capone, sem dó þar, kvikmyndastjörnur og stórlaxar viðskiptalífsins. ströndinni þurfa oftar að hjáipa fólki með hjartatilfelli en að bjarga því úr brimöldunum. Ann- að er eftir þvi; Harry Belafonte og aðrir álika skemmtu gestum hér áður fyrr, en nú eru það helst þjónarnir sjálfir, sam raula eitt- hvað. Þetta fræga hótel er raunar engin undantekning; heilu raðirnar af hótelunum á Miami Beach eru gjaldþrota, eða berjast uppá lif og dauða fyrir tilveru sinni. Utslagið á þessa þröun gerði veturinn i fyrra, sem varð einn sá harðasti í Bandarikjunum á öldinni, jafnvel svo að komst niður undir frostmark í Florida og þá þykir lítið sport í að liggja á Miami Beach — Nokkurra kilómetra lbng röð af lúxushótelum, sem byggð voru á sandrifi milli borgarinnar Miami og Atlantshafsins. Hér var hámark munaðarlffs fyrir svo sem tfu árum. Nú eru fötur og balar til að taka við lekanum eins og á lslandi, þvf ekki er lengur fjármagn til að sinna nauðsynlegu viðhaidi. Hótel Fontaine- bleau, eitt frægasta hótelið á Miami Beach var nýlega selt til hæst- bjóðanda f gjald- þrotaskiptum. \ auglýsingamynd- unum eru ungar glæsikonur, en reyndin var sú, þegar málið var at- hugað að meðal- aldur fastagesta var 68 ár. hótelherbergjum hefur fækkað um 3000, á Miami Beach hefur aukningin numið 15000 herbergj- um í spilavítaborginni Las Vegas í Nevada og með tilkomu sífellt ódýrara leiguflugs, hafa bæzt við 27000 herbergi á Hawai á sama tíma. Feykileg aukning hefur orð- ið á siglingum skemmtiferðaskipa um Karabíska hafið og sfðasta áfallið eru vilsældir Walt Disney World i Orlando i Florida, þar er ævintýraheimur, sem nýtur ótrú- legra vinsælda, enda hafa hótelin þar 97% nýtingu. Talið er núna, að enginn einn staður i heiminum hafi annað eins aðdráttarafl á ferðamenn og það segir sína sögu, að hvorki meira né minna en 13 milljón gestir komu þangað árið 1976. Hótelhringir hafa af þessum sökum byggt hótel í grið og erg þar í grenndinni og landverð hef- ur fimmhundruðfaldast síðan 1971. Nú eru risin þar glæsileg ráðstefnuhótel og eiginkonur og jafnvel börn ráðstefnugesta geta unað sér í Disney World, meðan karlarnir sitja ráðstefnurnar. Stjörnurnar spóka sig ekki lengur á Miami Beach, þótt enn skíni sólin sem fyrr. Peningavald- ið hefur kippt að Sér hendinni, segja þeir sem stjórna hótelun- um; um leið og fregnir berast at samdrætti og hnignun, kippa bankarnir að sér hendinni og þora ekki að lána. Og ekki bætir það ástandið. Nú einblína hinir hnipnu hótelfurstar á lögmætt fjárhættuspil sem liklega lausn. Og ein hugmynd hefur verið sótt allar götur til kóngsins Kaup- mannahafnar; Á Watson-eyju úti fyrir Miami Beach, er í ráði að koma upp eftirlíkingu af hinu rómaða Tivoli í Kaupmannahöfn. Staðir og ferðalög MIAMI BEACH — sólarparadís í hnignun / En nú er hún Snorrabúð stekk- ur. Hótel Fontainebleau var selt á dögunum til hæstbjóðanda i gjaldþrotaskiptum. Meðalaldur gestanna var samkvæmt nýlegri könnun 68 ár og verðirnir á bað- baðströndum. Auk þess er í rén- un, að ráðstefnur séu haldnar á Miami Beach, en var algengt áður fyrr. Hnignunin hefur átt sér stað síðan 1971. Þá reiknaðist mönn- um svo til að fjórir af hverjum tíu ferðamönnum til Florida fengju inni á Miami Beach. A siðasta ári var svo komið, að ekki þrir af hverjum tíu héldu til Miami. Ástæðan er talin vera fyrst og fremst stóraukin samkeppni frá öðrum ferðamannastöðum á Florida og annars staðar. Meðan Vera má, að þá renni upp betri tíð með blóm í haga, ef Danir verða til kvaddir að bjarga málum með Tivoligarði ásamt „dansk hygge, pölser og öl.“ — gs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.