Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 7
BÆTT HEILSA - BETRA LÍF í'æuir um heilbrigðismál, siúkdóma, 1 lækningar og íyrii 'byggjan d i aðgerði r. Hinn þögli dauðvaldur eftir dr. Michael Halberstam Hár blóðþrýstingur hefur stundum verið nefndur „dauð- valdurinn þögli“; hann leggur menn sem sé hljóðalaust að velli. Oftast nær verður ekki vart neinna sjúkdómseinkenna, og menn ugga ekki að sér fyrr en það er um seinan. Suma leggur þessi vágestur í gröfina öllum á óvart, öðrum veldur hann varanlegri örkumlun, en styttir ævi enn annarra um mörg ár. Nú er ekki hægt að koma i veg fyrir háan blóðþrýsting. Ekki er heldur hægt að lækna menn af honum. Samt sem áður mætti fækka fórnarlömbum hans stórlega frá þvi, sem nú er. Það er nefnilega auðvelt að finna hann i mönnum, og það er líka hægur vandi að hemja hann, ef rétt er að farið. En málið er því miður ekki einfalt. Hvorki fleiri né færri en 23 milljónir Bandaríkjamanna þjást af háum blóðþrýstingi — og þriðjungur þeirra veit ekki af því. Þar að auki er talið, að nærri helmingur þeirra, sem vita af sjúkdómi sinum fái ekki viðhlítandi læknishjálp við honum. Þetta er að sjálfsögðu ótækt, og hefur nú um fimm ára skeið verið farin upplýs- ingaherferð í Bandaríkjunum til þess að brýna fyrir mönnum, bæði leikum og lærðum, hætturnar af háum blóðþrýst- ingi og kenna þeim að bregðast rétt við honum. Fyrst er náttúrulega að hafa uppi á sjúkdómnum. Bezt væri, ef tækist að fá alla eldri en 18 ára til þess að láta athuga blóð- þrýsting sinn árlega. Sumum hópum manna er sérlega hætt við háum blóðþrýstingi, og er einkar áriðandi, að það fólk láti mæla blóðþrýsting sinn árlega að minnsta kosti. Meðal þeirra, sem hættast er við háum blóð- þrýstingi eru: — fólk eldra en fimmtugt. — konur komnar úr barneign. — ófrískar konur, — fólk, sem á blóðþrýstings- sjúka foreldra. Því má bæta við, að blóð- þrýstingssjúklingar reykja mjög margir' og eru þyngri en æskilegt er, en hvorugt er þetta þó talið valda háum blóðþrýst- ingi beinlinis. Það er mikils vert, að læknar segi sjúklingum sínum blóð- þrýsting þeirra, en sjúklingarn- ir leggi hann á minnið og láti mæla á nýjan leik á hverju ári. Meðalhár blóðþrýstingur er tal- inn í tölunum 120/80. Fyrri tal- an, 120, gefur til kynna þrýst- inginn í æðunum meðan hjart- að slær slag; sú síðari, 80, merk- ir þrýstinginn milli slaga. Fari blóðþrýstingur upp í 140/90 kann að vera einhver hætta á ferðum og ætti þá að mæla þrýstinginn aftur innan fjög- urra mánaða. Fari hann alla leið upp i 160/95 er orðið illt í efni og kann að vera þörf sér- stakrar meðferðar. Hár blóð- þrýstingur veldur því, að hjart- að vinnur meira en ella, og það getur aftur Ieitt til hjartaáfalls. Einnig getur hár blóðþrýsting- ur skaddað smáæðar í nýrum eða augum og valdið nýrnabil- un eða blindu. Nú er alls ekki vist, að hætta sé á ferðum, þótt blóðþrýsting- ur manns mælist nokkuð hár einu' sinni eða tvisvar. Hins vegar á þá skilyrðislaust að mæla þrýstinginn aftur. Lækki hann ekki, er fram líða stundir verður að grípa til einhverra ráða til þess að halda honum að minnsta kosti í skefjum. Verð- ur þá fyrst aðð gera sjúklingn- um grein fyrir því, að blóð- þrýstingurinn muni ekki lækka úr þessu og sé eina vonin að koma í veg fyrir það, að hann hækki — en til þess að svo megi verða verði sjúklingurinn að neyta viðeigandi lyfja ævilangt og jafnvel temja sér reglulegar líkamsæfingar og sérstakt mataræði að auki. Það getur reynzt læknum all- erfitt að fá sjúklinga til að sætta sig við þetta. Mörgum lízt ekki á blikuna, er þeirn eru birtar þessar framtíðarhorfur, og sumir verða jafnvel hinir verstu. Margir þeirra kenndu sér einskis meins áður en þeir komust að þvi, að blóðþrýsting- ur þeirra var of hár, en hafa ýmis óþægindi af lyfjunum,' sem þeir fá við þrýstingnum og er ekki furða þótt þeir séu óánægðir með skiptin. Sem bet- ur fer hafa flestir blóð- þrýstingssjúklingar vit á þvi að fylgja fyrirmælum lækna sinna og halda áfram að neyta fyrir- skrifaðra lyfja eftir, að búið er að hemja þrýstinginn. En þvi miður eru alltaf einhverjir, sem hætta að neyta lyfjanna, þegar frá líður og gera sér ekki grein fyrir því, að það er stór- hættulegt hcilsu þeirra og jafn- vel lífi. Blóðþrýstingssjúklingar þurfa mjög á að halda hjálp og tilsjón ættingja, vina og sam- verkamanna. Það þarf að fylgj- ast með því, að þeir neyti nauðsynlegra lyfja, borði holl- an mat, fái nægan svefn og líkamsæfingu, og komist ekki i uppnam að óþörfu. Til þess, að svo megi verða þurfa sjúkl- ingarnir stöðugrar aðstoðar og umhyggju; en það verður ekki nema allir, sem hlut eiga að máli geri sér grein fyrir því, hve mikið er í húfi. Þjóðminjar Þór Magnússon Þjódminjavc/rdnr Frúarstofa / Árnesi í Árnesi í Trékyllisvík i Strandasýslu, gömlum kirkju- stað og prestsetri fyrrum stendur lítið timburhús á hlað- inu, síðast notað sem útiluis en gegndi fyrrum göfugra hlut- verki. Þetta var í eina tíð fbúðarhús, sem Guðrún Ólafs- dóttir, þá prestsekkja í Árnesi lét reisa handa sér á árunum 1882—83 að manni sínum, sr. Sveinbirni E.vjólfssyni látnum og bjó i sfðan. Séra Sveinbjörn var sonur Eyjólfs alþm. í Svefneyjum Einarssonar, en hann var prestur í Árnesi frá 1843 til 1881. Siðara kona hans var Guðrún Ólafsdóttir, dðttir Skáld-Rósu og fyrri manns hennar Ólafs Ásmundssonar. Séra Sveinbjörn Eyjólfsson lét af prestsskap 1881 en var áfram i Árnesi til dauðadags árið eftir. Sagan segir, að er haiin var látinn hafi Guðrún ekkja hans látið reisa þetta litla íbúðarhús handa sér til þess að þurfa ekki að fara brott af jörðinni og svo mikið er víst, að húsið hefur verið nefnt og kallast enn Frúar- stola. Þetta er lítið hús, eins og inyndin ber með sér, einfalt í sniðum og liefur verið að lík- indum stofa og gangur svo og eldhús og líklega eitt smáher- bergi enn. Kunnugir þekkja vafalaust húsið frá því er það var uppá sitt bezta, en fyrir ókunnuga er erfitt'að gera sér grein f.vrir því í öllum atrið- um, því að búið er að rífa úr því mestalla iniiréttingu. Þó má sjá, að þetta hefur verið vandað hús og snvrtilegt í öndverðu. Loftinu í stofunni hefur verið skipt i reiti og vel smíðað spjaliíþil á veggjum. Madti með talsverðri vinnu koma luisinu í sitt gamla horf, og það er einmitt ætlunin er tímar líða, þvf að Frúarstofan í Árnesi var tekin á fornleifa- skrá 1977. Er því ætlunin að það standi áfram á sínum stað, en það er merkilegt vegna sögu sinnar og einnig hefur þessi luisgerð vei'ið óvenjuleg á þeim tima, þegar landsmenu bjuggu flestir enn I torfbæjum og einungis þeir. er nieira máttu sín, gátu leyft sér að búa í timburhúsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.